Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2004, Page 18

Læknablaðið - 15.07.2004, Page 18
FRÆÐIGREINAR / SALILYFJAOFNÆMI Table 1. Hypersensitivity reactons to drugs; Gell and Coombs classification Type Immune mechanism Drug Example 1 Soluble antigen binds to IgE on mast cells and granulocytes causing them to exocytose preformed granules Any drug may hypothetically have this effect II Cell-, or matrix-associated antigen serves as a target for IgG antibody and, subsequentially, phagocytes and NK-Cells Penicillin III Soluble antigen and corresponding IgG antibody creates immune complexes that activate the complement pathway Streptokinase and some other foreign proteins IV Soluble or cell bound antigen activates antigen-specific T-cells that release chemokines and cytokines Tuberculin, as per the Mantoux-test The table shows the definitions of the four hypersensitivity types with an example of drugs causing allergy applicable to each of the four types. Based on Janeway CA, Travers P, Walport M, Shlomchik M (5) and on Coombs R, Gell PG (6). Ofnæmisviðbrögðum er að öllu jöfnu síðan hægt að skipta í fjórar gerðir, samkvæmt flokkakerfi Gell og Coombs (sjá Table I (5, 6). Fyrsti flokkurinn er háður sértækum IgE-mótefnum, annar flokkur byggist á frumudrepandi áhrifum, sá þriðji byggir á útfellingu ónæmisflækja og fjórði flokkurinn byggir á virkjun T-eitilfrumna (6). Þótt þessi flokkun virðist skýr og afgerandi þá falla ofnæmisviðbrögð við lyfjum ekki alltaf vel að þessu kerfi. Sum lyf hafa áhrif framhjá venjulegum viðtökum og boðefnum og virkja þannig markfrum- ur sínar til ofnæmisviðbragða ósértækt (svokölluð „anaphylactoid“ viðbrögð). Sum tilvik byggjast á versnun á ástandi sem þegar er til staðar, til dæmis asma og langvinnum ofsakláða, og í mörgum tilvik- um er ferli ofnæmisins lítið eða ekkert þekkt. Öll lyf geta hugsanlega valdið ofnæmi en sum lyf eru gjarnari á það en önnur, bæði vegna þess hve oft þau eru notuð og vegna þess að þau eru betur fallin til þess að ræsa ofnæmisviðbrögð í útsettum einstaklingum. Sýklalyf eru stærsti einstaki flokk- urinn í þessu sambandi (22% lyfjaofnæmis, (3)) en ofnæmi gegn salflyfjum (NSAID-lyfjum, bólgueyð- andi gigtarlyfjum) er einnig áberandi vegna mikillar notkunar þeirra, viðkvæmni vissra sjúklingahópa og mismunandi birtingaforma ofnæmisins. Tilgangur þessarar greinar er að gefa skýra mynd af salflyfjaof- næmi og hugsanlegum leiðum til greiningar þess. Virkni, gagnsemi og útbreiðsla saiílyfja Eiginleikar salicýlata hafa verið að nokkru kunn í þúsundir ára og fyrstu heimildir um notkun safa úr víðiberki til verkjastillingar eru frá Forn-Egyptum (7). Asetýlsalicýlsýra (aspirín) var fyrst búin til úr salicýlsýru af Felix Hoffmann árið 1897 og hefur síðan verið notað af milljónum einstaklinga sem bólgu-, hita- og verkjastillandi lyf. Undanfarin 40 ár eða svo hefur gildi þess sem blóðþynningarlyf komið í ljós og er það helsta notagildi þess í dag á Vesturlöndum og víðar (8). Síðan á sjöunda áratugnum hafa fjöldamörg mismunandi salflyf verið hönnuð og má skipta þeim í nokkrar fjölskyldur líkra lyfja og eru sum lyfjanna einungis fáanleg gegn lyfseðli en önnur eru fáanleg í lausasölu (9). Salflyf hernja öll cýklóoxigenasa (COX) sem breytir arakídónsýru í forefni prostaglandína (PG), prostacyclíns (PGI2) og þromboxans (TX). Til eru COX-1 og COX-2 ensím og eru COX-1 til staðar í öllum frumum en COX-2 finnast fyrst og fremst í frumum ræstum í bólguferli, svo sem makrófögum og granúlocýtum. Bæling COX-2 er ábyrg fyrir bólgu-, verkja-, og hitaminnkandi áhrifum lyfjanna en COX-I bæling tengist blóðþynnandi áhrifum og einnig almennum hliðarverkunum salflyfja sem verða ekki tíundaðar frekar hér (7). Bent er á nýlega grein Þorkels Jóhannessonar í Læknablaðinu til frekari fróðleiks um hliðarverkanir salflyfja (10). Salflyf eru í gríðarlega víðtækri notkun (11) og má nefna því til stuðnings að á íslandi var notkun þeirra 66 dagskammtar á 1000 íbúa árið 2001 (12). Ofan á þá tölu bætast síðan 18 dagskammtar af sér- hæfðum COX-2 lyfjum sem íslendingar nota mest Norðurlandabúa samkvæmt grein sem birtist í júní 2003 í Læknablaðinu (13). Sjúklingar með gigl af öllum gerðum taka slík lyf þar sem þau minnka einkenni bólgu og verkja en auk þess eru þau hita- lækkandi og eru notuð eftir minniháttar aðgerðir, svo sem tanntöku, við höfuðverk og tíðaverkjum (9). Aspirín hefur svo að auki þann mikla kost að það hemur myndun þromboxans í blóðflögum óafturkræft í skömmtum sem eru einn hundraðasti af þeim styrk sem þarf til verkja- eða bólgustillingar (12). Þessi áhrif aspiríns á þromboxan minnka sam- loðun blóðflagna og hættu á segamyndun í æðum en auka einnig blæðingartíma (9). Bakgrunnur salílyfjaofnæmis Salflyf eru sem heild nokkuð mismunandi að sam- eindagerð og það ólík að sjaldgæft er að tvö mismun- andi lyf geti tengst sama sértæka IgE-mótefninu. Þetta er gagnstætt til dæmis beta-laktamlyfjum sem hafa að talsverðum hluta sömu sameindagerð (4). Krossofnæmi er verulegt vandamál í salflyfjaofnæmi, þar sem salflyf virkja líka ónæmissvarið óháð sér- tækum IgE-mótefnum. Svo virðist sem áhrif salí- lyfja til myndunar ósértæks ofnæmis séu aðallega tengd hömlun COX-1 ensímsins, líkt og aðrar hliðarverkanir lyfjanna (14, 15) IgE-miðlað ofnæmi (sjá töflu I) gegn salflyfjum er sambærilegt öðru IgE-miðluðu ofnæmi og byggir á myndun sértækra mótefna gegn lyfinu sem bindast því og viðtökum á vissum ónæmisfrumum (sjá síðar). í raun má deila um hvort öll þau áhrif sem hafa verið titluð salflyfjaofnæmi í klínískri vinnu teljist ofnæmisáhrif fremur en „rökréttar og fyrirsjáanleg- 546 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.