Læknablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / D-VÍTAMÍNBÚSKAPUR BARNA
samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn (18), en
þó ekki það hátt að meðalneysla upp á 750 ml á
dag veiti ráðlagðan dagsskammt af D-vítamíni.
Hlutfall norskra barna sem fá lýsi eða annan D-
vítamíngjafa er talsvert hærra en íslenskra, en
þar er 80% sex mánaða barna gefin bætiefni sem
innihalda D-vítamín og 74% 12 mánaða barna
(29,20). Eins og sjá má í töflu III er þetta hlutfall
65% hjá sex mánaða börnum og 49% hjá 12 mán-
aða börnum á íslandi. Meðal D-vítamíninntaka
fjögurra ára norskra barna er 2,6 pg á dag, en 7
pg á dag hjá þeim sem taka lýsi eða annan D-víta-
míngjafa (21).
Stórir skammtar af D-vítamíni geta verið skað-
legir og eru ungbörn og börn viðkvæmari fyrir
of miklu af D-vítamíni en fullorðnir (22). Engin
eitrunarmörk hafa verið skilgreind, en mörkin eru
byggð á áhrifum á styrk 25-OH-D og hættu á of
háum kalkstyrk í blóði. „EU Scientific Committee
on Food“ hefur sett fram efri mörk fyrir ungbörn
og börn til 10 ára aldurs við 25 pg/dag, og 50 pg/
dag fyrir unglinga og fullorðna (23). Nokkur hluti
barna í rannsókninni sem lýst er í þessari grein
nálgast þau efri mörk sem skilgreind hafa verið
fyrir börn. Þess ber þó að geta að þau börn sem
mest fengu af D-vítamíni í sínu fæði og voru mjög
nálægt hámarksneyslu tóku inn ufsalýsi sem inni-
heldur mun meira magn af D-vítamíni en þorska-
lýsi og krakkalýsi. Ekki er mælt með að börnum sé
gefið ufsalýsi.
Vitað er að hjá Islendingum er lýsi mikilvægasti
D-vítamíngjafinn í fæðu og er erfitt að ná ráðlögð-
um dagsskammti D-vítamíns með neyslu hollrar
fæðu án lýsis (eða annars D-vítamíngjafa). Þetta
kemur rnjög vel fram í þeim rannsóknum sem hér
er lýst. Sex ára börn sem tóku þátt í rannsókninni
fengu tæplega fimm sinnum meira af D-vítamíni
úr sinni fæðu ef þau tóku lýsi, en þau sem ekki
tóku lýsi. Það sama á við um tveggja ára börnin.
Meðalneysla D-vítamíns hjá sex ára börnum sem
ekki tóku lýsi var 2,7 pg á dag og 2,1 pg á dag hjá
tveggja ára börnum sem er talsvert langt frá RDS
og þar af leiðandi talsverðar líkur á að þau börn
fullnægi ekki þörf sinni fyrir D-vítamín. 12 mánaða
ungbörn sem tóku inn lýsi eða AD dropa fengu
að meðaltali tæplega fjórum sinnum meira af D-
vítamíni úr sinni fæðu en þau sem ekki tóku lýsi og
var meðalinntaka þeirra sem ekki tóku lýsi 2,7 pg
á dag. Árið 2001 kom á markaðinn Stoðmjólk sem
ráðlögð er fyrir börn sex mánaða til tveggja ára og
inniheldur hún 1,2 gg af D-vítamíni í 100 ml (5). Ef
ungbörn neyta um 500 ml á dag af stoðmjólk eins
og áætlað er ætti sú inntaka að auka D-vítamín
í fæði þeirra barna um 6 pg/dag. Lítil teskeið af
þorskalýsi eða krakkalýsi auk stoðmjólkurinnar
ætti því að veita ungbarninu það D-vítamín sem
það þarfnast. Á þessum aldri er mjög mikilvægt að
ráðleggingum sé fylgt til að koma í veg fyrir of litla
eða of mikla neyslu á D-vítamíni.
