Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 11
RITSTJÓRNARGREINAR Offíta - hvað er til ráða? „ Þeir sem guðirnir elska deyja þungir. “ (Har. A. Sigurðsson leikari) Aukin þekking og tækniframfarir nútímans hafa leitt til þess að „brauðstrit“ forfeðra okkar er nánast úr sögunni. I dag hafa nær því allir nóg að bíta og brenna, allan ársins hring. Tími skorts og hungurs er úr sögunni. Samtímis þessu hafa öll störf orðið léttari og vinnutími styst, híbýli gjörbreyst til batnaðar og lengi mætti enn telja. Lífið snýst ekki lengur um það eitt að aiía sér fæðu og halda á sér hita. í augum for- feðra okkar líkjast aðstæður okkar eflaust því himna- ríki sem þá dreymdi um. Það er í þessu himnaríki sem offitufaraldur nútímans hefur náð að vaxa og dafna. Ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Afleiðingar offitu eru margvíslegar. Lífsgæði versna til muna bæði með tilliti til heilsufars og félags- legra þátta. Dánartíðni offitusjúklinga (BMI>30; Body Mass Index, líkamsþyngdarstuðull) er tvöföld miðuð við þá sem eru í „kjörþyngd“. Aukning er á vissum krabbameinum. Hjarta- og æðasjúkdómar, stoðkerfisverkir, slitgigt tvö- til þrefaldast, sykursýki og kæfisvefn tugfaldast. Frjósemi minnkar. Andleg vanlíðan, svo sem þunglyndi, kvíði og vanmetakennd, eykst. Það dregur úr félagslegri þátttöku og einangrun vex (1). Englum himinsins fatast flugið. Hvað veldur því að vopnin hafa snúist svo illa í höndum okkar? Þegar forfeður okkur sáu fyrir sér himnaríki beind- ist hugur þeirra vafalítið framar öllu að því hvemig aðstæður þar væru, nóg að bíta og brenna, hlýtt og notalegt, frelsun frá striti og þrældómi. Þeir leiddu sennilega ekki hugann að því hvernig lífi þeir myndu lifa þegar þangað kæmi. Þarna liggur vafalítið hluti af skýringu á þeirri þróun sem á sér stað. Alltof margir láta hjá líða að marka sér stefnu um hvemig þeir ætla að lifa lífinu og lenda því af leið án þess að ætla sér það. Eins og Laó Tse orðaði það. „Ef þú ekki veist hvert þú ætlar getur þú lent einhvers staðar annars staðar.“ I allsnægtaþjóðfélagi er ofþyngd eða offita nánast sjálfgefin lending þeirra sem ekki velja sjálfir stefn- una. Ætla má að um 60% fullorðinna Islendinga séu yfir æskilegri þyngd og ríflega 20% með offitu- sjúkdóm. Og þetta virðist enn eiga eftir að versna. Ofþyngd ungmenna er í enn örari vexti en fullorðinna en hún eykur líkur á ævilangri offituáþján (2-6). Hér er því um að ræða risavaxið samfélagslegt vandamál sem þarf að nálgast sem slíkt. Samfélags- legar aðgerðir þurfa fyrst og fremst að beinast að því að auðvelda fólki að lifa heilbrigðu lífi. Varast þarf mikil boð og bönn og stýringu í þessu samhengi en meira að leitast við að veita leiðsögn, hvatningu og stuðning. Hafa þarf í huga að „heilbrigðu lífi haga má á hundruð vegu“. Eitt er það sem einkennir lífshætti margra offitu- sjúklinga en það er óreiða og óskipulag einkum hvað varðar næringu og hreyfingu en líka hvað varðar þætti eins og svefn og hvfld. Þeim væri mörgum hjálp í að til væru norm sem gætu verið þeim lil hjálpar og skapað þeim ramma um daglegt líf. Æskilegt er að fólk taki upp reglulegar máltíðir, 4-6 alls, jafnt dreifðar yfir daginn og nærist ekki þess utan. Þeir sem ekki hafa reglu á máltíðum en borða út og suður í tíma og ótíma hafa enga hug- mynd um hvað þeir hafa borðað og botna ekkert í því af hverju þeir hafa fitnað. Þeir sem hafa skipulag á mataræði sínu eiga auðveldara með að leiðrétta það ef í óefni stefnir. Hvað fólk borðar verður einstaklingsbundið og háð smekk og aðstæðum. Þó þarf að vera fjölbreytni í matarvali og fólk ætti að reyna að stilla sætindum og feitmeti í hóf. I þessu samhengi má einnig benda á að matvendni er algengt vandamál meðal of feitra sem leiðast hennar vegna oft út í skyndilausnir og óhepp- ilegt mataræði. Sama gildir um hreyfingu, hún þarf helst að vera í tiltölulega föstum skorðum ef hún á ekki að fjara út með tímanum. Hún, líkt og mataræði fólks, þarf að taka mið af getu, aðstæðum og áhuga þess. Æskilegt er að fullorðnir hreyfi sig í „frjálsri hreyfingu" allt að eina klukkustund á dag og þeir sem þurfa að grennast eða viðhalda megrun ívið meira. Börn þurfa hreyf- ingu í leik, ærslum og íþróttum allt að tvær til þrjár klukkustundir á dag (7). Nauðsynlegt er að fá stuðn- ing skóla og atvinnulífs við þessar lífsháttabreytingar. Þau hafa beinan hag af því þar sem frammistaða og afköst aukast ef næring og hreyfing eru í góðu lagi auk þess sem heilsufar batnar. Enda þótt brýnast sé að fyrirbyggja offitu verður lika að mæta offituvanda þeim sem kemur upp hverju sinni. Til skamms tíma var það ekki talið sjálfgefið að heilbrigðisþjónustan ætti að koma að því verkefni og enn ber talsvert á fordómum gegn offitu meðal heilbrigðisstarfsfólks sem telur hana ekki eiga þar heima. Helstu rök fyrir því að heilbrigðisþjónustan eigi að fást við þennan vanda eru annars vegar þau að utan hennar er ekki að vænta nægilega skipulagðra vinnubragða né framfara í meðferð. Þá hefur sýnt sig að of feitt fólk verður endurtekið fórnarlömb „lukkuriddara“ sem telja sig hafa skotleyfi á það með hvers kyns prangi og illa grunduðum kenningum og fullyrðingum um leiðir til lausnar. í þessu umhverfi Ludvig Árni Guðmundsson Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum og endurhæfingu. Læknablaðið 2004/90 539
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.