Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 14
www.volkswagen.is Meistari í sparsemi Volkswagen up! Volkswagen Take up! kostar 1.990.000 kr. Samkvæmt könnun breska bílablaðsins Autoexpress er enginn bíll ódýrari í rekstri en Volkswagen up! Með Volkswagen up! hafa jafnframt verið sett ný viðmið í hönnun því hann er einstaklega nettur að utan en afar rúmgóður að innan. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Komdu og reynsluaktu Volkswagen up! Eyðsla frá 4,1 l/100 km A uk ab ún að ur á m yn d: S am lit h an df ön g, só lþ ak , þ ok ul jó s, lis ta r á h ur ðu m , k ró m á sp eg lu m . Minnisleysi algengt hjá flugfreyjum Minnisleysi helst í hendur við langan vinnutíma og streitu í starfi. Bresk rannsókn sýndi fram á að streituhormónið kortisól mældist í háu magni hjá flugfreyjum - og þjónum sem verða reglulega fyrir truflun á líkamsklukku. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar frá árinu 2003 sýndu að um fjórðungur flugfreyja - og þjóna var oftast líkamlega úrvinda eftir vakt en um 1 prósent var það aldrei. R annsóknir hafa sýnt fram á að mikið andlegt og líkamlegt álag fylgi störfum flugfreyja og flug- þjóna. Samkvæmt íslenskri rannsókn frá árinu 2003 var fjórðungur flugfreyja - og þjóna oftast líkamlega úrvinda eftir vinnuvaktina en innan við eitt prósent var það aldrei. Þá sýndi sama rannsókn að um 40 prósent flugfreyja hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Rýrnun á heila Ásta Kristín Gunnarsdóttir, flugfreyja, hjúkrunar - og lýðheilsufræðingur, hefur rannsakað heilsu vaktavinnu- og flug- fólks og segir hún að fyrir utan þreytu og svefnskort sé minnisleysi sé eitt af þeim einkennum sem helst í hendur við langan vinnutíma og streitu í starfi. „Samkvæmt breskri rannsókn mælist hátt magn streitu hormónsins kortisól í munnvatni hjá flugfreyjum - og þjónum sem verða reglulega fyrir truflun á líkamsklukkunni sökum flugs yfir mörg tímabelti. Kortisólið mældist mun hærra hjá þeim flugfreyjum og -þjónum sem fóru lengri flugferðir en hjá þeim sem flugu styttri ferðir, án truflunar á líkams- klukku. Því hærra sem hormónið mæld- ist því fleiri voru andleg og líkamleg einkenni, ásamt skertu langtímaminni og skertum hæfileikum til rökhugs- unar. Niðurstöður bresku rannsóknar- innar sýndu að einkennin voru áberandi eftir fimm ára viðveru í starfi og jukust með hækkandi starfsaldri,“ segir hún. Þá sýndi röntgenmyndataka rýrnun á hægra gagnaugablaði hjá flugfreyjum og -þjónum sem urðu fyrir reglulegri truflun á líkamsklukkunni en engin heilarýrnun var merkjanleg hjá þeim sem ekki urðu fyrir truflun. Ásta segir þekkt að áverkar eða slys á gagnauga- blaði heilans geti leitt til minnisleysis og skertrar vitsmunalegrar getu hjá heilbrigðum einstaklingum. Starfsfólk sem sinni ýmsum ábyrgðarmiklum og streituhlöðnum störfum finni fyrir sams- konar einkennum en fæstir átti sig á orsökunum. Mikilvægt sé að hafa í huga að fleiri þættir geti haft áhrif á aukið minnisleysi, svo sem hækkandi aldur, sjúkdómar, andlegt ástand, áfengis- og lyfjainntaka. Ásta segir flugfreyjur og -þjóna starfa við sérstakar aðstæður. Hávaði sé almennt meiri um borð í flugvélum en á venjulegum vinnustöðum og vinnuað- staða þröng. „Súrefnismettun í flug- vélum á flugi er eins og í 2400 metra hæð yfir sjávarmáli. Þessi mettun súrefnis á einnig sinn þátt í minnisleysi flugfreyja- og þjóna og getur reynst mörgum ónóg.