Athyglisvert er að sjá að við 12 mánaða aldur
tóku aðeins um 50% barnanna inn lýsi eða AD
dropa þrátt fyrir að í ungbarnavernd sé ráðlagt að
gefa börnum annan hvorn þessara D-vítamíngjafa.
Gefa niðurstöðurnar vísbendingu um að auka
þurfi til muna fræðslu til foreldra ungra barna um
mikilvægi D-vítamíninntöku.
Þakkir
Höfundar þakka Birni Sigurði Gunnarsyni, Hildi
Atladóttur og Margaret Ospina fyrir gagnasöfn-
un. Hólmfríði Þorgeirsdóttur og Ragnheiði Ástu
Guðnadóttur fyrir aðstoð við úrvinnslu.
Verkefnið var kostað af styrkjum til Ingu Þórs-
dóttur frá Vísindasjóði Rannsóknarráðs íslands
og Rannsóknasjóði Háskóla íslands. Landbún-
aðarráðuneyti, Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins
og Landsamband kúabænda studdu verkefnið
gegnum styrk til rannsóknarnáms í næringarfræði
(2000-2002) við matvælafræðiskor raunvísinda-
deildar HÍ og næringarstofu Landspítalans í því
skyni að auka þekkingu á næringarfræði manns-
ins.
Heimildir
1. Holick MF. Vitamin D: Photobiology, metabolism, and clini-
cal application. In: The Liver: Biology and Pathobiology, 3d
Edition, ed. by Arias IM, Boyer JL, Fausto N, Jakoby WB.
Schachter DA, Shafritz DA. Raven Press Ltd., New York 1994:
543-62.
2. Nordic Nutrition Recommendations. 4th ed. Nordic Concil of
Ministers, Kaupmannahöfn 2004.
3. Insel P, Turner RE, Ross D. Nutrition. Jones/Bartlett publish-
ers, 2004: 451.
4. Mattila P, Piironen V, Uusi-Rauva E, Koivistoinen P.
Cholecalciferol and 25-hydroxy-cholecalciferol contents in fish
and fish products. J Food Comp Anal 1995; 8: 232-43.
5. Islensku næringarefnatöflurnar. www.matarvefurinn.is
6. Steingrímsdóttir L, Þorgeirsdóttir H, Ólafsdóttir AS. Hvað
borða íslendingar? Könnun á mataræði íslendinga 2002, helstu
niðurstöður. Rannsóknir Manneldisráðs íslands V. Lýðheilsu-
stöð, Reykjavík 2003.
7. Steingrímsdóttir L, Þorgeirsdóttir H, Ægisdóttir S. Könnun á
mataræði íslendinga 1990, 1. Helstu niðurstöður. Rannsóknir
Manneldisráðs III. Manneldisráð íslands 1991.
8. Atladóttir H, Þórsdottir I. Energy intake and growth of infants
in Iceland - a population with high frequency of breast-feeding
and high birthweight. Eur J Clin Nutr 2000; 54: 695-702.
9. Gunnarsson BS, Þórsdóttir I, Pálsson G. Iron status in 2-year-
old Icelandic children and associations with dietary intake and
growth. Eur J Clin Nutr 2004; 58: 901-6.
10. Þórsdóttir I, Gunnarsdóttir I, Pálsson GI. Association of birth
weight and breast-feeding with coronary heart disease risk fac-
tors at the age of 6 years. Nutr Metab Cardiovasc Dis 2003; 13:
267-72.
11. Gunnarsdóttir I, Þórsdóttir I. Relationship between growth
and feeding in infancy and body mass index at the age of 6
years. Int J Obes Relat Metab Disord 2003; 27:1523-7.
12. Black AE, Cole TJ, Wiles SJ, White F. Daily variation in food
intake of infants from 2 to 18 months. Hum Nutr Appl Nutr
1983; 37A: 448-58.
13. Gunnarsson Ö, Indriðason ÓS, Franzson L, Halldórsdóttir
E, Sigurðsson G. D-vítamínbúskapur fullorðinna íslendinga.
Læknablaðið 2004; 90: 29-36.
14. Webb AR, Kline L, Holick MF. Influence of season and
Læknablaðið 2005/91 585