Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR / ALGENGI GEÐRASKANA geðraskana í samfélaginu hefur til skamms tíma verið talið áfátt og því ekki að undra að læknar hafi tekið við sér og reynt að bæta úr (6). Sumir hafa viljað tengja vaxandi lyfjasölu auknu álagi, hraða og streitu í nútíma samfélagi. Aukið álag hafi hugsan- lega leitt til að fleiri þjáist af geðröskunum, einkum þunglyndi og kvíða, og stoðkerfisröskunum. En nokkuð hefur skort á að tiltæk gögn væru notuð til að styðjast við eða að aflað væri nýrra gagna til að sýna hvort breytingar hafi orðið á tíðni þessara sjúk- dóma. Þrátt fyrir þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa orðið á síðustu 20-30 árum eru engin gögn til sem gefa til kynna hvort álag og streita fólks eru meiri eða minni nú en áður. Lífsgildakannanir Hagvangs frá 1984 og Félagsvísindastofnunar frá 1990 benda ekki til að breytingar hafi orðið á ánægju fólks með lífið, vinnu, sjálfstæði í vinnu, fjölskyldu eða fjárhag (7). Lífsgildakönnun Félagsvísindastofnunar frá 1999 bendir ekki heldur til að breytingar hafi orðið (8). Hins vegar sýna opinber gögn að sala áfengis á mann hefur aukist um 50% á síðan 1980 (9) Upp úr miðri síðustu öld var lífsalgengi (lifetime prevalence) geðraskana hjá sextugu fólki, 30,9% (10). Þrjátíu árum síðar var lífsalgengið áætlað 57,8% (10). Þessi hækkun skýrðist af rúmlega tvöföldun lífsalgengis kvíðaraskana og rúmlega fjórföldun geð- raskana vegna misnotkunar áfengis. Aukning þessi skýrist að einhverju leyti af nákvæmari aðferð sem notuðu var við síðari rannsóknina. Hún leiddi til þess að fleiri vægari kvíðaraskanir fundust. Algengi þunglyndis var svipað í þessum tveimur rannsóknum (10). Samkvæmt síðari rannsókninni var mánaðaral- gengi geðraskana hjá 55-57 ára fólki 16,4% (11). Stuttu fyrir síðarnefndu rannsóknina, árið 1984, var gerð skimleit að geðröskunum hjá fóki á aldrinum 20-59 ára með GHQ-30 (12). Samkvæmt skimleitinni vorul6,l% fólks líklega með geðraskanir auk 2,2 % sem höfðu einkenni um áfengismisnotkun, en náðu ekki greiningarmörkum samkvæmt GHQ-30. Voru þessar niðurstöður svipaðar og fundust árið 1974 (13) við skimleit með Cornell Medical Index Health Questionnaire (CMI), M-R hlutanum sem varðar geðheilsu (14). A svipuðum tíma og skimleitin var gerð 1984 fór fram rannsókn á ávísunum á geðlyf í Reykjavík (15). Til þess að leita svara við spurningunum um hvort algengi geðraskana hafi breyst á síðustu 20 árum og það hafi leitt til meiri notkunar geðdeyfðarlyfja var í ársbyrjun 2002 gerð skimleit með GHQ-12 sem er stysta útgáfan af General Health Questionnaire (16), til samanburðar við fyrri skimleit. Um svipað leyti svaraði heilbrigðisráðherra fyrirspurn á alþingi um ávísanir á geðlyf (17). Verða þau gögn sem svarið byggði á notuð til að sjá hvaða breytingar hafa orðið í ávísunum á geðlyf frá 1984 til sjúklinga utan sjúkra- stofnana. Gögn og aðferðir Skimun: GHQ (General Health Questionnaire (16)) hefur verið notað um víða veröld til að skima fyrir geðröskunum á síðustu 30 árum. Gerðar hafa verið mislangar útgáfur af prófinu. Upphaflega var það með 60 spurningum, en síðar hafa verið gerðar styttri útgáfur þar sem spurningum hefur verið fækkað í 36, 30, 28 og 12 sem hafa haft svipaða próffræðilega eiginleika. GHQ-30 sem notað var hér á landi 1984 hefur allar spurningarnar sem eru í GHQ-12, sem mest hefur verið notað á seinni árum og var notað hér 2002. A árinu 1984 var sendur spurningalisti til slembiúrtaks fólks á aldrinum 20-59 ára til að rannsaka áfengisneyslu og hugsanlegar geðraskanir. Spurningar voru bæði úr CMI (13) til að hafa samanburð við 1974 og úr nýrra skimprófi GHQ-30 (16). Hér verður aðeins fjallað um niðurstöður úr GHQ-30 og skimprófi fyrir áfengismisnotkun, sem var hannað 1974 (13). Svör fengust frá 2513, 1198 körlum og 1315 konum, eða 60% úrtaksins. I ársbyrjun 2002 gerði Gallup könnun sem byggði á 2000 manna slembiúrtaki fólks á aldrinum 20-75 ára og lagði fyrir GHQ-12 (18). Þátttakendur voru einnig spurðir hvort læknar hefðu sagt því að það væri með kvíða- eða þunglyndisröskun og hvort þeir hefðu notað geðlyf á næstliðnu ári. Loks voru spurningar sem gátu benti til áfengismisnotkunar. Svör fengust aðeins frá 1062 einstaklingum, rúmlega 50%. í þessari grein verða einungis notuð svör frá fólki á aldrinum 20-59 ára til samanburðar við fyrri rannsókn, samtals 804 svör frá 382 körlum og 422 konum. Til að ákvarða hverjir væru með hugsanlegar geðraskanir voru notuð sömu greiningarmörk fyrir GHQ-30 og höfundur prófsins gerði, 4/3, það er þeir sem svöruðu fjórum eða fleiri spumingum játandi, og mörkin 3/2 (þrjú eða fleiri já) sem reyndust hafa meira næmi hér á landi en 4/3 og sömu sértækni (19). Ekki hefur verið gerð sams konar próffræðileg athug- un á GHQ-12 hér á landi. Fyrir GHQ-12 völdum við greiningarmörkin 3/2 sem fengin eru sem meðaltal í rannsókn á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO) í 15 borgum (18). Þessi greining- armörk eru notuð til samanburðar við gildin sem fengust við mörkin 4/3 með GHQ-30, og mörkin 2/1 í GHQ-12, til samanburðar við gildin sem fengust með mörkunum 3/2 með GHQ-30. Skimprófið sem notað var 1984 til að finna hugsanlega áfengismisnotendur hefur næmi og sértækni urn 85%. í könnuninni 2002 var skimað fyrir hugsanlegri áfengismisnotkun með spurningu um hvort áfengisnotkun væri vandamál að mati fjölskyldu, vina, vinnuveitanda eða að eigin áliti. Slíkar spurningar voru í skimprófinu sem notað var 1984 og höfðu mikla fylgni við önnur einkenni um misnotkun (20). Lyfjaávísanir: Skráðir voru allir lyfseðlar með geð- lyfjum frá apótekunum í Reykjavík, sem Sjúkrasam- 554 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.