Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2005, Page 33

Læknablaðið - 15.07.2005, Page 33
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÞRÓUNARAÐSTOÐ Fimm læknanemar á leið til Kenýa - LÍ greiðir hluta ferðakostnaðarins f byrjun ágúst leggja fimm íslenskir læknanemar upp í ferð til Nairóbí í Kenýa þar sem þau ætla að sinna sjálfboðaliðsstörfum um tveggja vikna skeið í heilsugæslustöðvum í fátækrahverfum höfuð- borgarinnar. Ferðina hafa þau fjármagnað sjálf en stjórn LÍ samþykkti að greiða hluta ferðakostn- aðarins. Læknablaðið hitti fimmmenningana að máli en þeir eru Erna Flalldórsdóttir, Eyjólfur Porkelsson, Kristín Ólína Kristjánsdóttir, Margrét Ólafía Tómasdóttir og Þorgerður Guðmundsdóttir. Þau sögðu blaðamanni að hugmyndin að ferðinni hefði kviknað á norrænni læknanemaráðstefnu sem haldin var í Vatnaskógi í fyrrahaust. „Norsku læknanemasamtökin hafa undan- farin fimm ár mannað fimm heilsugæslustöðvar í fátækrahverfum Nairóbí en stöðvarnar eru starf- ræktar af hjálparsamtökum heimamanna sem nefnast Provide International. A hverju ári sækja um 100.000 manns til stöðvanna og er meirihlutinn konur og börn. Norsku samtökin senda lækna- nema reglulega til Kenýa en ásóknin í að komast er mest á sumrin sem er skiljanlegt því læknanem- ar eru uppteknir við nám yfir veturinn. Norðmennirnir auglýstu á fundinum eftir áhuga annarra þjóða á að taka þátt í þessu verkefni og við gáfum okkur fram. Fyrst var rætt um að tveir færu út en það endaði með því að við fengum fimm pláss,“ segja þau. Forvarnarstarf nýtist vel Þau segjast bæði vera spennt en líka dálítið kvíðin fyrir ferðinni því ef marka má myndband sem þau fengu sent eru aðstæður heldur frumstæðar á þess- um heilsugæslustöðvum. „Okkur sýndist læknarnir þurfa að margnota sömu sárabindin, þeir voru að skera fólk upp á venjulegum eldhúsborðum og deyfilyf virtust vera af skornum skammti. Við vitum í sjálfu sér ekki rnikið hvað bíður okkar en þarna getum við þurft að glíma við allt frá smáslys- um upp í umönnun HlV-jákvæðra. Svo verðum við líklega að útvega okkur skyndinámskeið í tannúrdrætti því það virðist ekki vera gerður sami greinarmunur þarna úti og hér á hinum ýmsu lík- amspörtum.“ Auk þess að safna fé til ferðarinnar hafa þau leitað til stofnana og fyrirtækja eftir lyfjum og Þröstur Haraldsson Fimmmenningarnir sem eru á leið til sjálfboðaliðs- starfa í Nairóbí í Kenýa, talið frá vinstri: Erna Halldórsdóttir, Kristín Ólína Kristjánsdóttir, Eyjólfur Porkelsson, Margrét Ólafía Tómasdóttir og Porgerður Guðmundsdóttir. Pœr Kristín og Þorgerður hafa lokið fimmta ári í lœkn- isfrœði en hin hafa lokið fjórða ári. Pess má geta að Kristín hefur áður sinnt Itjálparstarfi, hún var á Indlandi í fyrrasumar. Læknablaðið 2005/91 601

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.