Læknablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR / SJÚKRATILFELLI
Hálmsótt eða heysótt?
Sjúkratilfelli
Gunnar
Guðmundsson1
SÉRFRÆÐINGUR í
LUNGNA-, LYF- OG
GJÖRGÆSLULÆKNINGUM
Lýður Ólafsson2
AÐSTOÐARLÆKNIR
Sigfús
Nikulásson3
SÉRFRÆÐINGUR í
LIFFÆRAMEINAFRÆÐI
Birna Jónsdóttir4
SÉRFRÆÐINGUR í
MYNDGREININGU
‘Lungnadeild Landspítala,
2lyflækningadeild sjúkrahúss-
ins og heilsugæslustöðvarinnar
á Akranesi, Vannsóknastofu í
meinafræði, Landspítala,
4Röntgen Domus í Mjódd.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Gunnar Guðmundsson,
lungnadeild Landspítala, E-7,
Fossvogi, 108 Reykjavík.
Sími 543-6876, fax 543-6568.
ggu(imund@landspitali. is
Lykilorö: sjúkratilfelli, ofur-
nœmislungnabólga, heysótt.
Ágrip
Ung kona var lögð inn á sjúkrahúsið á Akranesi
vegna mæði, slappleika og hita. Hún reyndist
vera með lungnabólgu í báðum lungum en ekki
tókst að finna orsök. Hún var meðhöndluð með
sýklalyfjum og batnaði vel og útskrifaðist eftir átta
daga legu. Fjórum vikum síðar fann hún fyrir hratt
vaxandi mæði og reyndist vera með lágan súrefn-
isþrýsting í blóði, herpu við blásturspróf og dreifð-
ar breytingar í millivef lungna á röntgenmynd.
Tölvusneiðmynd sýndi dreifðar hélubreytingar.
Vefjasýni frá lungum leiddi í ljós fjöldamarga litla
bólguhnúða (granúlóma). Hún var meðhöndluð
með prednisólón í stuttan tíma og batnaði fljótt.
Hún var með hesta í húsi og var undir þeim hálm-
ur sem í var lífrænt ryk. Hér er því um að ræða
hálmsótt sem er mismunagreining við heysótt sem
orðin er sjaldgæf á íslandi.
Sjúkratilfelli
Ung kona var lögð inn á sjúkrahúsið á Akranesi
með sjö daga sögu um hita, slappleika og mæði.
Hún var áður hraust og tók engin lyf að staðaldri.
Við skoðun var hiti 38,1°C og við lungnahlust-
un heyrðust brakhljóð í botnum beggja lungna.
Að öðru leyti var almenn líkamsskoðun eðlileg.
Blóðrannsóknir sýndu fjölgun hvítra blóðkorna
með vinstri hneigð og hækkun á CRP (C-reac-
tive protein) og sökki. Kuldakekkjunarpróf var
neikvætt. Súrefnisþrýstingur í slagæðablóði var
51 mmHg án súrefnisgjafar. Röntgenmynd af
lungum sýndi íferðir í báðum lungum, einkum
í miðblaði hægra lunga og neðra blaði vinstra
lunga. Engar bakteríur ræktuðust úr hráka. Mót-
efnavakamælingar pneumókokka og legíónellu í
þvagi voru neikvæðar. Mótefni gegn klamydíu og
mykóplasma voru lág og hækkuðu ekki. Hún var
meðhöndluð með sýklalyfjum og súrefni og varð
hitalaus og útskrifaðist heim á átlunda degi með
áframhaldandi sýklalyfjagjöf um munn. Við eftirlit
viku seinna var líðan mun belri og hún var hita-
laus. Endurtekin röntgenmynd af lungum sýndi að
íferðir voru mjög minnkandi.
Hún leitaði aftur til heilsugæslu 27 dögum
seinna vegna hratt vaxandi mæði og kom þá í Ijós
á röntgenmynd af lungum dreifðar millivefsíferðir
í báðum lungum. Staðfest var með háupplausnar-
tölvusneiðmynd af lungum að hér var um að
ENGLISH SUMMARY
Guðmundsson G, Ólafsson L, Nikulásson S,
Jónsdóttir B
Farmer’s lung disease caused by straw or hay?
Case report
Læknablaðið 2005; 91: 587-9
A young woman was admitted to Akranes Regional
Hospital because of dyspnea, fatigue and fever. She
was found to have bilateral pneumonia but etiology
was not found. She was treated with antibiotics with
good resolution and was discharged after eight days
from the hospital. Four weeks later she noticed rapidly
progressive dyspnea and was found to be hypoxemic,
and to have restrictive spirometry and diffuse interstitial
changes on chest radiography. Computerized
tomography of the lungs showed diffuse ground
glass changes. Transbronchial biopsies from the
lungs showed numerous small granulomas. She was
treated with prednisolon for a short time with excellent
recovery. She stall-fed horses and underneath them
was straw containing organic dust. This is important to
keep in mind as a differential diagnosis to farmers lung
disease that is caused by hay.
Keywords: case report, hypersensitivity pneumonitis, farmers
lung disease.
Correspondence: Gunnar Guðmundsson,
ggudmund@landspitali.is
Mynd l.Tölvusneiðmynd aflungum með dreifðum hélu-
breytingum í báðum lungum.
ræða svokallaðar hélubreytingar (ground glass)
eins og sýnt er á mynd 1 og voru þær dreifðar
um bæði lungun. Blóðrannsóknir sýndu væga
hækkun á CRP en voru að öðru leyti eðlilegar.
Bandvefsónæmispróf og komplímentpróf voru
Læknablaðið 2005/91 587