Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.07.2005, Blaðsíða 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HUGÐAREFNI Gufuuppstreymi í Jarðbaðshólum í Mývatnssveit. Þjórsárholtsbaðið. Innréttinganna í Reykjavík á laugardags- og sunnudagskvöldum. (1) Laugalækurinn var einnig notaður til baða og líklega hefur Jón Kærnested kennt sund í læknum árið 1823 (23). Marteinslaug í Haukadal var einnig lýst af Eggert og Bjarna: ... baðlaug, endur fyrir löngu helguð heilögum Marteini frá Tour ... mikið notuð og í miklum metum. Sú saga er sögð um Marteinslaug þessa, að hún hafi með yfirnáttúrulegum hætti sprottið upp úr hörðum kletti og fallið síðan gegnum íhvolfa rennu ofan á klettinum niður í baðþróna. Þá er sagt að vatnið sé gætt lækningamætti. (1) Laugin var tempruð með köldu vatni úr Kaldalæk (24). Laugin spilltist á 19. öld og er horfin í lok aldar- innar, en kietturinn íhvolfi sem stóð á lækjarbakk- anum notaður sem þvottaker (25). 1927 var friðað „Steinker fornt við Marteins- laug“. Nokkru seinna var reistur skúr yfir Marteins- hver (gufubað) sem var rifinn fyrir skömmu og þá kom steinkerið í ljós á lækjarbakkanum. Það var flutt að annarri laug skammt frá sem sumir álíta Marteinslaug. Fleiri laugar eru taldar mjög gamlar, s.s. Leirár- laug, þekkt fyrir það að Árni Oddsson lögmaður fannst þar látinn í laugu árið 1665. Og Grettislaug á Reykhólum lifir í munnmælum. Gömul nöfn á hverum og laugum eru oft lýs- andi, s.s. Baðlaug, Baðlaugarhver, Þvottalaug, Þvottahver, Þvottahola, Ullarhver, Vaðmálshver, og Gvendarlaugar finnast víða. Séra Jónas frá Hrafnagili segir frá því í Islensk- urn þjóðháttum að svokölluð þurraböð voru talin hafa mestan lækn- ingamátt, sérstaklega við gigtinni. Þau voru þar sem heitar gufur lagði upp úr jörðu. Kofi var gerður yfir gufunni og lágu menn þar og svitn- uðu ákaflega. (26) Fyrsta lýsingin er af jarðbaðinu (þurrabað) í Reykjahlíð í íslandslýsingu Odds biskups Ein- arssonar í lok 16. aldar. Þar segir frá því merki- lega fyrirbæri að menn skríði inn í kofa sem er reistur yfir heita hraunsprungu og velti menn sér þar í heitum sandinum og svitni. Ef hitinn er ekki nógur róta menn í sandinum með spýtu og stígur þá upp létt gufa og fyllir kofann þægilegum hita. Bað þetta er talið búa yfir leyndum lækninga- mætti (27). Gísli biskup Oddsson segir í ritgerð sinni „De Mirabilibus Islandiae" að baðið lækni allt. Það var talið áhrifaríkast um Jónsmessu og þá fjölsótt. Þegar Sveinn Pálsson skoðar þetta fræga þurrabaðl794 er það orðið óþolandi heitt (2). Og það má til sanns vegar færa því að Þura í Garði segir að Aldís formóðir Skútustaðaættar hafi kafnað í Mývatnsbaðhúsi 1803 þar er nú heita Jarðbaðshólar (28). Ebeneser Henderson er þarna á ferð 1814 og lýsir því svo: kofi hlaðinn úr hraungrjóti yfir gryfju eina og er í henni sprunga er gufustraumur kemur upp úr og hitar kofann svo gífurlega að maður er í svita- baði. Það er óþægilegt. Hann segir baðið frægt fyrir að lækna allskyns sjúkdóma (24). Á 19. öld kvarta fleiri ferða- menn yfir hitanum og baðið virðist lítið notað. í Mývatnseldum breytist hitinn í hrauninu sem sjá má af gufustreyminu og hitanum í Stórugjá og Grjótagjá. 1940 var gufubaðstofa endurreist og „enn leita sjúklingar sér þar lækninga, einkum við gigt og fá furðu góðan bata“, enda var baðið vígt af Guðmundi biskupi góða (29). Þurrabaðið í Þjórsárholti er mjög gamalt þótt því sé ekki lýst fyrr en um miðja 18. öld af Eggert og Bjarna (1). Þetta er lítill torfkofi á bökkum Þjórsár, hurðalaus og gat á þaki. Ég gerði við þakið og byrgði dyrnar og skreið inn við þriðja mann, rótaði með spýtu í hornunum á kofanum þar sem Eggert og Bjarni sögðu að gufuaugun væru og viti menn, kofinn fylltist af heitri, ósýnilegri gufu. Þetta þurrabað er mjög þægilegt og heilsusamlegt. Það 620 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.