Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 65
SÉRLYFJATEXTAR COZAAR®' STYTT SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS: Kaflar merktir (▼) eru umskrifaðir og/eða styttir textar samkvæmt samantekt á eiginleikum lyfs, samþykktri af Lyfjastofnun. Hægt er að nálgast samantektina í fullri lengd hjá Merck Sharp & Dohme. VIRKT INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR: COZAAR inniheldur 12,5 mg, 50 mg eða 100 mg af virka efninu kalíumlósartani. (▼JÁBENDINGAR: COZAAR er ætlað til meðferðar við háum blbðþrýstingi. COZAAR er ætlað til að draga úr líkum á sjúkdómum í hjarta- og æðakerfi sem og dánartíðni, en þetta er metið með samanlagðri tíðni dauðsfalla vegna sjúkdóma í hjarta-og æðakerfi, heilablóðfalla og hjartadreps af völdum blóðþurrðar hjá sjúklingum með háan blóðþrýsting og þykknun vinstri slegils. COZAAR er ætlað til meðferðar við hjartabilun, þegar meðferð með ACE-hemlum er ekki lengur talin henta. Ekki er mælt með að skipta yfir í meðferð með COZAAR ef hjartasjúklingar eru í jafnvægi á ACE hemlum. Nýrnaverndandi áhrif hjá sjúklingum með sykursýki af gerð 2 sem hafa prótein í þvagi: COZAAR er ætlað til að seinka framgangi nýrnasjúkdóma, skilgreint sem lækkun á heildartíðni eftirfarandi þátta: Tvöföldunar kreatíníns í blóði, nýrnasjúkdóms á lokastigi (þörf á blóðskilun eða nýrnaigræðslu) eða dauða; og til að draga úr próteini í þvagi. (▼(SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF: COZAAR má taka með eða án fæðu. COZAAR má gefa samhliða öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum. Hábrvstingur: Venjulegur uþþhafs- og viðhaldsskammtur er 50 mg einu sinni á dag hjá flestum sjúklingum. Hámarksverkun til lækkunar blóðþrýstings fæst 3-6 vikum eftir að meðferð er hafin. Hjá sumum sjúklingum næst aukinn árangur með því að auka skammtinn 1100 mg einu sinni á dag. Hjá sjúklingum með minnkað blóðrúmmál (t.d. þeim sem fá stóra skammta af þvagræsilyfjum) skal íhuga að hafa upphafsskammtinn 25 mg einu sinni á dag. Aðlögun skammta I upphafi meðferðar er hvorki nauðsynleg hjá öldruðum né sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, þ.m.t. sjúklingum á blóðskilun. Hafa ber í huga að aðlaga skammta hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Minnkun á líkum á siúkdómum í hiarta- oa æðakerfi sem oa dánartíðni hiá siúklinaum með háan hlóðbrvstina oo bvkknun vinstra sleails: Venjulegur upphafsskammtur er 50 mg af COZAAR einu sinni á dag. Að auki skal gefa litinn skammt af hýdróklórtíazíði og/eða auka COZAAR skammtinn i 100 mg einu sinni á dag, háð svörun blóðþrýstingslækkunar. Hiartabilun: Upþhafsskammtur af COZAAR hjá sjúklingum með hjartabilun er 12,5 mg einu sinni á dag. Skammtinn ætti að auka vikulega (t.d. 12,5 mg á dag, 25 mg á dag, 50 mg á dag) upp í hinn venjulega viðhaldsskammt sem er 50 mg einu sinni á dag, háð þoli sjúklingsins. COZAAR er venjulega gefið samhliða þvagræsilyfjum og dígitalis. Nvrnaverndandi áhrif hiá siúklinaum með svkursvki af aerð 2 sem hafa orótein i bvaai: Venjulegur upphafsskammtur er 50 mg einu sinni á dag. Skammtinn má auka í 100 mg á dag, með tilliti til blóðþrýstingssvörunar. COZAAR má nota samhliða öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum (t.d. þvagræsilyfjum, kalsíumgangalokum, alfa- og betablokkum eða lyfjum með miðlæga verkun) sem og með insúlini og öðrum blóðsykurslækkandi lyfjum (t.d. súlfónýlureas, glitazóni og glúkósíðasahemlum). FRÁBENDINGAR: COZAAR er ekki ætlað sjúklingum með ofnæmi fyrir einhverjum