Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / D-VÍTAMÍNBÚSKAPUR BARNA samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn (18), en þó ekki það hátt að meðalneysla upp á 750 ml á dag veiti ráðlagðan dagsskammt af D-vítamíni. Hlutfall norskra barna sem fá lýsi eða annan D- vítamíngjafa er talsvert hærra en íslenskra, en þar er 80% sex mánaða barna gefin bætiefni sem innihalda D-vítamín og 74% 12 mánaða barna (29,20). Eins og sjá má í töflu III er þetta hlutfall 65% hjá sex mánaða börnum og 49% hjá 12 mán- aða börnum á íslandi. Meðal D-vítamíninntaka fjögurra ára norskra barna er 2,6 pg á dag, en 7 pg á dag hjá þeim sem taka lýsi eða annan D-víta- míngjafa (21). Stórir skammtar af D-vítamíni geta verið skað- legir og eru ungbörn og börn viðkvæmari fyrir of miklu af D-vítamíni en fullorðnir (22). Engin eitrunarmörk hafa verið skilgreind, en mörkin eru byggð á áhrifum á styrk 25-OH-D og hættu á of háum kalkstyrk í blóði. „EU Scientific Committee on Food“ hefur sett fram efri mörk fyrir ungbörn og börn til 10 ára aldurs við 25 pg/dag, og 50 pg/ dag fyrir unglinga og fullorðna (23). Nokkur hluti barna í rannsókninni sem lýst er í þessari grein nálgast þau efri mörk sem skilgreind hafa verið fyrir börn. Þess ber þó að geta að þau börn sem mest fengu af D-vítamíni í sínu fæði og voru mjög nálægt hámarksneyslu tóku inn ufsalýsi sem inni- heldur mun meira magn af D-vítamíni en þorska- lýsi og krakkalýsi. Ekki er mælt með að börnum sé gefið ufsalýsi. Vitað er að hjá Islendingum er lýsi mikilvægasti D-vítamíngjafinn í fæðu og er erfitt að ná ráðlögð- um dagsskammti D-vítamíns með neyslu hollrar fæðu án lýsis (eða annars D-vítamíngjafa). Þetta kemur rnjög vel fram í þeim rannsóknum sem hér er lýst. Sex ára börn sem tóku þátt í rannsókninni fengu tæplega fimm sinnum meira af D-vítamíni úr sinni fæðu ef þau tóku lýsi, en þau sem ekki tóku lýsi. Það sama á við um tveggja ára börnin. Meðalneysla D-vítamíns hjá sex ára börnum sem ekki tóku lýsi var 2,7 pg á dag og 2,1 pg á dag hjá tveggja ára börnum sem er talsvert langt frá RDS og þar af leiðandi talsverðar líkur á að þau börn fullnægi ekki þörf sinni fyrir D-vítamín. 12 mánaða ungbörn sem tóku inn lýsi eða AD dropa fengu að meðaltali tæplega fjórum sinnum meira af D- vítamíni úr sinni fæðu en þau sem ekki tóku lýsi og var meðalinntaka þeirra sem ekki tóku lýsi 2,7 pg á dag. Árið 2001 kom á markaðinn Stoðmjólk sem ráðlögð er fyrir börn sex mánaða til tveggja ára og inniheldur hún 1,2 gg af D-vítamíni í 100 ml (5). Ef ungbörn neyta um 500 ml á dag af stoðmjólk eins og áætlað er ætti sú inntaka að auka D-vítamín í fæði þeirra barna um 6 pg/dag. Lítil teskeið af þorskalýsi eða krakkalýsi auk stoðmjólkurinnar ætti því að veita ungbarninu það D-vítamín sem það þarfnast. Á þessum aldri er mjög mikilvægt að ráðleggingum sé fylgt til að koma í veg fyrir of litla eða of mikla neyslu á D-vítamíni. Athyglisvert er að sjá að við 12 mánaða aldur tóku aðeins um 50% barnanna inn lýsi eða AD dropa þrátt fyrir að í ungbarnavernd sé