Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREINAR Rannsóknir benda til að veira af þeim stofni sem hér um ræðir sé ónæm fyrir eldri inflúensulyfj- um, en talið er að nýrri lyf kunni að vera virk gegn þeim stofnum sem í umferð eru um þessar mundir. Unnið er að þróun bóluefnis gegn inflúensu af þessum stofni en fjöldaframleiðsla á þó langt í land. WHO mælir ekki með því að stofna til birgða- halds á bóluefni þar sem breytileiki veirunnar er umtalsverður og kostnaður við slíkt birgðahald afar mikill. Áhyggjur manna af yfirvofandi heimsfaraldri má annars vegar rekja til þess að um þessar mundir eru næstunr 40 ár frá því að síðasti heimsfaraldur reið yfir en það er óvenju langur tími milli slíkra faraldra í sögulegu samhengi. Hins vegar má rekja áhyggjurnar til hins þráláta fuglainflúensufaraldurs í SA-Asíu sem geisar um þessar mundir og ekkert lát virðist á. Tíminn vinnur þar gegn okkur. Hversu víðtækur og mannskæður slíkur faraldur verður er hins vegar ómögulegt að spá um, vegna fjölmargra óvissuþátta eins og hvar faraldurinn muni brjótast út, hversu öflug veiran verður sem honum veldur og hvort hægt verði að koma við aðgerðum til að draga úr líkum á smiti. Hvernig á að bregðast við næsta heimsfaraldri? Nauðsynlegt er að leggja eitthvert mat á hvaða sjúkdómsbyrði slíkur faraldur kunni að leggja á þjóðina. Ef gert er ráð fyrir vægasta og skæðasta heimsfaraldri sem byggist á fyrri reynslu og þar sem gert er ráð fyrir jafnri dreifingu smits í sam- félaginu án marktækra sóttvarnaráðstafana gæti eftirfarandi gerst: 73.000-146.000 manns veikjast, læknisvitjanir verða 15.000-29.000, innlagnir á sjúkrahús (og sjúkraskýli) verða 600-11.000 og dauðsföll verða 200-4000. Gert er ráð fyrir að far- aldurinn gangi yfir í einni bylgju á 8-12 vikum (9). Af fjölda sjúklinga má ráða að mikið mun mæða á heilbrigðisþjónustunni og ljóst er að spítalarnir munu hvergi nærri geta annast alla þá sem veikjast. Pví mun heilsugæslan og heimaþjónustan gegna mikilvægu hlutverki við að sinna fólki í heima- húsum. Heilbrigðisráðherra hefur víðtækar heimildir til að grípa til sóttvarnaráðstafana, svo sem ónæm- isaðgerða, einangrunar smitaðra, sótthreinsunar, afkvíunar byggðarlaga eða landsins alls, lokunar skóla eða samkomubanns (10). Allt þetta verður ekki gert nema með stuðningi almannavarna og hjálparsamtaka sem þurfa að skipuleggja hjálpar- starf í samvinnu við sóttvarnayfirvöld. Jafnframt er mikilvægt að tryggja löggæslu, flutning á mat- vælum, fjarskipti og orku- og vatnsdreifingu í landinu. Ríkisstjórnin hefur tekið þetta mál alvarlega og skipaði hún nefnd undir forystu ráðuneytis- stjóra heilbrigðis- og dómsmála í mars á þessu ári til að meta ástandið. Hefur nefndin starfað síðan og kallað til sín forsvarsmenn úr mörgum geirum samfélagsins til að kynna hugsanlegan vanda sem þjóðinni kann að stafa af heimsfaraldri inflúensu og óskað eftir tillögum um viðbrögð. Unnið hefur verið að því að byggja upp birgða- hald með sértækum inflúensulyfjum svo og öðrum mikilvægum lyfjum í landinu. Jafnframt hafa Norð- urlöndin ákveðið að kanna möguleika á sameigin- legri framleiðslu inflúensubóluefna gegn heimsfar- aldri inllúensu. Meta þarf þörfina á hlífarmöskum og öðrum hlífðarbúnaði. Þótt bætt hafi verið við öndunarvélum í H ABL faraldrinum er þörf á aukn- ingu á þeim. Hraða þarf uppbyggingu sértækra upplýsingakerfa, svo sem bólusetningarskrár og skrár um notkun sýklalyfja. Mikið starf er framundan við að undirbúa við- brögð við næsta heimsfaraldri inflúensu og þessum undirbúningi verður ekki lokið með einni viða- mikilli skýrslu. Endurskoða þarl' alla þætti málsins með jöfnu millibili og æfa viðbrögð. Búast má við því að viðbrögð almennings og jafnvel heilbrigðisstarfsfólks við drepsóttum verði með öðrum hætti en við afleiðingum hefðbundinna náttúruhamfara. Öll erum við tilbúin að hjálpa slösuðum og þeim sem hafa misst eigur sínar vegna slíkra hamfara en hvernig sinnum við sýktu fólki sem okkur getur stafað bein ógn af? Heimildir 1. Osterholm MT. Preparing for the next pandemic. N Engl J Med 2005; 352:1839-42. 2. www.landlaeknir.is/templatel.asp?pageid=202 3. Johnson NP, Mueller J. Updating the account lobal mortality of the 1918-1920 “Spanish” influenza pandemic. Bull Hist Med 2002; 76:105-15. 4. Webster RG, Bean WJ. Evolution and Ecology of Influenza Viruses; Interspecies Transmission. In: Textbook of Influenza. Eds. Nicholson KG, Webster RG, Hay AJ. Blackwell Science Ltd, London 1998:109-19. 5. www.who.int/csr/disease/influenza/h2n2_2005_04_15/en/ 6. Briem H. Illkynja fuglainflúensa og áhrif hennar á menn. Læknablaðið 2004; 90:291-2. 7. www. who.int/csr/disease/avianjnfluenza/country/cases_table_ 2005_06_17/en/index.html 8. WHO Inter-country Consultation Influenza A/H5N1 in Humans in Asia Manila May 6th-7th 2005. 9. Drög að viðbragðsáætlun við heimsfaraldri inflúensu. Sótt- varnalæknir, júní 2005. lO.Sóttvarnalög nr. 19/1997; 2. mgr. 12. gr. Læknablaðið 2005/91 577
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.