af innihaldsefnum lyfsins. (▼(SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN: Ofnæmi: Ofsabjúgur. Sjá Aukaverkanir. Láaur blóðbrvstinaur og truflun á blóðsalta- oa vökvaiafnvæai: Hjá sjúklingum sem hafa minnkað blóðrúmmál (t.d. þeim sem nota stóra skammta af þvagræsilyfjum), getur lágur blóðþrýstingur með tilsvarandi einkennum átt sér stað. Slíkt ástand þarf að leiðrétta áður en COZAAR er gefið, að öðrum kosti skal gefa minni upphafsskammt (sjá Skammtar og lyfjagjöf). Truflanir á blóðsöltum eru algengar hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi og því ætti að fylgjast sérstaklega með þeim, hvort heldur þeir eru með sykursýki eða ekki. I klínískri rannsókn sem gerð var á sjúklingum með sykursýki af gerð 2 og prótein í þvagi var tíðni kalíumhækkunar í blóði hærri hjá hóþnum sem fékk COZAAR en hjá hópnum sem fékk lyfleysu; samt sem áður voru fáir sjúklingar sem hættu meðferð vegna hækkunar á kalíumi í blóði (sjá Aukaverkanir, Niðurstöður blóðrannsókna). Skert lifrarstarfsemi: Marktækt hærri blóðþéttni lósartans hefur komið fram hjá sjúklingum með skorpulifur, íhuga skal að gefa sjúklingum sem hafa haft skerta lifrarstarfsemi minni skammta af lósartani (sjá Skammtar og lyfjagjöf). Skert nvrnastarfsemi: Breytingar á nýrnastarfsemi, þ.á m. nýrnabilun, hafa sést hjá næmum einstaklingum vegna hömlunar á renín-angíótensín kerfinu. Þessar breytingar á nýrnastarfsemi geta gengið til baka eftir að meðferð er hætt. Önnur lyf sem hafa áhrif á renin-angíótensín kerfið geta aukið þvagefni og kreatínín í blóði sjúklinga sem hafa þrengsli í báðum nýrnaslagæðum eða hafa eitt nýra og þrengsli í nýrnaslagæðinni til þess. Svipuð áhrif hafa sést eftir notkun COZAAR. Þessar breytingar á nýrnastarfsemi geta gengið til baka eftir að meðferð er hætt. MILLIVERKANIR: I klínískum rannsóknum á lyfjahvörfum hafa engar klínískt mikilvægar milliverkanir komið fram við samhliða notkun hýdróklórtíazíðs, dígoxíns, warfaríns, cimetidins, fenóbarbitals, ketókónazóls og erýthrómýcins. Rífampicín og flúkónazól hafa lækkað blóðþéttni virka umbrotsefnisins. Klínísk þýðing þessara milliverkana hefur ekki verið metin. Eins og við á um önnur lyf sem hamla angíótensíni II eða verkunum þess, getur samhliða notkun kalíumsparandi þvagræsilyfja (t.d. sþírónólaktóns, tríamterens og amílóríðs), kalíumuppbótar og salta sem innihalda kalíum, leitt til kalíumhækkunar í blóði. Eins og við á um önnur blóðþrýstingslækkandi lyf, geta blóðþrýstingslækkandi áhrif lósartans deyfst við samhliða notkun bólgueyðandi lyfsins indómetasíns. (▼)MEÐGANGA OG BRJÓSTAGJÖF: Ekki er ráðlegt að gefa COZAAR á meðgöngu eða við brjótagjöf. (▼)AUKAVERKANIR: COZAAR þolist almennt vel. Aukaverkanir hafa verið vægar og tímabundnar og hafa ekki orðið til að hætta hafi þurft meðferð. Heildartíðni aukaverkana sem sést hafa eftir notkun COZAAR hafa verið sambærilegar við lyfleysu. í klínískum samanburðarrannsóknum á háþrýstingi (essential hyþertension) var svimi skráður sem lyfjatengd aukaverkun hjá a1 % sjúklinga sem fengu COZAAR og var það eina aukaverkunin sem hafði hærri tíðni miðað við lyfleysu. Auk þess hafa skammtaháð áhrif á stöðutengdan blóðþrýsting komið fram hjá < 1 % sjúklinga. Útbrot áttu sér stað í sjaldgæfum tilvikum, en tíðni þeirra í klíniskum samanburðarrannsóknum var lægri en þegar um lyfleysu var að ræða. í þessum tvíblindu klínísku samanburðarrannsóknum á háþrýstingi, komu eftirfarandi aukaverkanir fram í tengslum við COZAAR hjá a 1 % sjúklinga, án tillits til annarra