Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2004, Side 42

Læknablaðið - 15.07.2004, Side 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMSKIPTAREGLUR - Rætt við Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala um nýjar samskiptareglur starfsfólks við lyfjakynna og fleiri Þröstur Haraldsson Töluverðar umræður hafa orðið á síðustu vikum og mánuðum um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja. Nú hafa þær ásamt öðru orðið til þess að á Landspít- ala hafa verið settar reglur um kynningar fyrirtækja inni á spítalanum, annars vegar á lyfjum og hins vegar á tækjum, rekstrarvörum og þjónustu. Reglurnar ná raunar einnig yfir samskipti starfsfólks spítalans við kynna þótt þau fari fram utan sjúkrahússins, til dæmis í utanlandsferðum sem starfsmönnum kann að verða boðið í. Læknablaðið leitaði til Jóhannesar M. Gunnars- sonar framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum og spurði hverju sætti að spítalinn setti þessar reglur. „Það er öllum til góðs að þessi samskipti séu opin og allt uppi á borðinu hvað þau varðar,“ sagði Jóhannes. „Læknafélag íslands og Samtök verslunar og þjónustu hafa komið sér saman um samskiptaregl- ur lækna og lyfjafyrirtækja og þessar reglur eru samd- ar með hliðsjón af þeim. Sjúkrahúsið er hins vegar ekki aðili aö þeim samningi svo við töldum eðlilegt að það setti sér sínar eigin reglur. Það er öllum ljóst að starfsfólk spítalans á mikil samskipti við framleiðendur lyfja og tækja og selj- endur þjónustu. Þessi samskipti eru nauðsynleg en þau hafa verið tortryggð. Þess vegna er eðlilegt að um þau gildi skýrar reglur, meðal annars til þess að þau trufli ekki dagleg störf á spítalanum. Sannast sagna hafa samskipti starfsfólks við kynna verið gagnrýnd og við viljum ekki að fólk hafi ástæðu til að tortryggja þau. Langflestir starfsmenn og kynnar eru strang- heiðarlegir í störfum sínum og vilja hafa þau í föstum skorðum. En vissulega eru dæmi um frávik frá því.“ Tvenns konar gagnrýni - Hvernig hefur starfsfólk tekið þessum reglum? „Yfxrleitt mjög vel en eins og við mátti búast hafa heyrst gagnrýnisraddir. Það er aðallega tvennt sem hefur sætt gagnrýni. Annars vegar er það ákvæði um að um allar kynningar skuli hafa samráð við yfirlækni þjónustudeildar lyfja eða sviðsstjóra á innkaupa- og vörustjómunarsviði eftir atvikum. Þetta þykir sumum of stíft en því er til að svara að við gerum ráð fyrir því að aðilar komi sér saman um almennar reglur um fyrir- komulag kynninga. Þegar þær línur hafa verið lagðar er aðeins nauðsynlegt að tilkynna viðkomandi yfirmanni um heimsókn eða kynningu. Hins vegar er gagnrýni sem gengur í þveröfuga átt því læknaráði spítalans finnst við of frjálslegir hvað Reglur um lyfjakynningar á Landspítala og samskipti lyfjakynna og starfsmanna spítalans 1. AUar kynningar skulu vera hlutlægar, nákvæmar, sannar og í samræmi við lög og almennt siðferði. Jafnframt skulu þær vera í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 328/1995 um lyfjaauglýsingar með áorðn- um breytingum skv. reglugerð nr. 95/2001 og breytingum er síðar kunna að taka gildi. 2. Lyfjakynnir skal hafa samráð við yfir- lækni þjónustudeildar lyfja á lyfjasviði spít- alans, um hvernig almennt skuli staðið að lyljakynningum. 3. Aður en lyfjakynning er haldin á LSH skal aflað heimildar yfirlæknis á viðkom- andi starfseiningu. Skal kynningin fara fram í samræmi við dagskrá og stað er faglegur yfirmaður og kynnir hafa komið sér saman um. Kynning og önnur sölu- starfsemi er óheimil í húsnæði sem ætlað er sjúklingum og/eða þar sem meðferð þeirra fer fram. 4. Aður en kynning er haldin skal kynn- ir afhenda, í móttöku á fyrstu hæð á Eiríksgötu 5, eða hjá vaktmönnum á I. hæð í Fossvogi, tilkynningu um fyrirhugaða kynningu, hvað kynna skal, hvaða starfs- mönnum eða hópurn er boðið, staðsetn- ingu og tímasetningu og nafn yfirlæknis sem haft hefur verið samráð við. Skal kynni þá afhent merki þar sem skráður er áætlaður tími lýrir kynninguna. Skal kynn- ir staðfesta móttöku merkisins skriflega og þá jafnframt undirrita yfirlýsingu þar sem hann skuldbindur sig til að gæta þagmælsku varðandi allar persónuupplýsingar er hann kann að verða áskynja í starfi sínu innan stofnunarinnar. Kynnir skal bera merkið á sjáanlegan máta meðan hann dvelur á stofnuninni vegna starfa sinna og skila því þegar að kynningu lokinni. í móttöku á Eiríksgötu 5 og hjá vaktmönnum 1. hæð í Fossvogi skal halda skrá yfir kynningar og hvenær merki er afhent og því skilað. 5.1 starfi sínu innan LSH skulu lyfjakynnar ætíð bera merki þar sem fram kemur nafn þeirra og vinnuveitanda. Skal merkið vera vel sjáanlegt meðan á kynningu stendur. LSH tekur ekki ábyrgð á öryggi lyfjakynna í störfum þeirra innan stofnunarinnar. 6. Heimilt er að kynna lyf sem eru á lyfja- lista stofnunarinnar svo og ný lyf. Þegar um ný lyf er að ræða skal þess getið að um sé að ræða nýja meðferð sem lyfjanefnd stofnunarinnar hefur enn ekki fjallað um eða tekið afstöðu til. Óheimilt er að kynna 570 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.