Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2004, Page 29

Læknablaðið - 15.07.2004, Page 29
FRÆÐIGREINAR / ALGENGI GEÐRASKANA 75-84 ára 2001. Magn kvíðalyfja minnkaði í öllum ald- urshópum, einkum þeim yngri, hjá konum fram til 75 ára aldurs og hjá körlum fram til 85 ára. Magn sefandi lyfja jókst einkum hjá yngri körlum og hjá konum 55- 64 ára. Áhrif breytinganna á notkun kvíða- og sefandi lyfja má marka af mynd 2 yfir heildarnotkun framan- greindra þriggja lyfjaflokka. Af myndinni má glöggt sjá að geðdeyfðarlyf hafa að verulegu leyti komið í stað kvíðalyfja. Magn svefnlyfja (mynd 3) jókst lítil- lega hjá báðum kynjum, en aldursdreifingin breyttist ekki milli þessara tveggja tímabila, magnið jókst jafnt og þétt fram til 75-84 ára aldurs. Umræða Álíka stórl hlutfall þátttakenda reyndist kvartanalaus 1984 og 2002. Bæði árin var svipað hlutfall með að minnsta kosti eina kvörtun. Að þessu slepptu verður samanburður milli einkennafjölda erfiðari vegna þess hversu mismargar spurningar voru í þessum tveimur útgáfum prófsins. Við skimunina 1984 var ákveðið að setja greining- armörk GHQ-30 eins og höfundur prófsins hafði gert 4/3, það er fjórar kvartanir eða fleiri gáfu til kynna að um geðraskanir væri að ræða (16) þrátt fyrir að hér á landi hefði næmi og sértækni reynst best við 3/2 (19). Var þetta einnig gert vegna þess að greiningarmörkin 4/3 gáfu svipaða niðurstöðu og fékkst með CMI -MR greiningarmörkum 10/9, en þau höfðu líka verið notuð 1974 (13) áður en athugun var gerð hér á landi á því hvaða mark hefði best næmi og mesta sértækni. Hún var hins vegar gerð samtímis fyrir GHQ-30 og CMI-MR, en fyrir síðarnefnda prófið voru bestu greiningarmörkin við 8/7. Samkvæmt rannsókninni 1974 og þeim skilmerkjum sem þá voru notuð reynd- ist algengið að meðtalinni áfengismisnotkun sem ekki náði greiningarmörkum með CMI vera 20,4 % (13) eða ívið hærra en 1984 þegar skimað var með GHQ-30 og notuð greiningarmörkin 4/3, en svipað og 2002 þegar skimað var með GHQ-12 og notuð greiningarmörkin 3/2. Algengi þunglyndis- og/eða kvíðaraskana virðist því ekki hafa aukist síðustu tæp 30 ár. En áður en fullyrt verður hvort hafi orðið breyting á algengi geðraskana er nauðsynlegt að gera próffræðilega athugun á GHQ-12 svipað og gert var á GHQ-30 (19). Algengi geðlyfjanotkunar reyndist svipað í könn- uninni í janúar 2002,12,8% hjá þeim sem voru 20-59 ára, og í rannsókn okkar 2001 hjá þeim sem voru 18- 75 ára, 11,7% fyrir geðdeyfðar- og kvíðalyf (2). Algengi geðraskana virðist lítið hafa breyst þrátt fyrir þær breytingar sem orðið hafa á þjóðfélaginu, svo sem markaðsvæðingu, aukinni efnahagslegri vel- megun, auknum kröfum til efnahagslegra gæða, og vaxandi misskiptingu þeirra (21,22). Hins vegar virð- ist algengi þunglyndis- og/eða kvíðaeinkenna, sem ef til vill eru ekki það mikil að teljast til geðraskana, Fig. 1. Prescriptions fllled for antidepressants in DDD/1000/day in 1984 and 2001 by age and gender. Fig. 2. Prescriptions filled for psychopharmaca (excluding liypnotics) in DDD/1000/day in 1984 and 2001 by age and gender. Fig. 3. Prescriptions filled for hypnotics in DDD/1000/day in 1984 and 2001 by age and gender. hafa aukist hjá konum, einkum á aldrinum 30-39 ára. Hugsanlega hefur aukin lyfjameðferð komið í veg fyrir hækkað algengi ef gert er ráð fyrir að þeir sem Læknablaðið 2004/90 557

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.