“ Svefn gegn minnisleysi Þeim er sinna vaktavinnu og krefjandi störfum er afar mikilvægt að hvílast vel á milli vinnuvakta og segir Ásta nægan svefn bestu hvíldina. Hún segir að styttri nætursvefn en sjö til átta klukkustundir uppfylli ekki þá hvíldarþörf er líkaminn þurfi á að halda. „Nætursvefninn er okkur nauðsynlegur því hann viðheldur endurnýjun fruma í líkamanum, hann er orkusparandi og hjálpar okkur að aðlagast lífsháttum á ný eftir erfiðan dag eða nótt. Því miður telja margir sig geta komist upp með stuttan nætursvefn. Það er mis- skilningur því stuttur svefn í lengri tíma getur stuðlað að ýmis konar heilsufars- vandamálum og minnkað vitsmunalega og hugræna getu einstaklingsins,“ segir hún. Flugfreyjur og -þjónar séu fyrst og fremst öryggisverðir um borð í flug- vélum og verði að vera árvökul í starfi. Svefnskortur sé ekki óalgengur á meðal vaktavinnufólks og geti auðveldlega orðið að viðvarandi vandamáli sé ekki að gætt. „Þá er algengur misskilningur að svefnþörf minnki með hækkandi aldri. Svefnþörfin breytist hins vegar hjá okkur með árunum, gæði svefnsins minnka og þörf fyrir að leggja sig yfir daginn eykst.“ Kynferðislegt áreiti Niðurstöður íslenskrar rannsóknar, Heilsufar, líðan og vinnuumhverfi flug- freyja, sem birtar voru árið 2003 sýndu að tæplega 40 prósent flugfreyja höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnu- stað. Af þeim höfðu rúm þrjátíu prósent verið áreittar tvisvar sinnum eða oftar. Farþegar eða samstarfsmenn voru ger- endur í flestum tilfellum. Farþegar áttu einnig sök á einelti og hótunum í garð flugfreyja og -þjóna. Í rannsókninni voru sömu spurningar lagðar fyrir kvenkennara og hjúkrunar- fræðinga og kom fram að 18 prósent hjúkrunarfræðinga höfðu orðið fyrir kynferðislegu áreiti í vinnunni og átta prósent kennara. Að sögn Ástu eiga þessir hópar það sameiginlegt að megin þorri starfsstéttanna eru konur. „Það sem telst til kynferðislegs áreitis er til dæmis óæskileg snerting, aðdróttanir, kynferðislegar athugasemdir, niðurlægj- andi tilboð eða líkamleg valdbeiting.“ Hún segir afleiðingar slíkrar áreitni geta verið alvarlegar svo sem aukin streituviðbrögð, erfiðleikar með svefn, innbyggð reiði, líkamleg og andleg van- líðan. „Mikilvægt er að reyna að fyrir- byggja kynferðislega áreitni á vinnustöð- um. Það er best gert með því að fræða starfsfólk um hvað felst í slíku áreiti svo það viti hvenær slíkt á sér stað. Síðast en ekki síst hvert leita skal hjálpar.“ Hún segir brýnt að endurtaka rannsóknir á þessum viðkvæmu þáttum mannlegra samskipta meðal flugfreyja og -þjóna því ellefu ár séu liðin frá síðustu rannsókn. Ásta Kristín Gunn- arsdóttir er 52 ára flugfreyja og hefur lokið MA-gráðu í hjúkrunarfræði frá HÍ og MA- gráðu í stjórnun heil- brigðisstofnana og lýðheilsu frá HR. Eiginmaður hennar er Oddur Björnsson, fyrsti básúnuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og eiga þau hjónin þrjú börn. Ljósmynd/Hari. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is 14 fréttaviðtal Helgin 12.-14. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.