ráðlagt að gefa börnum annan hvorn þessara D-vítamíngjafa. Gefa niðurstöðurnar vísbendingu um að auka þurfi til muna fræðslu til foreldra ungra barna um mikilvægi D-vítamíninntöku. Þakkir Höfundar þakka Birni Sigurði Gunnarsyni, Hildi Atladóttur og Margaret Ospina fyrir gagnasöfn- un. Hólmfríði Þorgeirsdóttur og Ragnheiði Ástu Guðnadóttur fyrir aðstoð við úrvinnslu. Verkefnið var kostað af styrkjum til Ingu Þórs- dóttur frá Vísindasjóði Rannsóknarráðs íslands og Rannsóknasjóði Háskóla íslands. Landbún- aðarráðuneyti, Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins og Landsamband kúabænda studdu verkefnið gegnum styrk til rannsóknarnáms í næringarfræði (2000-2002) við matvælafræðiskor raunvísinda- deildar HÍ og næringarstofu Landspítalans í því skyni að auka þekkingu á næringarfræði manns- ins. Heimildir 1. Holick MF. Vitamin D: Photobiology, metabolism, and clini- cal application. In: The Liver: Biology and Pathobiology, 3d Edition, ed. by Arias IM, Boyer JL, Fausto N, Jakoby WB. Schachter DA, Shafritz DA. Raven Press Ltd., New York 1994: 543-62. 2. Nordic Nutrition Recommendations. 4th ed. Nordic Concil of Ministers, Kaupmannahöfn 2004. 3. Insel P, Turner RE, Ross D. Nutrition. Jones/Bartlett publish- ers, 2004: 451. 4. Mattila P, Piironen V, Uusi-Rauva E, Koivistoinen P. Cholecalciferol and 25-hydroxy-cholecalciferol contents in fish and fish products. J Food Comp Anal 1995; 8: 232-43. 5. Islensku næringarefnatöflurnar. www.matarvefurinn.is 6. Steingrímsdóttir L, Þorgeirsdóttir H, Ólafsdóttir AS. Hvað borða íslendingar? Könnun á mataræði íslendinga 2002, helstu niðurstöður. Rannsóknir Manneldisráðs íslands V. Lýðheilsu- stöð, Reykjavík 2003. 7. Steingrímsdóttir L, Þorgeirsdóttir H, Ægisdóttir S. Könnun á mataræði íslendinga 1990, 1. Helstu niðurstöður. Rannsóknir Manneldisráðs III. Manneldisráð íslands 1991. 8. Atladóttir H, Þórsdottir I. Energy intake and growth of infants in Iceland - a population with high frequency of breast-feeding and high birthweight. Eur J Clin Nutr 2000; 54: 695-702. 9. Gunnarsson BS, Þórsdóttir I, Pálsson G. Iron status in 2-year- old Icelandic children and associations with dietary intake and growth. Eur J Clin Nutr 2004; 58: 901-6. 10. Þórsdóttir I, Gunnarsdóttir I, Pálsson GI. Association of birth weight and breast-feeding with coronary heart disease risk fac- tors at the age of 6 years. Nutr Metab Cardiovasc Dis 2003; 13: 267-72. 11. Gunnarsdóttir I, Þórsdóttir I. Relationship between growth and feeding in infancy and body mass index at the age of 6 years. Int J Obes Relat Metab Disord 2003; 27:1523-7. 12. Black AE, Cole TJ, Wiles SJ, White F. Daily variation in food intake of infants from 2 to 18 months. Hum Nutr Appl Nutr 1983; 37A: 448-58. 13. Gunnarsson Ö, Indriðason ÓS, Franzson L, Halldórsdóttir E, Sigurðsson G. D-vítamínbúskapur fullorðinna íslendinga. Læknablaðið 2004; 90: 29-36. 14. Webb AR, Kline L, Holick MF. Influence of season and Læknablaðið 2005/91 585
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.