Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2005, Page 31

Læknablaðið - 15.07.2005, Page 31
UMRÆÐA & FRETTIR / MALAREKSTUR Ll Málefni lækna fyrirferðarmikil í dómsölum - LÍ á aðild að fjórum málum sem varða kjör lækna Læknafélag Íslands hefur að undanförnu séð sig tilneytt að fara með ýmis túlkunaratriði kjara- og ráðningarsamninga lækna fyrir dómstóla. í vor féll úrskurður Félagsdóms í einu máli félaginu í óhag. Tvö önnur mál bíða afgreiðslu dómstóla en auk þess tók félagið að sér að kosta mál Tómasar Zoega gegn Landspítalanum. Málið sem tapaðist fyrir Félagsdómi snerist um rétt heilsugæslulækna við Fleilbrigðisstofnun Suðurlands til þess að ákveða sjálfir hvort þeir ynnu á föstum mánaðarlaunum eða í afkastahvetj- andi launakerfi. Forsagan er sú að með úrskurði kjaranefndar haustið 2002 var kveðið á um að heilsugæslulæknar gætu valið hvoru launakerfinu þeir fylgdu. í fyrstu kusu fáir að vinna eftir afkasta- hvetjandi kerfi en það breyttist í ársbyrjun 2004 þegar læknarnir á Selfossi ákváðu að vinna sam- kvæmt því. Þegar kom fram á mitt ár 2004 taldi yfirmaður stofnunarinnar að launakostnaður væri orðinn of hár og bað læknana að breyta ákvörðun sinni. Því neituðu þeir og þá ákvað framkvæmdastjórinn að frá og með síðustu áramótum skyldu læknarnir vinna á föstum mánaðarlaunum. Þessu vildu lækn- arnir ekki una og þess vegna stefndi LÍ fjármála- ráðherra fyrir Félagsdóm. Niðurstaða dómsins var sú að málinu hefði átt að vísa til almennra dómstóla. Gunnar Ármannsson framkvæmdastjóri LÍ sem sótti málið fyrir hönd læknanna sagði í spjalli við Læknablaðið að ákveðið hefði verið að fara ekki með þetta mál fyrir almenna dómstóla. Ástæðan er sú að ljóst þótti að endanleg niður- staða fengist tæplega fyrr en um næstu áramót en þá fellur gildandi úrskurður kjaranefndar úr gildi. „Tilgangurinn með málssókninni fyrir Félagsdómi var einmitt sá að fá niðurstöðu sem hægt hefði verið að starfa eftir út gildistíma úrskurðar kjara- nefndar. Það er nokkuð víst að ríkisvaldið muni í komandi kjaraviðræðum setja fram kröfu um að ákvæði sem samræmist þeirra skilningi - óháð niðurstöðu dómstóla - verði fest í samningum,“ sagði Gunnar. Dagvinnulaun og hvíldartími Annað mál sem varðar túlkun kjarasamninga bíður nú meðferðar fyrir Félagsdómi en það snýst um skilgreiningu á hugtakinu dagvinnulaun. Málið varðar lækna á Landspítala sem fá greidda svo- nefnda viðbótarþætti ofan á föst dagvinnulaun. Þeir geta verið vegna stjórnunar, kennslu eða ann- arra sérverkefna og numið allt að fjórðungs upp- bót ofan á dagvinnulaunin. Þegar þeir læknar sem þetta gildir um ávinna sér frítökurétt vegna skerts hvíldartíma og vilja fá hluta hans greiddan út eins og samningar heimila, reka þeir sig á að launin sem fást fyrir frítökuréttinn eru reiknuð á dagvinnu- taxta án viðbótarþátta. Um túlkun þessa ákvæðis í kjarasamningi sjúkrahúslækna hefur verið deilt í samstarfsnefnd LÍ og Landspítala í rúm tvö ár án þess að niður- staða fengist. Þess vegna taldi stjórn LI nauðsyn- legt að stefna Landspítalanum fyrir Félagsdóm svo fá megi niðurstöðu um þetta atriði áður en kjara- samningurinn rennur út. Þriðja málið sem varðar túlkun kjarasamninga var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl. Það snýst um að tryggja unglæknum á Landspítala sömu lágmarksréttindi og öðrum læknum hvað varðar reglur um hvíldartíma. Eins og flestum er kunnugt var samið um hvíldartíma lækna í kjara- samningum sem gerðir voru í apríl 2002 og voru „læknar í starfsnámi“ undanþegnir þessu ákvæði. Síðan hefur staðið deila um hverjir teljist til þess hóps. Stjórnendur spítalans hafa sett alla unglækna undir þennan hatt og neita að viðurkenna að þeir eigi rétt á fríi sem nemur hálfri annarri klukku- stund fyrir hverja stund sem lágmarkshvíldartími skerðist um. Um þetta hefur staðið töluverður styr og átti þetta ákvæði kjarasamningsins stærstan þátt í því að unglæknar sögðu sig um tíma úr LÍ. Með lagabreytingu sem gerð var í apríl 2003 var öllu launafólki tryggður réttur á „samsvarandi" hvíld síðar ef fullnægjandi hvíld fengist ekki á við- miðunarsólarhring. Þetta hefur Landspítalinn ekki viljað viðurkenna að gildi um unglækna og hefur honum því verið stefnt vegna málsins. Mál Tómasar Zoéga Fjórða og síðasta málið sem LI hefur afskipti af þessi misserin er málarekstur Tómasar Zoega vegna þess sem hann telur ólögmæta breytingu á störfum sínum hjá Landspítala. Málið höfðaði Tómas eftir að stjórnendur Landspítala tilkynntu honum 27. apríl síðastliðinn að hann yrði fluttur úr Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2005/91 599

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.