Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 19
FRÆÐIGREINAR / SALÍLYFJAOFNÆMI ar“ hliðarverkanir salílyfjanna, enda eru þessi áhrif réttar nefnd gerviofnæmi (pseudoallergy). Þannig er til dæmis eitt af algengari ofnæmisviðbrögðun- um nefnt salilyfjaofurnæmi (NSAID-hypersens- itivity) sem getur komið fram sem versnun asma og almennir öndunarerfiðleikar eftir töku salflyfja og byggist hún aðallega á lyfhrifum salflyfjanna (sjá síðar). Önnur áhrif, eins og til dæmis hin svokallaða bráðaofnæmislíka svörun (anaphylactoid reaction), sem lýsir sér oft sem húðútbrot og kláði, hefur sömu klínísku mynd og klassísk Gell og Coombs ofnæmis- svör, þó svo hún byggi ekki á nákvæmlega sama ferli og hefðbundin ofnæmissvör (15). Finnsk rannsókn frá 1999 fann að 5,7% einstak- linga fá hliðarverkanir af einhverjum toga vegna salflyfja (16). Almennt eru ofnæmisáhrif talin orsök 6-10% allra hliðarverkana lyfja en líklegt má telja að það hlutfall sé nokkuð hærra fyrir salflyf sem sést til dæmis á því að 1,2% allra einstaklinga fá önd- unarerfiðleika eftir töku salflyfja samkvæmt áður- nefndri rannsókn frá Finnlandi (16). Mjög margar mismunandi birtingarmyndir salflyfjaofnæmis hafa verið skráðar en svo virðist sem versnun asma, húð- útbrot og kláði séu algengustu einkenni salflyfjaof- næmis (17,18). Birtingarmyndir salílyfjaofnæmis I. Versmm asma vegna salílyfja Versnun asma eftir töku salílyfja er sérstök sjúk- dómsmynd salílyfjaofnæmis. Einkenni sjúkdómsins eru gjarnan kölluð „Samter's triad“ eftir þeim Samter og Beers sem stuðluðu að víðtækri vitneskju um þau á sjöunda áratug síðustu aldar (19). Þessi þrennd inniheldur sepa í nefholi, asma og versnun asma eftir töku salflyfja. Nú nýlega var langvarandi nef- og skútabólgu (rhinosinusitis) bætt við þennan hóp (20). Náttúrulega sjúkdómsferlið er ekki háð töku salflyfja en þau geta þó líklega valdið hröðun ferlis- ins. Algengast er að fólk finni fyrst fyrir einkennun- um um þrítugt, yfirleitt eru fyrstu einkenni nefhols- bólga sem bregst lítt við lyfjum og er óháð öðrum þáttum, svo sem árstíma. Tveimur árum síðar, að meðaltali, koma fram asmaeinkenni og um fjórum árum síðar, að meðaltali, koma fram separ í nefholi, skútabólga (sinusitis) með miklu magni eosinoffla í vefnum, lyktarskynstap og ofurnæmi fyrir salí- lyfjum. í sumum tilfellum er þó stutt á milli fyrstu einkenna og salflyfjaofurnæmisins. Öfugt línulegt samband virðist vera milli aldurs við fyrstu einkenni og alvarleika asmans. Við töku salflylja hjá einstak- lingum sem sýna einkenni „Samter's triad“ koma fljótlega (innan tveggja tíma) fram einhver eða öll eftirtalinna einkenna (auk nokkurra sjaldgæfari): öndunarerfiðleikar (með falli á FEV1)(88% heild- artilvika), nefrennsli og nefstíflur (42%), ofsakláði og/eða roði á húð (20%), hornhimnuóþægindi Figure 1. The generation of leukotrienes by inflammatory cells as well as their target cells aiul asthma related effects. This diagram shows how the cell is first activated by some type of meclianism, i.e. IgE molecules. This causes an intracellular cascade ofeffects that bring together FLAP, 5-LO and CPLA2 on the nuclear membrane. Together they convert arachidonic acid into LTA4 that is itself converted into either LTB4 or LTC4. LTC4 can then befurther augmented to produce LTD4 or LTE4. Prostaglandins synthesis (not shown) occurs by a similar mechanism. Nuclear membrane-bound cyclooxigenase enzymes and CPLA2 create prostaglandin H2 from arachidonic acid. Prostaglandin H2 is further converted into prostaglandin D,E or F, prostacyclin or thromboxane, resulting in various biological effects. FLAP: 5-Lipoxygenase-Activated Protein. 5-LO: 5-Lipoxegenase. CPLA2: Cytosolic Pltospholipase A2. AA: Arachidonic Acid. LT: Leukotriene. SMC: Smooth Muscle Cell. PCV: Post-Capillary Venule. Redrawn from Funk, CD. Science. 2001 (28). ýmiss konar (15%), ofsabjúgur (8%) og ofnæmislíkt (anaphylactoid) lost með blóðþrýstingsfalli og með- vitundarleysi (6%).(21) Sjúkdómnum hafa verið gefin ýmis nöfn, meðal annars aspirin-induced asthma, aspirin-sensitive- asthma, aspirin hypersensitivity og aspirin-exacer- bated-respiratory-disease (AERD) og verður það nafn notað hér. Talið er að AERD hrjái 9-20% fullorðinna asmasjúklinga en sjúkdómurinn er lík- legast vangreindur (22,23). Einungis mjög lítill hluti asmaveikra barna þjást af AERD og þau böm hafa þá yfirleitt slæman undirliggjandi asma (21). Flest salflyf geta valdið AERD, en aspinn er algengasti skaðvaldurinn. Frumorsök sjúkdómsins er enn að miklu leyti ókunn en talað hefur verið um samspil erfða og umhverfis, svo sem veirusýkingar, sem lík- legustu hvata heilkennisins (2). Sameindafræði AERD er farin að skýrast nokk- uð og fullvíst þykir að hömlun salflyfja á COX-1 sé frumorsök þeirrar versnunar sem verður hjá einstaklingunum (25, 26). Flömlunin veldur því að Læknablaðið 2004/90 547
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.