Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / UPPLÝSINGATÆKN Þegar tölvan frýs og síminn þagnar... - Unnið að því að koma í veg fyrir að bilanir geti breiðst út og lamað allt tölvu- og símkerfi Landspítala eins og gerðist í lok maí Óneitanlega brá mörgum illa þegar tölvu- og sím- kerfi Landspítala varð skyndilega óvirkt 31. maí síðastliðinn. Öll samskipti urðu afar erfið og stóð þetta ástand í nokkrar klukkustundir. Á meðan mátti sjá starfsfólk á þönunt með farsíma eða tal- stöðvar að vopni en aðgangur að sjúkraskrám var lokaður. Pótt allt færi vel að lokunr og ekki væri hægt að rekja nein teljandi óhöpp til þessa ástands segir það sig sjálft að svona uppákoma er ekki við- unandi í rekstri þessarar voldugu stofnunar, öryggi sjúklinga er í veði. Segja má að ein ástæða þess hversu bilt fólki varð við sé sú hversu stöðugt tölvukerfi spítalans hefur verið. Að sögn þeirra Friðþjófs Bergmann yfirmanns tækniþjónustu og Ólafs Aðalsteinssonar forstöðumanns upplýsingalæknisviðs hefur kerfið verið afar stöðugt frá árinu 1998 og þess vegna hafi allir verið óviðbúnir svona mikilli bilun. Fram hefur komið í fréttum að svokallaður skiptir sem er í húsnæði endurhæfingar í Kópavogi hafi bilað og segir Friðþjófur að komið hafi upp framleiðslugalli sem lýsti sér þannig að tækið fór að senda frá sér stöðugan straum falskra skila- boða sem smárn saman hægðu á kerfinu þar til það stöðvaðist. Nokkurn tíma tók að finna hvar bilunin var vegna þess að alls eru 260 skiptar á spítalanum og lágu allir undir grun. Umferðarstjórnin bilaði Það má kalla kaldhæðni örlaganna að hluti skýr- ingarinnar á biluninni er sá að það stóð yfir vinna við að korna í veg fyrir að einmitt svona bilanir geti orðið. Til þess að skýra það nánar þarf að lýsa ögn uppbyggingu tölvukerfisins. Kerfið er samsett af tveimur lögum. Annars vegar er burðarlag sem líkja má við vegakerfi landsins. Hins vegar er stjórnunarlag þar sem umferðinni um kerfið er stjórnað. Að sögn þeirra Friðþjófs og Ólafs er burðarlagið ákaflega traust og öflugt. Hins vegar hefur að undanförnu staðið yfir vinna við að styrkja stjórnunarlagið og skipta kerfinu upp í minni einingar í þeim tilgangi að tak- marka útbreiðslu bilana. „Pað má líkja þessu við lögreglumenn sem eru að stjórna umferð á vegi. Fram til þessa hafa þeir einungis verið tveir en nú er verið að fjölga M w ■rti 1 .1 •i' L Æ M þeim. Pað sem vantaði upp á var að virkja þessa lögreglumenn. Skiptirinn sem bilaði var einn þessara óvirku lögreglumanna, ef hann hefði verið kominn í fullan gang hefði bilunin einskorðast við Kópavog," segir Friðþjófur. Eitt af því sem mörgum þótti undarlegt var að tölvu- og símkerfið skyldi verða óvirkt á sama tíma. Friðþjófur svarar því til að símkerfið hafi í sjálfu sér ekki dottið út og að rnargir símar hafi verið virkir. Hins vegar hafi stíflan í kerfinu sem áður er lýst valdið því að menn náðu ekki sambandi. „Við hér á deildinni ræddum ekki alls fyrir löngu við starfsmenn á bráðadeildunum og komumst að því að þar er símasambandið miklu mikilvægara en tölvukerfið. í ljósi þess hefur verið ákveðið að koma upp sérstöku innanhússímkerfi á spítalan- um, svonefndum rauðum símurn sem verða 30-50 talsins, en þeir munu tengja saman lykildeildir og vera beintengdir Neyðarlínunni. Peir verða óháðir tölvu- og símkerfinu og geta því starfað þótt það detti út. Það verður hins vegar hægt að tengja þá við farsímana en spítalinn á um 800 slíka síma, segir Friðþjófur. Friðþjófur Bergmann (til vinstri) og Ólafur Aðalsteinsson stjórnendur á upplýsingatœknisviði Landspítala. Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2005/91 611
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.