Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2004, Page 30

Læknablaðið - 15.07.2004, Page 30
FRÆÐIGREINAR / ALGENGI GEÐRASKANA DDD/lOOO/day 180 2001 1984 2001 1984 2001 1984 2001 1984 2001 Denmark Finland Finland lceland lceland Norway Norawy Sweden Sweden I Other Psychopharmaca ■ Antidepressants Fig. 4. Sales of psychopliarmaca in DDD/lOOO/day in the Nordic countries 1984 and 2001. voru á daglegri lyfjameðferð hefðu náð greiningar- mörkum án hennar. Lítið er um erlendar rannsóknir sem hægt er að bera þessar niðurstöður saman við. Flestar rann- sóknir hafa verið gerðar með mismunandi aðferðum á mismunandi aldurshópum og ekki á sömu svæðum. Þetta á m.a. við stóru bandarísku rannsóknirnar frá 1981 (23) og 1990 (24). Algengi geðraskana reyndist mun meira við síðari rannsóknina, en höfundarnir gera mikla aðferðafræðilega fyrirvara við samanburð- inn, svo að ekki er hægt að álykta að um raunverulega aukingu sé að ræða. í Bretlandi hafa verið gerðar tvær úrtaks rann- sóknir 1993 og 2000 sem eru aðferðafræðilega eins og hægt er að bera saman niðurstöður fyrir aldurshópinn 16-64 ára. Engin aukning varð á þessu tímabili á heildaralgengi geðraskana sem eru sambærilegar við þær sem okkar rannsóknir taka til (25). I Noregi og Finnlandi er verið að endurtaka rannsóknir sem gætu varpað frekara ljósi á hvort nokkrar breytingar hafi orðið á algengi geðraskana, en í báðum löndunum hefur orðið veruleg aukning í sölu geðlyfja (mynd 4). Fjórðungur af aukningunni á ávísunum á geð- deyfðarlyf skýrist af minnkaðri ávísun á kvíðalyf, því að geðdeyfðarlyfin verka líka kvíðastillandi. Til við- bótar má minna á að sala kvíðalyfja hafði minnkað um nærri helming frá 1974 til 1984 vegna breytinga á reglum og vegna þessa að þau voru talin vanabindandi og að hætta væri á misnotkun þeirra. Samanlagt ávís- að magn kvíða- og geðdeyfðarlyfja í Reykjavík 1974 var 60,2 DDD/1000/dag (26) en 90,9 DDD/1000/dag 2001 eða aukning um 51%. Aður hafa verið leiddar líkur að því að geðlyfjaávísanir í Reykjavík væru hlut- fallslega heldur fleiri en annars staðar á landinu (15), svo að aukingin hefur kannske verið heldur meiri en sú sem hér er reiknuð, Arið 1984 svaraði geðlyfjanotkunin til þess að þriðjungur þeirra sem ætla mátti að væru með ein- hverjar geðraskanir fengju geðlyf, en 2001 svaraði magnið sem ávísað var til þess að tveir þriðju sjúk- linganna fengju lyf. Aukningin á geðlyfjanotkuninni skýrist varla með breytingu á algengi geðraskana nema að litlu leyti, frekar en aukning á lyfjanotkun almennt skýr- ist af aukningu á algengi sjúkdóma. Sennilegt er að aukin lyfjanotkun skýrist að verulegu leyti af aukinni fræðslu og þekkingu fólks á sjúkdómum og mögu- leikum til að bæta þá. Að því er varðar þunglyndis- raskanir hefur um langt skeið verið hamrað á að þær væru vangreindar og vanmeðhöndlaðar og reynt að leiðbeina læknum og leikum í því sambandi (6). Má í þessu sambandi minna á átak landlæknis á síðustu árum, „þjóð gegn þutiglyndf' (27). Sala geðlyfja hefur aukist á öllum Norðurlöndunum frá 1984 nema í Danmörku þar sem hún hefur minnk- að vegna miklu minni sölu kvíða- og svefnlyfja. Mest hefur aukningin orðið í Finnlandi (mynd 4) þar sem sala kvíða- og svefnlyfja hefur tvöfaldast. Sala geð- deyfðarlyfja hefur aukist mikið í öllum löndunum, mest á íslandi. Sölutölur segja ófullkomna sögu um lyfjanotkun vegna þess sjúklingar taka ekki lyfin eins og ráðlagt er. Sérstaklega á þetta við um geðdeyfðar- lyfin sem verka ekki fyrr en eftir eina til fjórar vikur. Þau hafa og oft ýmsar aukaverkanir sem koma áður en lækningaáhrifin koma fram. Samanburður á sölu- tölum og því sem fók segist hafa notað af lyfjunum bendir til að stór hluti sjúklinganna noti ekki lyfin (2). Má gera ráð fyrir að þar séu margir sem hafa fengið ávísað mánaðarskammti og hætt fljótlega taka lyfin. Koma mætti í veg fyrir verulega sóun ef reglur og pakkningar leyfðu að í byrjun væri ávísað einnar til tveggja vikna skammti án þess að kostnaður sjúklinga sem þyldu lyfin og þyrftu á þeim að halda yrði meiri þess vegna. Aukin notkun geðdeyfðarlyfja hefur ekki haft áhrif á grófa mælikvarða lýðheilsu, svo sem innlagnir á geðdeildir, komur til geðlækna, fjölda öryrkja eða sjálfsvíg (3). En niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að lyfin hafi komið í veg fyrir meira algengi geðraskana sem hugsanlega hefði orðið án þeirra, samanber fjölda þeirra sem sögðust hafa tekið lyf á árinu og höfðu engin einkenni samkvæmt skimpróf- inu. Þó að aukin notkun geðlyfja og annarra lyfja hafi ekki dregið úr algengi örorku (28,29) hefur hún bætt líðan fjölda fólks og hjálpað því í daglegu líl'i og til þátttöku í atvinnulífinu. Þó að lyfjanotkunin sé mikil er enn nokkur fjöldi með geðraskanir samkvæmt skimprófinu, sem ekki segist hafa tekið lyf á síðustu 12 mánuðum. Af lýðheilsufræðilegum ástæðum er nauðsynlegt að gera endurteknar skimrannsóknir á slembiúrtaki fólks utan stofnana til að greina breytingar á algengi sjúkdóma, og áhrif lyfjanotkunar og annarar með- ferðar á algenga og langvinna sjúkdóma, svo sem geðraskanir og stoðkerfisraskanir sem eru algengustu orsakir örorku (29). 558 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.