lyfja. Almennar: kviðverkir: Cozaar 1,7 (fjöldi=2085); Lyfleysa 1,7 (fjöldi=535), máttleysi þreyta: Cozaar 3,8 (fjöldi=2085); Lyfleysa 3,9 (fjöldi=535), brjóstverkur: Cozaar 1,1 (fjöldi=2085); Lyfleysa 2,6(fjöldi=535), bjúgur/þroti: Cozaar 1,7 (fjöldi=2085); Lyfleysa 1,9 (fjöldi=535). Hiarta- oa æðakerfi; hjartsláttarónot: Cozaar 1,0 (fjöldi=2085); Lyfleysa 0,4 (fjöldi=535), hraðtaktur: Cozaar 1,0 (fjöldi=2085); Lyfleysa 1,7 (fjöldi=535). Meltinaarfæri: niðurgangur: Cozaar 1,9 (fjöldi=2085); Lyfleysa 1,9 (fjöldi=535), meltingartruflanir: Cozaar 1,1 (fjöldi=2085); Lyfleysa 1,5 (fjöldi=535), ógleði: Cozaar 1,8 (fjöldi=2085); Lyfleysa 2,8 (fjöldi=535). Stoðkerfi: bakverkir Cozaar 1,6 (fjöldi=2085); Lyfleysa 1,1 (fjöldi=535), vöðvakrampar: Cozaar 1,0 (fjöldi=2085); Lyfleysa 1,1 (fjöldi=535). Tauaakerfi/oeðræn einkenni: svimi: Cozaar 4,1 (fjöldi=2085); Lyfleysa 2,4 (fjöldi=535), höfuðverkur: Cozaar 14,1 (fjöldi=2085); Lyfleysa 17,2 (fjöldi=535), svefnleysi: Cozaar 1,1 (fjöldi=2085); Lyfleysa 0,7 (fjöldi=535). Öndunarfæri: hósti: Cozaar 3,1 (fjöldi=2085); Lyfleysa 2,6 (fjöldi=535), nefstífla: Cozaar 1,3 (fjöldi=2085); Lyfleysa 1,1 (fjöldi=535), hálsbólga: Cozaar 1,5 (fjöldi=2085); Lyfleysa 2,6 (fjöldi=535), kvillar í ennis og kinnholum (sinus disorder): Cozaar 1,0 (fjöldi=2085); Lyfleysa 1,3 (fjöldi=535), sýking í efri loftvegum: Cozaar 6,5 (fjöldi=2085); Lyfleysa 5,6 (fjöldi=535). COZAAR þoldist almennt vel í klíniskri samanburðarrannsókn á sjúklingum með háan blóðþrýsting og þykknun á vinstri slegii. Algengustu lyfjatengdu aukaverkanir sem áttu sér stað voru svimi (dizziness/vertigo) og máttleysi/þreyta. I LIFE rannsókninni var tíðni nýrrar sykursýki, hjá sjúklingum sem ekki höfðu sykursýki við upphaf rannsóknarinnar, lægri hjá þeim sem fengu COZAAR en þeim sem fengu atenólól (242 sjúklingar og 320 sjúklingar í hvorum hóþi fyrir sig, p<0,001). Þar sem ekki var gerður samanburður við lyfleysu í rannsókninni er ekki vitað hvort um er að ræða gagnleg áhrif COZAAR eða aukaverkun atenólóls. COZAAR þoldist almennt vel í klíniskum rannsóknum á sjúklingum með sykursýki af gerð 2 og prótein í þvagi. Algengustu aukaverkanirnar tengdar notkun lyfsins voru máttleysi/þreyta, svimi, lágþrýstingur og hækkun á styrk kalíums í blóði (sjá Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun, Lágur blóðþrýstingur og truflanir á blóðsalta- og vökvajafnvægi). COZAAR þoldist almennt vel í klínískum rannsóknum á hjartabilun. Aukaverkanir voru venjubundnar hjá þessum sjúklingahópi. Algengustu aukaverkanirnar tengdar notkun lyfsins voru svimi og lágþrýstingur. Eftirfarandi aukaverkanir hafa einnia sést eftir almenna notkun Ivfsins: Ofnæmi: Bráðaofnæmi, ofsabjúgur þ.á m. þroti í barkakýli og raddböndum sem lokar öndunarveginum og/eða þroti í andliti, vörum, koki og/eða tungu, hafa í sjaldgæfum tilvikum sést hjá sjúklingum á lósartan meðferð. Sumir þessara sjúklinga höfðu áður fengið ofsabjúg af völdum annarra lyfja, þ.á m. ACE hemla. Æðabólga hefur sjaldan sést, þar með talið purpuraliki sem svipar bæði til purpuralíkis Henoohs - Schönleins, með kviðverkjum, maga- og þarmablæðingum, liðverkjum og nýrnabólgu. Meltinaarfæri: Lifrarbólga (sjaldgæf), truflanir á lifrarstarfsemi. Blóð: Blóðleysi. Stoðkerfi: Vöðvaverkir. Tauaakerfi/geðræn einkenni: Mígreni. Öndunarfæri: Hósti. Húð: Ofsakláði, kláði. Niðurstöður hlóðrannsókna: I klíniskum samanburðarrannsóknum á háþrýstingi komu fram klínískt mikilvægar breytingar í sjaldgæfum tilvikum á niðurstöðum blóðrannsókna