Læknablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / D-VfTAMÍNBÚSKAPUR BARNA
Tafla IV. D-vítamíninntaka 2ja og 6 ára barna.
n Meöal- tal (pg) Hundraöshlutar
SD 5 10 25 50 75 90 95 RDS
Allir 2ja ára 93 6,5 7,0 0,7 1,0 1,8 4,8 8,7 13,4 21,2 10,0
Allir 6 ára 127 6,5 7,7 0,9 1,1 1,7 3,7 7,3 16,9 23,0 10,0
Strákar 2ja ára 52 6,8 5,6
Strákar 6 ára 63 6,0 6,8
Stelpur 2ja ára 41 6,2 9,1
Stelpur 6 ára 64 7,1 8,6
Matarœði tveggja ára íslendinga
Niðurstöður fyrir tveggja ára börnin sem settar eru
fram í töflu IV sýna að meðalinntaka D-vítamíns
fyrir allan hópinn var nokkuð fyrir neðan RDS.
Um helmingur barnanna fékk innan við helming
af RDS. Dreifing neyslunnar hjá tveggja ára börn-
unum var mikil, eins og hjá ungbörnunum, þar
sem lægstu gildin eru undir 0,6 |ig/dag, en þau 5%
barna sem mest neyta af D-vítamíni fengu meira
en 21 pg/dag. Um 60% tveggja ára barnanna sem
tóku þátt í rannsókninni tóku lýsi og var með-
allýsisneysla þeirra 3,6 g/dag sem jafngildir um
það bil einni teskeið af lýsi. Meðallýsisneysla alls
hópsins var 2,2 g/dag. Dreifing lýsisneyslunnar var
frá Og/dag og upp í 11 g/dag. Börn sem ekki tóku
lýsi fengu að meðaltali 2,1 pg af D-vítamíni úr sinni
fæðu daglega, en þau börn sem tóku inn lýsi fengu
9,5 pg að meðallali.
Matarœði sex ára íslendinga
Eins og hjá tveggja ára börnunum fékk rúmlega
helmingur 6 ára barna minna en helming af RDS.
Viðmiðunargildi fyrir hámarksneyslu D-vítamíns
er 25 pg/dag. í töflu IV má sjá að um 5% barnanna
var nálægt þessum viðmiðunarmörkum. Sé litið
á meðaltal og miðgildi má sjá að meðaltalið er
nálægt því að vera helmingi hærra en miðgildið
og gefur það til kynna ójafna dreifingu á neyslu
D-vítamíns. 40% barnanna sem tóku þátt í sex
ára rannsókninni tóku lýsi og var meðallýsisneysla
þeirra 3,4 g/dag sem jafngildir tæplega 1 tsk af
lýsi. Meðallýsisneysla alls hópsins var 1,4 g/dag.
Dreifing neyslunnar var frá 0 g/dag og upp í 8 g/
dag. Börn sem ekki tóku lýsi fengu að meðaltali 2,7
pg af D-vítamíni úr fæðunni daglega, en þau börn
sem tóku inn lýsi fengu 12,3 pg að meðaltali.
Umræða
Niðurstöðurnar sýna að ung íslensk börn sem ekki
fá lýsi eða AD dropa fá ekki nægjanlegt D-vítamín
úr fæði og er D-vítamíninntaka þeirra langt frá
inntöku þeirra barna sem taka inn lýsi eða AD
dropa og einnig almennt langt frá RDS.
I þeim rannsóknum sem niðurstöður eru birtar
úr í þessari grein má sjá að meðalinntaka barnanna
á D-vítamíni nær frá því að vera 6,0 gg/dag hjá sex
ára strákum, upp í tæplega 11 pg/dag hjá fjögurra
mánaða stelpum. Rétt er að vekja athygli á því að
þrátt fyrir að meðalneysla D-vítamíns sé oft nokk-
uð nálægt RDS þá er dreifing neyslunnar mjög
mikil og fékk stór hluti barnanna D-vítamín sem
var langt frá því sem ráðlagt er.
í rannsókn Gunnars Sigurðssonar kernur fram
að líklegt megi telja að í Reykjavík (64°N) sé engin
framleiðsla á D-vítamíni í húð frá október fram í
apríl (13). Erlendar rannsóknir styðja þessa tilgátu
(14, 15). í rannsókninni (13) var sýnt fram á að
mesta þörfin fyrir inntöku D-vítamíns er í febrú-
ar-mars, en neysla D-vítamíns í júní og júlí virðist
óþörf. Þetta staðfestir mikilvægi þess að huga að
inntöku D-vítamíns, nánast allt árið um kring, en
einkum þó yfir vetrarmánuðina. Rannsóknin var
gerð á fullorðnum íslendingum, en líklegt má telja
að það sama eigi við um börn,sem jafnframt verður
að teljast viðkvæmari hópur.
Dagleg inntaka D-vítamíns upp á 5 pg á dag er
talin vera nægjanleg til að koma í veg fyrir bein-
kröm hjá börnum (16). Sé litið á niðurstöður þeirra
rannsókna sem hér er fjallað um má sjá að talsvert
stór hluti barnanna nær ekki að fá 5 pg á dag af D-
vítamíni. Um helmingur tveggja og sex ára barn-
anna og að minnsta kosti fjórðungur ungbarnanna
var með D-vítamíninntöku undir þessum mörkum.
Neðri mörk D-vítamíninntöku hafa verið sett 2,5
pg/dag samkvæmt nýjum norrænum ráðleggingum
og mikil hætta á skorti á D-vítamíni fari neysla
þess undir þessi mörk (2). Samkvæmt niðurstöðum
þeirra þriggja rannsókna sem hér er fjallað um má
sjá að um fjórðungur ungbarnanna og barnanna
nær ekki þessum lægri mörkum D-vítamíns.
D-vítamíninntaka íslenskra ungbarna er tölu-
vert lægri en sænskra ungbarna. Meðalinntaka á
fyrsta aldursári er 11-15 gg á dag í Svíþjóð (17). Á
íslandi er meðal neysla á fyrsta aldursári 6,3-10,6
pg á dag. Rétt er að árétta hér að við útreikninga
á D-vítamíninntöku íslenskra ungbarna var stuðst
við breskan gagnagrunn um næringargildi brjósta-
mjólkur. Magn D-vítamíns í íslenskri brjóstamjólk
er nokkuð hærra en gefið er upp í þeim breska
584 Læknablaðið 2005/91