Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Page 59

Fréttatíminn - 07.11.2014, Page 59
60 matur & vín Helgin 7.-9. nóvember 2014 Á dögunum kom á markað nýtt, bragðbetra og hollara skólajógúrt sem inniheldur fjórðungi minni sykur en áður, að sögn Björns S. Gunn- arssonar, vöruþróunar- stjóra MS. Nú eru ein- ungis um 8,5% kolvetni í jógúrtinni í stað 11-12% áður, þar af eru 5,5% syk- ur, restin er mjólkursyk- ur. Aðspurður segir Björn að það jafngildi einni og hálfri teskeið af sykri í hverri jógúrtdós. MS hefur undanfarin ár unnið markvisst að því að þróa sykurminni vörur og er skólajógúrtin afrakstur þess starfs. “Okkur tókst nú að fram- leiða enn bragðbetri og hollari vöru, sem er ánægjulegt,” segir Björn. Jógúrtin, sem er afar kalkrík og inniheldur trefj- ar, er fáanleg í þremur bragðtegundum; jarðar- ber, ferskjur og bananar ásamt því að nú er í fyrsta sinn hreint Skólajógúrt einnig fáanlegt og er sniðugt að bragðbæta það með því að setja til dæmis músli eða ávexti út í, að sögn Björns. Hann bendir á að skóla- jógúrtin sé síður en svo eingöngu ætlað börnum, heldur öllum þeim sem kjósa sykurminni mjólkur- vörur. “Við erum farin að kynna nýju jógúrtina í öllum helstu versl- unum og hefur fengið frábærar viðtökur, margir eru ánægðir með hreinu tegundina sem nýjan val- möguleika en hún gefur foreldrum kost á að gera í samvinnu við börnin sína eigin útgáfu,” bendir hann á. Unnið í samstarfi við MS Mikil ánægja með nýja og endurbætta Skólajógúrt Hráefni: 270 g hveiti 1 1/2 tsk matarsódi 1 msk engifer 1/2 tsk kardemommukrydd 1/2 tsk negull 1/2 tsk Maldon salt 200 g púðursykur 140 g ósaltað smjör, við stofuhita 80 g molasses sýróp 1 egg, við stofuhita 2 tsk rifin engiferrót 115 g sykraðar engifer- flögur (sjá uppskrift) Aðferð: 1. Hitaðu ofninn í 180°C 2. Hveiti, matarsóta, engiferi, kardemomm- um, negul og salti hrært saman í skál. 3. Púðursykri og smjöri er hrært saman í hrærivél á litlum hraða þar til blandan er létt og freyð- andi, u.þ.b. 1-2 mínútur. Molasses sýrópi, eggi og fersku engiferi bætt saman við og hrært á miðlungshraða í 1 mínútu. Sykurhúðuðum engiferflögum er bætt út í og degið hrært með sleikju. Að lokum er þurrefnunum bætt saman við og hrært vel saman. 4. Deigið er mótað í litlar kúlur og sett á ofnplötu með bökunarpappír með 5 sentimetra millibilli og bakað í miðjum ofni í 12 mínútur til að fá örlítið seigar kökur en 15 mínútur til að fá stökkar kökur. Engiferkökur með fersku engiferi og heimalöguðum sykurhúðuðum engiferflögum. E ngiferkökur eru víða bakaðar fyrir jólin enda kryddaðar kökur sem færa hita í kropp- inn á köldum vetrardögum. Þær eru tiltölulega einfaldar í bakstri en það sem gerir þessa uppskrift óvenju- lega er ferskt engifer og heimalag- aðar sykurhúðaðar engiferflögur. Kostir engifers eru ótvíræðir, fyrir utan hversu bragðgott það er þá hefur það góð áhrif á ristilinn, vinnur gegn ógleði, getur slegið á einkenni mígrenis og dregið úr harðsperrum. Þá eru rannsóknir sem benda til að það vinni jafnvel gegn krabbameini. Engiferrótina er best að geyma í kæli í grænmetisskúffunni og ágætt er að vefja henni í plast í allt að eina viku. Ef til stendur að geyma hana lengur er hægt að afhýða hana og geyma í frysti í allt að þrjá mánuði. Í þessa uppskrift er mikilvægt að velja gott og ferskt engifer til að ná fram besta bragðinu. Besta engi- ferið er með slétt og fallegt hýði og sterkur ilmur á að berast frá rótinni. Því eldri sem engiferrótin er því lengri er hún og þar af leiðandi sterkari á bragðið og trefjaríkari. Þurrt og krumpað hýði þýðir að engiferrótin er orðin gömul og komin fram yfir síðasta söludag. Engiferkökur eru sígildar jólasmákökur sem eru einfaldar og fljótlegar í bakstri. Engiferkökur Sykurhúðaðar engiferflögur Hráefni: Olía í úðabrúsa 450 g fersk engiferrót (með slétt hýði, og gefur frá sér sterkan ilm) 5 bollar af vatni 450 g sykur Aðferð: 1. Kæligrind fyrir smákökur er úðuð með matarolíu og sett á bökunarplötu með bökunarpappír í botninn. 2. Engiferrótin er afhýdd og skorin í örþunnar sneiðar og sett í miðlungsstóran pott með vatni. Lok er sett á pottinn og engiferrótin látin malla yfir miðlungsháum hita í 35 mínútur, eða þar til engiferrótin er mjúk. 3. 1/4 hluti ef vatninu er tekinn til hliðar áður en engiferrótinni er hellt í sigti. Engiferrótin er næst viktuð og jafmikill sykur er viktaður næst. Sykurinn, engiferrótin og 1/4 af soðvatninu eru sett aftur í pottinn yfir næst- hæsta hitastigi og hrært stöðugt í þar til vatnið fer að sjóða. Þá er dregið örlítið úr hitanum og hrært stöðugt í pottinum þar til sykurleðjan virðist þurr og sykurinn farinn að kristallast að nýju. Það ætti að taka u.þ.b. 20 mínútur. Engiferið er fært yfir á kæligrindina og dreift vel úr henni til að bitarnir séu ekki klesstir saman og látið kólna. 4. Þegar hún hefur alveg náð að kólna er hún sett í loft- þétt ílát, og þannig geymist hún í allt að tvær vikur. Engiferkökur fyrir bakstursnörda Baileys-terta pekanpæ jarðarBerjakaka kökur og kruðerí að hætti jóa Fel rósaterta með Frönsku súkkulaði-smjörkremi sími: 588 8998

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.