Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 40
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Nefnd Jónínu Bjartmarz Sigurbjörn Sveinsson Höfundur cr formaöur LÍ. í pistlunum Af sjónurhóli stjórnar birta stjórnarmenn LÍ sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Að undanförnu hefur spurningum um verka- skiptingu í heilbrigðiskerfinu og viðbrögð þess við aðhaldi í ríkisfjármálum gjarnan verið svarað með vísan til væntanlegra tillagna ráðherraskipaðrar nefndar undir forystu Jónínu Bjartmarz er fjallar um þetta efni. Formaður nefndarinnar hefur nú lýst því yfir að nefndin geti ekki skilað áliti á tilsettum tíma og dregst starf nefndarinnar fram á haust að minnsta kosti. Undirritaður var skipaður í nefndina á sínum tima án tilnefningar en augljóslega vegna formennsku í LÍ. I kjölfar þess ákvað stjórn LI að skipa nefnd lækna til að taka þátt í þessu verkefni með undir- rituðum og fékk tilnefningar um nefndarmenn frá Læknafélagi Reykjavíkur, Félagi íslenskra heimilis- lækna, Læknaráði LSFI og Læknaráði FSA. Sigurður Guðmundsson landlæknir var skipaður formaður nefndarinnar án tilnefningar. í kjölfar þeirrar vinnu sem læknar lögðu fram síðastliðinn vetur lagði undir- ritaður fram tillögur sínar fyrir nefnd JB 30. apríl. Fjalla þær fyrst og fremst um hvaða aðferðum á að beita við verkaskipti í heilbrigðiskerfinu, um eðlilega þróun án miðstýringar frá degi til dags, um farvegu fjármagnsins og um afl faglegra sjónarmiða í dreif- ingu verkefnanna. Nú verður því ekki með sanngirni haldið fram, að skortur á hugmyndafræðilegri vinnu eða markvissum tillögum um niðurstöður tefji verklok nefndar Jónínu Bjartmarz. Tillögur lækna gefa að sínu leyti tilefni til málefnalegrar umræðu og að afstaða sé til þeirra tekin. Ég vil gera í örstuttu máli grein fyrir leiðar- stefjum og nýmælum. Tillögur LI snúast um; - almennar leikreglur fyrir alla í heilbrigðiskerf- inu, heilbrigðisstarfsmenn, sjúklinga og pólitík- usa (fjárveitendur), - að gæta jafnræðis jafnt fyrir sjúklinga og heil- brigðisstarfsmenn, - að nýta hugmyndir um samkeppnisumhverfi til hagræðingar og bættrar þjónustu, - að faglegra sjónarmiða sé gætt um veitingu þjónustu og komi þau á undan fjárhagslegum sjónarmiðum, það er hvar rétt sé að hægt að gera hlutina frá faglegum sjónarhóli, - að sá sem fjármagnar þjónustuna eigi val um hvar hún sé veitt og að gefnu því, að sá sem borgar vilji að þjónustan sé veitt við kostnaðar- minnstu kringumstæðurnar, - að fullnægðum faglegum kröfum ráði sjónar- mið hagkvæmni og hagræðingar mestu um þróun heilbrigðiskerfisins og hvar það leitar jafnvægis. Nýmæli eru þau helst; - að greina á milli kaupenda og seljenda heil- brigðisþjónustu með uppskiptingu heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins, - að ekki séu unnin læknisverk á tilteknum stöð- um nema að mættum faglegum kröfum land- læknis, sem byggja m.a. á magni læknisverka, - að greiðslur fyrir verk fjármagni heilbrigðis- kerfið eins og kostur er, - að jafnræðis verði gætt milli ríkisreksturs og einkareksturs og á milli sjúkrastofnana og einkarekinna læknastofa, - að jafnræðis verði gætt í gjaldtöku á milli sjúk- linga, sem njóta þjónustu innan spítala annars vegar og utan þeirra hins vegar. Undirritaður hefur verið gagnrýndur fyrir, að frá honum komi tillögur, sem greiða fyrir dagdeilda- og göngudeildastarfsemi sjúkrahúsa. Sé það í trássi við markaða stefni aðalfunda LÍ í 15 til 25 ár. Þó ég hafi verið þekktur af öðru en að draga taum opinbers reksturs gagnvart einkarekstri duga þau rök ein ekki til að hrinda þessari gagnrýni, heldur vegur hitt þyngra, að vaxandi fjöldi lækna hefur af ýmsum ástæðum kosið að vina eingöngu á sjúkrahúsum. Þessir læknar búa yfir þekkingu, sem sjúklingar utan sjúkrahúsa geta nýtt sér og læknarnir eru tilbúnir til að leggja fram í þeirra þágu. Það er umhugsunarefni að hve miklu leyti Læknafélag íslands getur beitt sér fyrir takmörkunum á alnbogarými þessara lækna til að stunda sérsvið sín, ef þeim er skapað svigrúm til. Þá er hitt ekki síður mikilvægara, að í vörnum sínum fyrir einkarekstri lækna, hefur LÍ hvað eftir annað vitnað til jafnræðiskröfu og samkeppnissjón- armiða. í umsögn læknafélaganna, frá 12. nóvem- ber 2001, um frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar, var undirtónninn sá að sjálfstæð- ur stofurekstur síðustu ára hafi byggst á jafnræði og jafnri samkeppnisstöðu í þeirri trú að reksturinn væri hagkvæmur fyrir þjóðfélagið. Meðal annars sagði í umræddri umsögn: „Hvað snertir þá ályktun ráðu- neytisins að þessi breyting muni auka hagkvæmni skal á það bent, að ekki liggur ennþá fyrir kostnað- argreining á starfsemi spítalans, sem unnt væri að leggja til grundvallar í samningsgerð um ferliverk. Vitað er að ýmis ferliverkastarfsemi, sem unnin er á spítalanum, íþyngir fjárhagslegum rekstri hans. Starfsemi sjálfstætt starfandi lækna er kostnaðar- greind að fullu og hefur skilað þolanlegri afkomu í flestum tilfellum þó svo að læknar greiði að jafnaði lægra aðstöðugjald í eigin stofum en þeim stendur til boða á spítalanum. Það er því mat læknafélaganna 568 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.