í tengslum við notkun COZAAR. Kaliumhækkun (kalíum >5,5 mEq/l) átti sér stað hjá 1,5 % sjúklinga í klínískum rannsóknum á háþrýstingi. I klínískri rannsókn á sjúklingum með sykursýki af gerð 2 og prótein í þvagi, kom fram kaliumhækkun hjá 9,9 % sjúklinga sem fengu COZAAR og 3,4 % sjúklinga sem fengu lyfleysu (sjá Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun, Lágur blóðþrýstingur og truflun á blóðsalta- og vökvajafnvægi). Hækkanir á ALAT voru sjaldgæfar og gengu yfirleitt til baka þegar meðferð var hætt. (▼JLYFJAFORM: Filmuhúðaðar töflur. 12,5 mg og 100 mg eru án deilistriks. 50 mg eru með deilistriki. RAKKNINGASTÆRÐIR OG VERÐ (maí 2004): Töflur 12,5 mg: 28 stk. 2456 kr. Töflur 50 mg: 28 stk. 3819 kr; 98 stk. 11141 kr. Töflur 100 mg: 28 stk. 5834 kr; 98 stk. 17309 kr. AFGREIÐSLUTILHÖGUN: Lyfseðilsskylda. GREIÐSLUÞÁTTAKA SJÚKRATRYGGINGA: B. HANDHAFI MARKAÐSLEYFIS: Merck Sharp & Dohme B.V., Haarlem. Holland. MARKAÐSFÆRT AF: Merck Sharp & Dohme Island ehf, Skógarhlíð 12, IS-105 Reykjavík 'Skrásett vörumerki E.l.du ÞONT de NEMOURS and Company; Wilmington, Delaware, USA. Byggt á samantekt á eiginleikum lyfs dagsett 1. ágúst 2003. Tilvitnanir: 1. Dahlöf B, Deveraux RB, Kjeldsen SE et al.; Cardiovascular morbidity and mortality in the Losartan Intervention for Endpoint reduction in hypertension study (LIFE): A randomized trial against atenolol. Lancet 2002; 359: 995-1003. LIFE Study Design (Dahlöf et al) LIFE was a double-blind, randomized, parallel-group study in 9193 patients aged 55 to 80 years with essential hypertension and ECG-documented LVH, who were assigned either once-daily losartan- or atenolol-based therapy for at least four years (mean, 4.8 years) and until at least 1040 patients experienced a first primary event (CV death, stroke, or Ml). Cox regression analysis with baseline Framingham risk score and ECG-LVH as covariates was used to compare effects of the two regimens on clinical events. A secondary unadjusted analysis was also performed to validate the adjusted results. The primary objective was to evaluate the long-term effects of losartan-based therapy or atenolol-based therapy on the combined incidence of CV morbidity and mortality (defined as a composite of CV mortality, stroke, and Ml). Other prespecified outcome measures were total mortality, angina pectoris or heart failure requiring hospitalization, coronary or peripheral revascularization procedures, resuscitated cardiac arrest, and new-onset diabetes mellitus. After a two-week placebo run-in period, patients initially received either 50 mg losartan plus placebo atenolol or 50 mg atenolol plus placebo losartan. After two months, 12.5 mg HCTZ was added if the patient's blood pressure (BP) was not at or below goal BP of 140/90 mmHg. If at Month 4 blood pressure was not adequately controlled, the dose of double-blinded therapy was doubled to 100 mg losartan or 100 mg atenolol plus 12.5 mg HCTZ. If at Month 6 blood pressure was not adequately controlled, additional open-label antihypertensive medication, induding upward titration of HCTZ but excluding ACE inhibitors, All antagonists, or beta blockers, was added to reach target blood pressures. Further titration with other open-label therapy was only mandatory if BP was 2160/95 mmHg. The mean doses of losartan and atenolol in patients staying on randomized therapy until the end of study were 82 mg and 79 mg, respectively. Læknablaðið 2004/90 593
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.