Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / SALÍLYFJAOFNÆMI Meingerð og greiningarleiðir salílyfjaofnæmis og -óþols Kristján Dereksson' LÆKNANEMI Björn Rúnar Lúðvíksson2 SÉRFRÆÐINGUR í ALMENNRI LYFLÆKNISFRÆÐI OG KLÍNÍSKRI ÓNÆMISFRÆÐI 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Rannsóknastofnun, ónæmisfræðideild. Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Björn Rúnar Lúðvíksson, rannsóknastofnun, ónæmisfræðideild, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 5435800. bjornlud@landspitali. is Lvkilorö: salílyfjaofnœmi, lyfjaóþol, asmi, ofsakláði, greining lyfjaofnœmis. Ágrip Pekking á hliðarverkunum lyfja er stór þáttur í nútíma læknisfræði en talið er að um 25% allra hliðarverkana stafi af ræsingu ónæmiskerfisins. Ólíkt flestum öðrum hliðarverkunum eru ónæmisviðbrögð við lyfjum iðulega ófyrirséð og að litlu eða engu leyti tengd skammti lyfsins. Slík ræsing er ekki einungis háð gerð lyfsins heldur líka ýmsum umhverfisþáttum og erfðauppbyggingu einstaklingsins. Ofnæmi er samkvæmt venju skipt í fjóra megin- flokka Gell og Coombs. Slíkt ofnæmi byggir oftast á sértækri virkjun vissra frunma gegnum mótefnavið- taka á yfirborði frumnanna en að auki getur ónæmis- kerfið ræsts ósértækt framhjá mótefnaviðtökum gegnum lyfhrif eða eftir óþekklum leiðum. Salílyf (Non-steroidal anti inflammatory drugs, bólgu- eyðandi gigtarlyf) geta valdið ofnæmiseinkennum bæði með sértækum og ósértækum hætti. Vegna umfangsmikillar notkunar og notagildis salílyfja í læknisfræði er því oft um mikið og erfitt vandamál að ræða. I þessari grein er fjallað ítarlega um orsakir og meingerð hinna mismunandi sjúkdómsmynda sem hljótast af slíkum ónæmisviðbrögðum. Einnig er sérstaklega fjallað um helstu ástæður fyrir því að sumir einstaklingar með asma geta fengið alvarlega, tímabundna versnun á sínum sjúkdómi eftir töku salflyfja. Að endingu er gerð grein fyrir aðferðum sem í boði eru til greiningar salflyfjaofnæmis. Inngangur Hliðarverkanir af völdum lyfja eru almennt taldar vera mjög algengar, til dæmis sýndi rannsókn frá árinu 2003 tíðni hliðarverkana vegna lyfja vera 25% utan spítala (1). Talið er að um 25% hliðarverkana stafi af óæskilegri ræsingu einhverra af bólguferlum ónæmiskerfisins en einungis hluti þessara ferla geta með réttu kallast lyfjaofnæmi (2). Nákvæma tíðni ofnæmisviðbragða er erfitt að meta þar sem tilkynningar um slíkt hafa verið gloppóttar gegnum árin. Algengasta form lyfjaofnæmis eru húðútbrot og bandarísk rannsókn sýndi að 2,2% legudeildarsjúklinga á árunum 1975-82 höfðu fengið ofnæmisútbrot sem hægt var að tengja lyfjagjöf (3). Af þeim hóp höfðu um 5% einnig verið greind með ofsakláða (urticaria). Ólíkt llestum öðrum hliðarverkunum eru ónæm- ENGLISH SUMMARY Dereksson K, Lúövíksson BR The diagnosis and mechanisms of nonsteroidal anti-inflammatory drug allergy and intolerance Læknablaöiö 2004; 90: 545-51 The knowledge of drug side-effects is an important part of modern medicine and it is thought that about 25% of all side effects are based on activation of the immune system. Unlike most other side effects, immune responses to drugs are usually unforeseen and minimally or not at all related to their dosage. Such activation is not only based on the pharmacological character of the drug but also various environmental factors and the individual’s genetic makeup. Allergy is traditionally categorized into the four groups of Gell and Coombs. Such allergy is usually based upon specific activation of certain cells through antibody receptors on the cell-surface but the immune system can also be activated unspecifically, irrespective of antibody receptors, through pharmacological actions or by unknown mechanisms. Non-steroidal anti inflammatory drugs (NSAIDs) can cause allergic reactions either directly or indirectly. Because of the extensive usage and usefulness of NSAIDs in medicine, these allergic side effects cause a large and difficult problem within the health system. This article discusses in depth the causes and pathology of the different disease forms caused by immune reactions to NSAIDs, with emphasis on describing why some people with asthma may feel a serious, temporary worsening of the disease after ingestion of NSAIDs. Finally, diagnostic approaches to NSAID allergies are discussed. Keywords: NSAID intolerance, pseudoallergy, asthma, urticaria, diagnosis ofdrug allergy. Correspondence: Björn Rúnar Lúðvíksson, bjornlud@landspitali.is isviðbrögð við lyfjum iðulega óíyrirséð og að litlu eða engu leyti tengd skammti lyfsins. Slíkar hliðar- verkanir koma ekki alltaf fyrir í lyfjaprófunum held- ur einungis eftir að lyf eru komin á markað. Hliðar- verkanirnar virðast ekki einungis háðar gerð lyfsins, heldur ráða þar umhverfisþættir og erfðauppbygg- ing einstaklingsins einnig nokkru (4). Óæskileg ónæmisviðbrögð af völdum lyfja má greina í þrjá megin flokka: sértækt ofnæmi, ósér- tæka ræsingu á ónæmiskerfinu (óþol, gerviofnæmi, pseudoallergy) og sjálfsofnæmi af völdum lyfja. í þessari grein verður fjallað um fyrstu tvo flokkana. Læknablaðið 2004/90 545
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.