Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 28
Í MBA-náminu við HR fá nemendur kennslu og þjálfun í öllum hliðum stjórnunar, allt frá bókhaldi og fjármálum og stefnumótun að mannauðsstjórnun og markaðs- fræði. Mikil áhersla er lögð á leiðtogahæfni og persónulega færni. MBA-námið í HR hefur sérstöðu vegna jafns kynja- hlutfalls en það er sjaldgæft að helmingur nem- enda í MBA-námi séu konur. Námið er með alþjóðlega AMBA-vottun sem staðfestir gæði þess. Hvað er MBa-náM? Prófaðu reiknivélina á www.on.is og sjáðu hvað blandarinn, kaffi vélin og önnur eldhústæki nota mikið rafmagn. Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði. Við viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is HVAÐ FER MIKIL ORKA Í HEIMILISTÆKIN? Hraðsuðuketill Meðalnotkun á ári: 503 kr. (37 kWh) raftækin nota að staðaldri. Á on.is er handhæg reiknivél sem auðveldar þér að sundurliða orkunotkun heimilisins og meta kostnaðinn í heild og við einstaka þætti. Við erum heppin að náttúran skuli sjá okkur fyrir meira en nóg af orku til að létta okkur lífi ð svo um munar. Forsenda þess að við getum farið vel með auðlindirnar og lækkað kostnað er að vita hvað er í gangi og hversu mikla orku Glútenlaust, góðan daginn! höfðinu á sjálfum þér. Ég finn strax að það er byrjað að gerast, ég er komin með gagn- rýnna sjónarhorn á það sem ég hef verið að gera og sé fyrir mér að ég nálgist framtíðar- verkefni á nýjan hátt. Þau fög sem ég hef verið að lesa fyrir núna sýna mér að ég valdi hárrétt. Þetta er líka hárréttur tími. Litlu kallarnir eru orðnir tveggja og hálfs árs, það er orðið þægilegra að vera með þá og mað- urinn minn var að skila af sér bók þannig að hann tekur hitann og þungann af heimilinu á meðan ég stend í þessu. Þetta snýst bara um skipulag og ég er ein af þeim verð skipulagð- ari eftir því sem ég hef meira að gera og verð í raun betri á öllum sviðum.“ Tvíburarnir, Pétur Logi og Kristófer Áki, hafa verið á leikskóla í eitt ár og því orðnir sjóaðir leikskóladrengir. Þeir eru á leikskól- anum Álfatúni í Kópavogi en svo vill til að faðir Katrínar byggði upphaflega húsið sem hýsir leikskólann. Þar bjó fjölskyldan árum saman og tvíburasynir Katrínar eru nú á leik- skóladeild sem áður var herbergið hennar. „Þetta er mjög skemmtileg saga. Þegar ég var 9 ára gömul byggðu foreldrar mínir hús í Kópavogi, í nýlegu hverfi við Fossvogsdalinn. Mörgum árum seinna skildu foreldrar mínir, börnin voru farin að heiman og pabbi seldi húsið. Eftir það var húsinu fljótt breytt í leik- skóla. Það er á afskaplega fallegum stað við Fossvogsdalinn, liggur í miklum bratta og hægt að stækka það mjög mikið. Undir hús- inu var óuppfylltur kjallari sem hægt var að grafa út og búa til heila nýja hæð. Þó við hefð- um haft lítinn garð þá vorum við á endalóð og þar tók við stórt svæði sem bærinn átti. Þetta byrjaði sem einkarekinn leikskóli en bærinn tók reksturinn síðan yfir og átti þá þessa góðu lóð í kring.“ Katrín segist afskaplega tengd þessu hverfi en frá árinu 2002 hefur hún búið á fjórum stöðum í hverfinu. Er mikil blokkarkona „Þegar ég var ólétt af tvíburunum keyptum við íbúð í Kjarrhólma og þá hentaði vel að fara með strákana á leikskóla hinum megin við götuna þar sem gamla heimilið mitt var.“ Hún viðurkennir að það hafi í fyrstu verið dálítið skrýtið að koma aftur í húsið sem var heimili hennar í svo mörg ár. „Það er auðvi- tað búið að gjörbreyta húsinu. Þeir byrjuðu á deild sem var á neðri hæðinni sem var ný og ég þekkti ekkert. Nú í haust fluttust þeir upp um deild og það fyrsta sem ég geri þegar við mætum er að fara með þá á deild sem er gamla herbergið mitt og herbergi annars bróður míns sameinað. Þá var mér aðeins brugðið og fékk undarlega tilfinningu. Þetta var samt mjög jákvæð upplifun. Ég sá til dæmis að gamla gólfefnið er þarna enn þannig að þetta hefur verið ansi vel byggt hjá pabba. Það sóttu síðan að mér ótal minn- ingar þegar ég sá útsýnið út um gluggann. Þarna var glugginn sem ég sat við í 12 ár, lærði, lék mér, teiknaði og skrifaði. Þetta er dálítið skemmtilegt og gaman að húsið sé svona fullt af lífi.“ Hún hefur enn ekki sagt strákunum frá þessari tilviljun enda eru þeir svo litlir. „En ég mun segja þeim það og þeim mun örugglega finnast það mjög merkilegt.“ Þrátt fyrir að Katrín sé mikið fyrir til- breytingu og lýsi sér sem „óttalegu fiðrildi“ þá finnst henni gott að tengjast stöðum og lítur í raun á hverfið fyrir neðan Nýbýlaveg- inn í Kópavogi sem þorpið sitt. „Svona hlutir geta gerst þegar maður er alltaf á svipuðum slóðum. Þar átti ég æskuheimili, ég flutti aftur í hverfið með elsta strákinn minn í 2ja herbergja íbúð árið 2002, við stækkuðum síðan við okur og fluttum í þriggja herbergja íbúð. Núna erum við síðan komin í 5 her- bergja íbúð. Ég geri síðan ráð fyrir að við hjónin minnkum við okkur seinna þegar börnin eru flutt að heiman. Íbúðin sem við erum í núna er fjórða heimili mitt í hverfinu og það yrði þá fimmta heimilið í sama hverfi, nema ég gerðist svo flippuð að flytja í annað hverfi. Kannski fertugskrossgöturnar leiði mig út úr hverfinu, hver veit? Mér líður samt ótrúlega vel þarna. Íbúðin okkar í Kjarr- hólma hefur upp á allt það besta að bjóða, það er flott útivistarsvæði í nágrenninu, útsýni upp á Esju og svo þessi nánd við ná- granna. Ég er mikil blokkarkona. Mér finnst ég svo örugg þegar ég bý innan um fólk og 28 viðtal Helgin 12.-14. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.