Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VÍSINDARANNSÓKNIR Sprenging í íslensku vísindasamfélagi - Rætt við Hans Kristján Guðmundsson forstöðumann Rannís í undanförnum Læknablöðum höfum við reynt að ná utan um þær breytingar sem orðið hafa á sviði íslenskra rannsókna í læknisfræði og lífvísindum. Þær eru ekki litlar og kannski segir súlurit sem finna má í hagtölum frá Rannsóknamiðstöð íslands (Rannís) þá sögu í hnotskurn. Samkvæmt því hefur hlutur rann- sókna á sviði heilbrigðismála vaxið úr því að taka til sín 3-4% alls fjár sem varið var til rannsókna og þró- unar hér á landi árið 1977 í hartnær 40% árið 2001. Megnið af þessum vexti hefur átt sér stað á undan- förnum níu árum því árið 1995 var hlutfall rannsókna í heilbrigðismálum enn innan við 10 af hundraði. Hans Kristján Guðmundsson forstöðumaður Rannís líkir þessu við sprengingu. Hann er tiltölulega nýtekinn við starfi sínu eftir að hafa starfað í útlönd- um á árunum 1992-2003. „Mér fannst ég upplifa sprengingu í íslensku vísindasamfélagi þegar ég kom til baka. Fyrir henni eru ýmsar ástæður og ekki síst sú að við höfum fengið aðgang að erlendu fjármagni gegnum aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Við höfum eignast mikið af hæfum vísindamönnum og getum boðið fram spennandi og góð verkefni. Við eigum auðvelt með að fá erlendar stofnanir og fyrirtæki til samstarfs um þessi verkefni. Þess vegna stöndum við okkur vel í því að afla styrkja til vísinda- rannsókna, raunar betur en gengur og gerist í öðrum EES-ríkjum,“ segir hann. Stjórnkerfi vísindanna breytist Hans Kristján fer fyrir Rannsóknamiðstöð íslands sem er miðstöð hins opinbera stjórnkerfis rannsókna og þróunar og heldur meðal annars utan um sjóði ríkisins til stuðnings við rannsóknir og vísindi. Það er þó ekki nema lítill hluti af fjárframlögum ríkisins sem rennur um þessa smkeppnissjóði hjá Rannís. „Um þessar mundir verja Islendingar um það bil þremur af hundraði þjóðarframleiðslunnar til rannsókna og þróunar. Þar af er framlag ríkisins um þriðjungur en af því fé fá stofnanir ríkisins um 90% til sín beint af fjárlögum. Þar á ég við Háskóla íslands, rannsóknarstofnanir atvinnuveganna og aðrar opinberar vísindastofnanir. Aðeins um tíundi hluti hins opinbera stuðnings er í formi úthlutana úr samkeppnissjóðum. Framlög íslendinga í hlutfalli við þjóðarframleiðslu skipa þeim í fremstu röð þjóða eins og meðal annars má sjá af því að Evrópusambandið hefur sett sér það markmið fyrir árið 2010 að verða sem heild komið á sama stað og við erum á núna.“ Rannís sinnir margþættu og mikilvægu hlutverki á sviði alþjóðasamstarfs, greiningar og kynningar en það eru þó þessir samkeppnissjóðir sem Hans minnist Hans Kristján Guðmunds- son forstöðumaður Rann- sóknamiðstöðvar fslands, Rannís. á sem flestir sjá fyrir sér þegar Rannís ber á góma. A þeim hafa orðið töluverðar breytingar í tímans rás og sú síðasta varð snemma árs í fyrra þegar samþykkt voru ný lög um stjórnkerfi vísinda og tækniþróunar sem meðal annars skilgreina hlutverk stofnunarinnar. „Þá var Rannsóknaráð Islands lagt niður, Rann- sóknamiðstöð íslands stofnuð og nýtt stefnumark- andi ráð, Vísinda- og tækniráð, sett á fót. Rannsókna- miðstöðin starfrækir samkeppnissjóðina en yfir þeim eru sjálfstæðar stjórnir. Aður voru starfræktir tveir sjóðir, Vísindasjóður sem styrkti fyrst og fremst grunnrannsóknir og Tæknisjóður sem styrkti frekar hagnýtar rannsóknir, en þeir voru sameinaðir í Rann- sóknasjóð sem gegnir báðum hlutverkunum og hefur á þessu ári jafnmikið fé til ráðstöfunar og hinir tveir til samans, 400 milljónir króna. Ríkisstjórnin hét því að tvöfalda í áföngum fram- lag sitt til samkeppnissjóðanna á kjörtímabilinu og við það hefur verið staðið á þann hátt að nýr sjóður, Tækniþróunarsjóður, sem stofnaður var með fyrr- greindum lögum og er á ábyrgð iðnaðarráðherra hef- ur fengið 200 milljónir króna til ráðstöfunar á þessu ári. Honum er ætlað að brúa bilið á milli rannsókna og fjárfestinga í nýsköpun í atvinnulífinu. Við þetla má bæta nýjum sjóði eða markáætlun sem komið var á fót af sjávarútvegsráðherra og styður aukna verðmætasköpun í sjávarútvegi, AVS, en þar eru uni 150-200 milljónir króna til ráðstöfunar í ár. Fimm ára markáætlun um umhverfisrannsóknir og upplýsinga- tækni er nú að Ijúka og í undirbúningi er að skilgreina svið fyrir nýja markáætlun. Loks ber að nefna fleiri sjóði sem eru flestir lengra inni á markaðshliðinni." Gæðamat á umsóknum Hans segir að almennt hafi menn mikla trú á því að Þröstur samkeppnissjóðir skili árangri í því að efla vísinda- Haraldsson Læknablaðið 2004/90 577
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.