Læknablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNINGAMINJASAFN
Hvað á að gera víð Nesstofu?
joli@centrum. is
Höfundur er sagnfræðingur.
í allmörg ár hafa verið uppi hugmyndir að koma
lækningaminjasafni fyrir í Nesstofu eða byggja sér-
stakt safn í nágrenni hússins. Nesstofa var byggð
á árunum 1761-1763 sem embættisbústaður land-
læknis og þar bjuggu fyrstu landlæknar íslands
til ársins 1833, og um tíma einnig lyfsali. A fyrstu
árum landlæknis var tekið á móti sjúklingum í
Nesi og landlæknir tók til sín nemendur og kenndi
þeim læknisfræði. Stofnun landlæknisembættis
1760 markar upphaf opinberrar heilsugæslu og
heilbrigðisþjónustu og staðfesti að heilbrigði
þegnanna væri eitt af hagsmunamálum yfirvalda.
Hlutverk stjórnvalda var að sjá til þess að fólk væri
heilbrigt, meðal annars með forvarnarráðstöfun-
um og að búa til það félagslega og efnahagslega
umhverfi sem kæmi í veg fyrir útbreiðslu sjúk-
dóma. í Nesstofu var sannarlega upphaf íslenskrar
heilbrigðisþjónustu.
Er ástæða til að stofna saf'n um sögu læknisfræð-
innar, lækna og lækningar í Nesstofu eða nágrenni
hennar? Margir læknar hafa verið fylgjandi þessari
hugmynd og hún nýtur stuðnings Læknafélags
íslands sem hefur jafnframt haldið því fram að það
sé í verkahring Þjóðminjasafns Islands að reisa hús
yfir safnið. Gömul læknisverkfæri sem voru til sýnis
um tíma í Nesstofu eru hluti af Þjóðminjasafni og
starfsmaður safnsins hafði umsjón með því. I
Lœknablaðinu hefur verið fjallað um þessi mál
og þar sagði meðal annars: „Staðan er sú að þótt
Nesstofa sé hið mætasta hús og merkileg bygging
þá er hún ekki vel fallin til sýninga á öðru en sjálfri
sér. Nútíminn gerir kröfur til þess að rúmt sé um
sýningargripi og safngesti og þess vegna var efnl
til samkeppni um byggingu húss sem rúmað gæti
sýningarsal, bókasafn og vinnuaðstöðu fyrir fræði-
menn“ (Læknablaðið 2005; 91: 372-5). Teikning af
safnahúsi liggur á borðinu og vísað er til hugmynda
Jóns Steffensen um uppbyggingu á slíku safni en
erfðafé hans átti meðal annars að nota til eflingar
og rannsókna á sögu læknisfræðinnar.
En hvað á að sýna í þessu safni, hvers vegna á
að sýna það og hvcrt er niarkmiðið með sýningar-
haldimi? Þeim spurningum hefur ekki verið svarað
lil hlítar. Á íslandi eru fjölmörg söfn víða um land
sem flest eru keimlík en á síðari árum hafa risið
söfn þar sem einblínt er á ákveðin verkefni eða
þemu, til dæmis Síldarminjasafnið á Siglufirði,
Vesturfarasafnið á Hofsósi og Textílsafnið á
Blönduósi. Einkenni allra þessara safna er að í
þau er safnað saman gömlum hlutum sem tengjast
viðfangsefninu og þeir merktir á einfaldan hátt.
Yfirleitt er gert ráð fyrir töluverðri þekkingu á
efninu til þess að gestir geti notið sýningarinnar
en til að hjálpa til er stundum gefin út leiðsögn
um safnið eða hengd upp upplýsingaspjöld. Á
allra síðustu árum hefur tölvutæknin verið nýtt til
sýningahalds og gefast þá mun fleiri möguleikar
til að koma upplýsingum á framfæri með mynd-
um, hljóði eða meiri texta. Nokkur söfn, svo sem
Þjóðminjasafnið og Rafheimar við Elliðaár, bjóða
upp á safnakennslu og taka á móti skólakrökkum
sem fá leiðsögn og kennslu í þeim viðfangsefnum
sem eru á safninu. Víða um lönd hafa verið sett á
laggirnar söfn um lækna og lækningar, læknisfræði
og lyfjafræði. Flest þessara safna eru hefðbundin,
þar eru sýndir gamlir hlutir, myndir, líkamshlutar,
beinagrindur, lyfjaglös og svo framvegis, þannig
er til dæmis Lyfjafræðisafnið við hlið Nesstofu og
Lækningaminjasafnið í Kaupmannahöfn. Þessi
söfn fá yfirleitt ekki mikla aðsókn og eru sjaldnast
notuð til annars en að geyma gamla hluti. Hug-
myndin um læknaminjasafn eins og hún hefur
verið kynnt er í þessum farvegi og er ekki líkleg til
að auka þekkingu og áhuga á læknisfræði í fortíð
og nútíð.
Að byggja yfir gamla hluti sem hafa litla sem
enga skírskotun til heilbrigðismála nútímans þjón-
ar takmörkuðum tilgangi fyrir almenning þótt það
geti verið athyglisvert fyrir áhugamenn um sögu
læknisfræðinnar, sérstaklega þá sem hafa áhuga
á aðgerðatækni fortíðarinnar. Sú hugmynd að
byggja heilt safn fyrir slíka hluti með bókasafni
og vinnuaðstöðu fyrir fræðimenn, eins og teikning
arkitekta að lækningaminjasafni gerir ráð fyrir, er
úrelt í ljósi nútímatækni og þeirrar aðstöðu sem
nú þegar er til staðar á Landsbókasafni íslands
- Háskólabókasafni og Þjóðminjasafni.
í grein í Lœknablaðimi (2005; 91: 294-7) „Sagan
stendur hjartanu næst“ segir Bengt W. Johansson
meðal annars að nú á dögum sé allt umreiknað til
fjár en saga læknisfræðinnar geti líka verið arðbær,
og bætir við: „I samfélagi nútímans verða nýjungar
fljótt að hátísku. Það gildir einnig um læknavísind-
in. Vissulega verðum við að lifa í nútíðinni, en saga
læknisfræðinnar opnar augu okkar fyrir því að það
sem er talið óyggjandi sannindi í dag getur þurft
að vfkja fyrir öðrum óhrekjanlegum sannleik strax
á morgun. ... Saga læknisfræðinnar kennir okkur
hversu mikilvægt er að sjúklingurinn sé ávallt mið-
punktur athyglinnar. Hippókrates benti á þetta
614 Læknablaðið 2005/91