Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 76
76 menning Helgin 12.-14. september 2014  KarlsvaKa 23 ár frá fráfalli Karls J. sighvatssonar Á mánudaginn síðastliðinn hefði píanó- og orgelleikarinn Karl J. Sighvatsson fagnað 64 ára afmæli. Hann lést fyrir aldur fram í bílslysi þann 2. júní árið 1991, aðeins 41 árs gamall. Brautryðjandi í orgelleik K arl var einn magnaðasti píanóleikari hinnar íslensku rokkbylgju sem gekk yfir landið á seinnihluta sjöunda ára- tugarins og á áttunda áratugnum. Framkoma hans með Trúbrot var yfirleitt mjög lífleg og stal hann alla jafna senunni. Seinna meir stofnaði hann, ásamt Agli Ólafssyni, Hinn íslenska þursaflokk og í þeirri sveit setti Karl, eða Kalli eins og hann var alltaf kallaður, markið hátt fyrir aðra orgelleikara sem á eftir honum komu. Karl vann við allar gerðir tónlist- ar og honum var fátt óviðkomandi í sínu starfi sem listamaður, hvort sem það var að spila byltingarkennt rokk á Hammondorgelið eða sitja við kirkjuorgelið í Hveragerði eða á Selfossi í vikulegum messum. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Hljómsveitir Kalla Án þín Trúbrot Starlight Trúbrot Þú skalt mig fá Trúbrot Slappaðu af Flowers Glugginn Flowers Gegnum holt og hæðir Þursaflokkurinn Brúðkaupsvísur Þursaflokkurinn Reyndu aftur Mannakorn Göngum yfir brúna Pálmi Gunnarsson Hvers vegna varst́ ekki kyrr Pálmi Gunnarsson Platan Loftmynd Megas Einnig gerði hann tónlist við kvik- myndirnar Atómstöðina og Dalalíf, auk þess sem hann vann í leikhúsi og sjónvarpi við hin ýmsu tilefni. Fræg lög með hand- bragði Kalla Sighvats Flowers Trúbrot Náttúra Þokkabót Hinn íslenski þursaflokkur Mannakorn Jakob Frímann Magnússon Magnús Kjartansson Ég var svo heppinn að kynnast Kalla sem kornungur og nýbakaður áhuga- maður um rafmagnsorgelleik. Hann tók mig strax að hjarta sér, reyndist mér einstaklega góður og hjálpsamur, var mér í raun sem besti bróðir. Það sakaði ekki að foreldrar okkar voru vinir, mamma þeirra Sigurjóns var einstak- lega falleg og góð kona sem bauð mann strax velkominn í vinahóp sona sinna á heimilinu í Álfheimum. Kalli kenndi mér allt um Ham- mond orgel, sýndi mér margt af því sem hann kunni og hvatti mig áfram og hjálpaði er ég eignaðist mitt eigið Hammond orgel sem ég lenti í smá brasi með. Hann bjó yfir mjög sérstakri orku og skar sig strax út úr flóru íslenskra tón- listarmanna. Hann var góð fyrirmynd í snerpu og innblásinni spilamennsku, bjó yfir bestu tækni íslenskra rokkorganista þess tíma og það varð snemma ljóst að hugur hans stefndi til æðra náms í fjar- lægum löndum, Austurríki og síðar við Berkely skólann í Boston. Hann var leiftrandi músíkalskur og ógleymanlegur öllum sem honum kynntust. Um það votta þrjár metnaðarfullar Karlsvökur sem vinir hans hafa staðið fyrir honum til heiðurs allt frá andlátsári hans 1991. Minningarsjóður í hans nafni er enn starfræktur og hefur stutt tugi efnispilta- og stúlkna til náms í útlöndum, kostað orgelviðgerðir og kaup nóttnaheftaút- gáfu og sitthvað fleira. Á hátindi frægðar sinnar með Trúbroti átti hann gullfallega unnustu, Rósu Björgu Helgadóttur. Sígild mynd af þeim tveimur, síðhærðum í Afganpelsum hippaskeiðsins, hangir enn uppi á vegg hjá mér. Kalli var einstakur, snillingur með stórt hjarta. Ég og Kalli heitinn kynntumst fyrst sem unglingar. Þá var hann orgelleikari Dáta. Ég fylgdist síðan með honum í Flowers en sú hljómsveit var í miklu uppáhaldi hjá mér. Það var siður hjá okkur strák- unum að fara í Silfurtunglið á sunnudögum og hlusta. Frábærir hljóðfæraleikarar og ekki skemmdi Jónas vinur minn. Hann var líflegur á sviði. Það var eitthvað segulmagnað við strákinn á orgelinu. Hann var ör og spilaði með öllum líkam- anum og skipti oft um sound og leitaði í sífellu að réttu hljóðmyndinni. Við skemmtum okkur saman og lifðum hátt og hratt. Siðar urðum við samstarfsmenn. Það var gaman. Við höfðum báðir fengið klassískt uppeldi í æsku og áttum að einhverju leyti líkan bakgrunn. Við gerðum eina plötu saman, Lifun, og lékum saman í Þjóðleikhúsinu í Fást ásamt félögum okkar í Trúbroti. Ég kom inní það band í staðinn fyrir bæði Shady og Kalla á sínum tíma. Það var ekki auðvelt. Hvorki fyrir mig né aðra hljómsveitarmeðlimi. Kalli kom svo aftur í bandið. Það var hans stíll. Hann kom bara og fór eins og honum sýndist. Bara eins og að drekka vatn. Það var enginn möguleiki á að vita hvað honum dytti næst í hug. Tónlistin var í blóðinu á honum og flæddi með því um allan líkamann. Það var ekki hægt annað en að hafa gaman af honum og svo að sakna hans. Nú minnumst við hans og reynum að sjá hann fyrir okkur einu sinni enn. Það verður ekki auðvelt, eins klunna- legir og við erum orðnir, en við reynum. Blessuð sé minning hans. Um helgina er staðið fyrir svokallaðri Karlsvöku í Eldborgarsal Hörpu. Þar koma fram meðal annarra Flowers, Mannakorn, Hjaltalín, Ólafur Arnalds, Megas, Mugison, KK og Apparat Organ Quartet. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Minningarsjóðs Karls J. Sighvatssonar sem styrkir ungt tónlistarfólk til náms. ETHNICRAFT bakkar Verð frá 17.500 kr. Margar gerðir LUCA stólar Verð 45.000 kr. GEORGINA hægindastóll 79.000 kr. TEkk COMpANy OG HAbITAT kAUpTúN 3 síMI 564 4400 VEFVERsLUN á www.TEkk.Is Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 Gerum hús að heimili Nýjar vörur! Kór,kór,kvennakór. Kvennakórinn Kyrjurnar eru að hea sitt 17.starfsár og getur bætt við sig nýjum kórfélögum. Við byrjum miðvikudaginn 17.september kl.19:30 í Friðrikskapellu við Vodafonhölli- na. Kyrjurnar leggja metnað sinn í ölbreytt og skemmtilegt lagaval. Stjórnandi er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir söngkennari og söngkona. Láttu nú drauminn rætast, hafðu samband við Sigurbjörgu í síma 8655503 eða Auði í síma 8646032. Það verður tekið vel á móti þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.