Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / D-VÍTAMÍNBÚSKAPUR BARNA D-vítamín í fæði ungra íslenskra barna Inga Þórsdóttir DOKTOR í NÆRINGARFRÆÐI Ingibjörg Gunnarsdóttir DOKTOR í NÆRINGARFRÆÐI Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla íslands og Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Inga Þórsdóttir, rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, Eiríksgötu 29, 101 Reykjavík. ingathor@landspitali. is Sími: 543-8414 Lykilorð: d-vítamín, ungbörn, börn, lýsi. Ágrip Tilgangur: Að kanna neyslu á D-vítamíni meðal ungra barna á Islandi. Efniviður og aðferðir: Handahófsúrtök 180 nýbura (þátttökuhlutfall 77%) og 140 tveggja ára barna (þátttökuhlutfall 68%). Rannsókn á mataræði sex ára barna byggði á rannsóknarhópunum tveimur og var þátttaka 71%. Mataræði var kannað með því að vigta og skrá neyslu barnanna. Stuðst var við íslenska gagnagrunninn um efnainnihald mat- væla við útreikninga á D-vítamínneyslu og töl- fræðiforritið SPSS notað við úrvinnslu gagna. Niðurstöður: Mikil dreifing var einkennandi fyrir inntöku á D-vítamíni. Meira en fjórðungur ung- barnanna og helmingur tveggja ára og sex ára barnanna fékk innan við helming af ráðlögðum dagsskammti (RDS) fyrir D-vítamín. Hlutfall þeirra sem tóku lýsi eða annan D-vítamíngjafa var á bilinu 40-68%, lægst meðal sex ára barnanna. D- vítamín inntaka barna sem tóku lýsi eða D-vítamín sem bætiefni var að meðaltali 10,4 pg/dag meðal 12 mánaða barna, 9,5 pg/dag meðal tveggja ára barna og 12,3 pg/dag hjá sex ára börnum, samanborið við 2,7 pg/dag, 2,1 pg/dag og 2,7 pg/dag meðal jafnaldra þeirra sem ekki tóku lýsi. Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að börn sem ekki fá lýsi eða AD dropa fá einungis fjórðung eða minna af ráðlögðum dagsskammti D-vítamíns úr fæði. D- vítamín er mikilvægt fyrir eðlilega virkni og þroska líkamans og er hlutverk þess fyrir beinþroska vel þekkt. Nauðsynlegt er að gefa skýrar ráðlegging- ar um neyslu D-vítamíns meðal ungra barna og kanna hvernig ráðleggingum er fylgt til að koma í veg fyrir of litla og of mikla inntöku D-vítamíns. Inngangur D-vítamín er sterahormón sem myndast í húðinni fyrir tilstilli útfjólublárra geisla (1). Þörfinni fyrir D-vítamín er víða í heiminum hægt að fullnægja með því magni sem framleitt er í húð við sólarljós. Lífsskilyrði og lega Norðurlanda valda því að fólk á þessu svæði getur skort D-vítamín sé ekki nægj- anlega mikið D-vítamín í fæðunni (2). Mikilvægt er því að huga að inntöku á D-vítamíni á þessum svæðum og þá einkum á Islandi þar sem sólarljóss nýtur við í litlum mæli yfir vetrarmánuðina. D-vítamín sem myndast í húð eða er tekið upp í þörmum er breytt í hormón sem stýrir EIMGLISH SUMMARY Þórsdóttir I, Gunnarsdóttir I Vitamin D in nutrition of young lcelandic children Læknablaðið 2005; 91:581-7 Objective: The aim was to study vitamin D intake in young lcelandic children. Methods: Subjects were randomly selected infants (n=180, 77% participated) and 2-year-olds (n=140, 68% participated). These two groups were studied again at the age of 6 years (71 % participated). The intake was assessed by weighed food records. Vitamin D intake was calculated using the lcelandic Nutrition Database and SPSS used for statistical analysis. Results: Characteristic for vitamin D intake was a wide range of intake. More than quarter of the infants and half of the two and six year olds received less than 50% of recommended daily intake. The frequency of fish liver oil consumption or use of other vitamin D supplement was 40-68%, lowest among the 6-year-olds. Vitamin D intake of those consuming fish liver oil or vitamin D supplements was 10,4 pg/day on average for infants, 9,5 pg/dag for the two year olds and 12,3 pg/dag for the six year olds, four or five times that of those not consuming any vitamin D supplements (2,7 pg/day, 2,1 pg/day and 2,7 pg/day for infants, 2-year-olds and six-year-olds, respectively). Conclusion: The results show that children who do not consume fish liver oils or vitamin D supplements get only one quarter or less of recommended daily intake for vitamin D from their diet. Vitamin D is important for normal function and growth of the body and its role for bone development is well known. It is important to give detailed recommendations on vitamin D intake for infants and children and ensure the compliance to the recommended intake to avoid too low and too high intake. Key words: vitamin d, infants, children, fish liver oils. Correspondence: Inga Þórsdóttir, ingathor@iandspitaii.is kalkbúskap (1,25-díhýdroxývítamín D) í lifur og í nýrum. Kalsítríol, virka form D-vítamíns, eykur framleiðslu á próteini sem bindur kalk í smáþörmum (calcium binding protein) og virðist hraði kalkupptöku vera í réttu hlutfalli við rnagn þessa próteins (3). Auk þess tekur D-vítamín þátt í að viðhalda eðlilegum styrk kalks í blóði og utanfrumuvökva og er því mikilvægt fyrir eðlilega uppbyggingu beinagrindarinnar. Alvarlegustu af- Læknablaðið 2005/91 581
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.