Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / ALGENGI GEÐRASKANA Skimun fyrir algengi geðraskana 1984 og 2002 og ávísanir geðlyfja 1984 og 2001 Tómas Helgason1 GEÐLÆKNIR Kristinn Tómasson2 GEÐ- OG EMBÆTTISLÆKNIR Eggert Sigfússon3 LYFJAFRÆÐINGUR Tómas Zoega4 GEÐLÆKNIR 1 Miðleiti 4,103 Reykjavík, 2 Rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlits ríkisins, 3Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Skrifstofa lyfjamála, 4Geðdeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Helgason, Miðleiti 4, 103 Reykjavík. tomashe@isholf. is Lykilorð: geðraskanir, skimun, algengi, lyfjaávísanir. Ágrip Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga hvort skýr- inga á aukinni geðlyfjanotkun sé að Ieita í auknu algengi geðraskana eða einkenna sem benda til þeirra. Efniviöur og aðferðir: Gögn voru fengin úr skimleit 1984 með GHQ-30 og úr rannsókn á geðlyfjaávís- unum utan sjúkrahúsa í Reykjavrk í mars sama ár. Til samanburðar voru fengin gögn úr skimleit með GHQ-12 sem gerð var í ársbyrjun 2002 og geðlyfja- ávísanir sem innleystar voru í apótekum 2001. Niðurstöður: Hlutfall fólks sem hafði engar kvartanir breyttist ekki, hélst um 60%. Þó jókst nokkuð hlutfall karla sem höfðu engar kvartanir, en minnkaði ómark- tækt meðal kvenna. Geðraskanir eru mjög líklegar hjá þeim sem höfðu fjórar eða fleiri kvartanir sam- kvæmt fyrri skimleitinni og þrjár eða fleiri kvartanir samkvæmt þeirri seinni. Algengi geðraskana breyttist ekki marktækt, úr 16,1 % í 17,5 % miðað við þessa skil- greiningu. Ef þeim sem ekki náðu greiningarmörkum 2002 en tóku geðlyf allt árið er bætt við hækkaði algengið marktækt í 20,7%. Ef skilgreiningunni fyrir geðröskun er breytt með því að fækka kvörtunum um eina bæði árin hélst algengið óbreytt um 18% meðal karla en jókst úr 20,5% í 29,4% meðal kvenna (p<0,05). Algengi samkvæmt þessum skilgreiningum var nrest bæði árin í yngsta aldurshópnum og minnst í þeim elsta. Magn geðlyfja, annarra en svefnlyfja, sem var ávísað til fólks á aldrinum 20-59 ára tvöfaldaðist. Magnaukningin var svipuð hjá körlum og konum og í öllum aldurshópum, þó að hún væri hlutfallslega mest í yngsta hópnum. Heildarmagn geðlyfja sem voru inn- leyst í apótekum jókst um 56% samanborið við 47% aukningu í allri lyfjasölu. Alyktun: Aukin notkun geðlyfja skýrist að litlu leyti af auknu algengi geðraskana frekar en aukin sala lyfja almennt skýrist af verra heilsufari þjóðarinnar. Líklegra er að læknar og leikir þekki betur möguleik- ana til að draga úr vanlíðan og vanheilsu með betri lyfjum en áður hafa þekkst. Inngangur Sívaxandi sala geðdeyfðarlyfja hefur orðið mörgum umhugsunar- og umræðuefni, ekki síst höfundum þessarar greinar (1-3). Sala annarra lyfja hefur einnig aukist mikið á síðustu 20 árum. Lyfjasala almennt ENGLISH SUMMARY Helgason T, Tómasson K, Sigfússon E, Zoéga T Screening for mental disorders in the community 1984 and 2002 and prescriptions for psychopharmaca in 1984 and 2001 Læknablaðið 2004; 90: 553-9 Background: During the past 15 years the use of psycho- tropic medication has increased markedly. The question addressed in this paper is whether this increase is related to change in prevalence of psychiatric disorders or symptoms. Material and methods: Two data sets were used. Data from a screening of the population aged 20 to 59 years in 1984 using GHQ- 30 and prescriptions for pychotropic medications filled during March that year for outpatients in Reykjavík. Secondly, data from a population screening in January 2002 using GHQ-12 for the same age range, and all psychotropic prescriptions filled by outpatients in 2001. Results: The prevalence of those without complaints did not change. It remained about 60%. Using a cut off 4/3 for GHQ-30 and 3/2 for GHQ-12 the prevalence rates were 16.1 % and 17.5%, respectively. By assuming that symptom-free drug users would have reached the cut-off level the prevalence increased to 20.7% Using a cut off score of 3/2 and 2/1, respectively, the prevalence for men in both years was around 18 % while that for women increased from 20.5% to 29.4% (p<0.05). In both years the prevalence was highest in the youngest age group and lowest in the oldest. Psychotropic presciptions other than hypnotics doubled. Proportionally the increase was similar for men and women, but more marked among the younger age groups. The increase in prescriptions filled for all psychotropics was 56% compared to 47% increase in the sale of all medications. Conclusion: Increase in the use of psychotropics is explained to a limited extent only by possibly higher prevalence of psychiatric disorders. The use of psychotropics has increased along with that of other medications, but at slightly higher pace, which may reflect the results of awareness campaigns among physicians and the general public and more effective and better tolerated medications. Keywords: mental disorders, screening, prevalence, prescriptions. Correspondence: Tómas Helgason, tomashe@isholf.is jókst í skilgreindum dagskömmtum á 1000 íbúa um 47% frá 1984-2001, en sala geðlyfja jókst heldur meira eða um 64% (4, 5). Greiningu og meðferð Læknablaðið 2004/90 553
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.