Læknablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 37
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR
Siðamál lækna og læknisfræði á íslensku
Málþing til heiðurs Erni Bjarnasyni
Haldið laugardaginn 1. október 2005 í Hlíðasmára 8, Kópavogi
Fundarstjóri: Jón Snædal
09:00-09:10 Setning - Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags íslands
09:10-09:30 Örn Bjarnason - Tómas Zoéga
09:30-10:00 Orðræða um læknisfræði á íslensku. Framlag Arnar Bjarnasonar - Guðmundur Þorgeirsson
10:00-10:30 Trúnaðarlækningar - Kristinn Tómasson
10:30-11:00 Kaffi
11:00-12:00 Dual responsibility - John R. Williams, Director of Ethics, World Medical Association
Þíng áhugamanna um sögu læknísfræðinnar
- verður haldið í Reykjavík 10.-13. ágúst
í sumar heldur Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar
alþjóðlegt þing í Háskóla íslands. Norrænu samtökin um sögu
læknisfræðinnar þinga annaðhvert ár og er röðin komin að
íslandi. Stjórn félagsins ákvað að gera þingið enn alþjóðlegra
en ella með því að skylda fyrirlesara til að mæla á tungu eng-
elskra en ekki á hefðbundna skandinavísku. Þegar hafa um 50
útlendingar boðað komu sína og nokkur fjöldi Frónbúa.
Á þinginu verður fjallað um margvísleg söguleg efni en
yfirskrift þingsins er „sjúklingur og samfélag". Rælt veröur um
læknislist á miðöldum, konur í læknisfræði, sögu tannlækninga,
sögu lyfjafræði, faraldsfræði pesta, heimilislækninn að fornu
og nýju og fleira. Læknislist í íslendingasögum verður gerð
sérstök skil. Þrír aðalfyrirlesarar flytja lengri tölur; Jan Sundin
frá Svíþjóð, Haraldur Briem úr Laugarásnum í Reykjavík og
Charlotte Kaiser frá Þýskalandi. Fjölmatgir verða með styttri
erindi um margvísleg efni í amk. þremur sölum samtímis. Auk
þess verða veggspjöld til sýnis.
Miövikudag 10. ágúst - safnast þáltttakendur saman til
skrafs og ráðagerða í Þjóðmenningarhúsinu til að bera saman
fundargögn, lyfta glasi og hlýða á tónlist og stuttar hátíða-
ræður.
Finimtudag 11. ágúst - hefðbundið fyrirlestrahald með
nauðsynlegum hressandi hléum.
Föstudag 12. ágúst - fer öll ráðstefnan á Snæfellsnes og sigl-
ir um Breiðafjörð. Ferðalagið á einkum að ljúka upp augum
gesta fyrir þeim vanda sem læknar fyrri alda stóðu andspænis
áður en jeppar urðu fleiri en prentuð eintök Passíusálmanna.
Komið verður í Bjarnarhöfn og fræðst um Þorleif Þorleifsson
smáskammtalækni, og síðan að Borg á Mýrum. Þar verður
fjallað um einn öflugasta geðlækni Islendingasagna, Egil
Skallagrímsson, sem stríddi reyndar eins og fleiri mektarmenn
við margs konar geðfár. Á Breiðafjarðarsiglingunni verður
fræðst um líf lækna sem áður stunduðu eyjaskeggja. Á heim-
leiðinni verður snætt í Skessubrunni.
Laugardag 13. ágúst - fyrirlestrar fram eftir degi, síðan farið
í Bláa lónið þar sem Grímur Sæmundsen læknir og starfsmenn
hans bjóða uppá bað og bús. Ráðstefnunni verður slitið með
sameiginlegum kvöldverði.hefðbundnumræðumog verðlauna-
afhendingu í veitingasal Lónsins.
Við hvetjum lækna og aðra áhugamenn um sögu læknis-
fræðinnar til að koma og taka þátt í þessu þingi. Því hefur
stundum verið fleygt að íslenskir læknar telji að saga læknis-
fræðinnar hafi þá fyrst hafist þegar þeir sjálfir byrjuðu störf og
henni ljúki þegar þeir leggi hlustarpípuna á hilluna. Þátttaka
í söguþingi sem þessu sendir slíkt ábyrgðarlaust gaspur beint
til föðurhúsanna. Ráðstefnugjaldi er í hóf stillt fyrir meðlimi
í Félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Leitið frekari
upplýsinga á heimasíðu ráðstefnunnar www.icemed.is/saga/
Óttar Guönuindsson
Læknablaðið 2005/91 605