Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2005, Page 25

Læknablaðið - 15.07.2005, Page 25
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUN í AUGNBOTNUM Mynd 4. Amsler-kort við ellihrömun. ir þetta til varanlegs sjóntaps miölægt í sjónsviöi sem sjúklingar upplifa sem gráan eða svartan blett í miðju sjónsviðs. Svokallað Amsler-kort er notað til að meta og greina aflögun á sjón. Það er rúðu- strikað blað sem sjúklingurinn horfir á og sér þá hvort línurnar eru beinar eða skakkar/bylgjóttar (sjá mynd 4). Við klíníska skoðun á augnbotnum sjást drusen og litþekjubreytingar og flekkótt hrörnun í litþekju og sjónhimnu við þurra hrörnun (Geographic Atrophy), en við vota hrörnun (Exudative AMD) sést bjúgmyndun og oft blæðing og útfellingar í miðgróf, sjá myndir 5 og 6. Bjúgmyndunin er oft- ast sú sem veldur aflögun á sjón. Rannsóknaraðferðir Full augnskoðun felur í sér nákvæma sjónmælingu, þrýstingsmælingu og skoðun augnbotna í raufar- lampa með vfkkuð sjáöldur. Á þennan hátt má greina forstig sjúkdómsins og þurra rýrnun. Vota hrörnun þarf að rannsaka nánar með æðamynda- töku af augnbotnum. Til þess eru notuð tvenns- konar skuggaefni, Fluroescein (flúrskímu) og Indocyanine green, sjá myndir 7 og 8. Litarefni er sprautað í æð og því næst teknar augnbotnamyndir með stafrænni tækni. Á þennan hátt má skoða æðanetið í sjónhimnu og choroid æðaþekjunni, greina og skipuleggja meðferð. Við greiningu á æðamyndunum má flokka æða- net undir sjónhimnu í tvennt: Klassískt útlit með vel afmarkaðan leka undir sjónhimnu sem birtist snemma í myndaröðinni og (Occult) hulið útlit sem er illa afmarkaður leki undir sjónhimnu sem birtist seinna, sjá myndir 9 og 10. Við góð skilyrði má greina tilfærandi æðastofna með Indocyanine green skuggaefni og þannig ráðast beint að rótum vandans. Ný tækni OCT (optical coherence tomo- Mynd 5. Discoid ör- myndun. Mynd 6. Geografísk at- rophy eða þurr rýrnun. Mynd 7. Fluorescein œða- myndataka afeðlilegum augnbotni. Mynd 8. ICG œðamynda- taka afvotri ellihrörnun. Læknablaðið 2005/91 593

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.