Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 12
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Í Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir hallalausum fjárlögum annað árið í röð. Það er vísbending um að við séum smátt og smátt að vinna okkur út úr vand- anum, að hagur ríkisins sé heldur að vænkast. Batnandi horfur sjást í hagtölum, meðal annars 3,4% hagvexti, 2,4% kaup- máttaraukningu og 3,5% atvinnuleysi. Enn eru skuldir ríkisins þó of miklar og vaxta- greiðslur verulega íþyngjandi. Reiknað er með því að skuldahlutfall ríksins á næsta ári verði 74% en það var 90% árið 2011. Að óbreyttu tekur of langan tíma að lækka þetta hlutfall. Því er eðlilegt að hugað sé að sölu 30% hlutar í Landsbankanum hf. en það sem fæst fyrir þann hlut á að nota til greiðslu skulda, greiða niður lán sem tekin voru til að endurfjár- magna fjármálastofnanir í kjölfar hrunsins. Þessi fyrir- ætlun er vitaskuld háð því að ásættanlegt verð fáist fyrir hlutinn. Reiknað er með því að tekjur ríkisins á næsta ári muni nema 644,5 milljörðum króna en gjöld 640,5 milljörðum. Því er áætlað að afgangur verði 4 milljarður króna. Helstu tíðindin í fjárlagafrumvarpinu eru breytingar á virðisaukaskattskerfinu en með þeim dregur saman milli skattþrepanna. Hið lægra hækkar úr 7% í 12% en hið efra lækkar úr 25,5% í 24%. Tilgangur breytinganna er að auka skilvirkni virðisaukaskattskerfisins og jafnræði milli atvinnugreina. Jafnframt verða almenn vörugjöld afnumin en þau leggjast í dag á sykruð matvæli og drykkjarvörur, byggingarvörur, varahluti í bíla, stærri heim- ilistæki, auk annarra raftækja. Samhliða breytingunum verða barnabætur hækkaðar. Úrelt neyslustýring fylgdi vörugjöldunum og því er tímabært að fella þau niður. Tollar og vörugjöld hafa verið hærri hér en í ná- grannalöndunum. Þá hefur almenna þrepið í virðisaukaskattinum, 25,5%, verið of hátt. Viðskiptaráð hefur til dæmis bent á að með afnámi tolla og vörugjalda og afnámi undan- þága frá virðisaukaskatti væri hægt að lækka almenna hlutfallið í 20% án þess að skerða tekjur ríkissjóðs. Það kom hins vegar fram hjá Bjarna Benediktssyni efnahags- og fjár- málaráðherra, við framlagningu fjárlaga- frumvarpsins, að slíkt stökk væri of stórt. Með breytingum á virðisaukaskattskerfinu nú er stefnt að aukinni skilvirkni og er full þörf á því en fram hefur komið að Ísland sé 15% undir meðaltali OECD ríkjanna þegar kemur að skilvirkni virðisaukaskatts. Reiknað er með að ráðstöfunartekjur auk- ist um 0,5% með breytingum á virðisauka- skattskerfinu, afnámi vörugjalda og hækk- un barnabóta. Vel þarf að standa að málum til þess að svo verði. Áhyggjur stjórnarand- stöðu og launþegasamtaka snúast meðal annars að því. Oddný G. Harðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, hefði til dæmis viljað sjá meiri mótvægisaðgerðir til að vega á móti hækkun neðra þreps í virðisaukaskattskerf- inu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusam- bands Íslands, hefur lýst efasemdum um breytingarnar sem komi einkum illa við tekjulág heimili og barnafólk og telur ólík- legt að þær muni ekki hafa áhrif á verðlag. ASÍ bendir á að hækkun á virðisaukaskatti á matvæli í neðra þrepinu skili sér hratt út í verðlag en niðurfelling vörugjalda og lækk- un á efra þrepi virðisaukaskattsins kunni að skila sér síður. Þarna reynir á alla og verðskyn í verð- bólgusamfélagi er því miður brenglað – þótt nú um stundir hafi náðst tök þau tök á verð- bólgunni að hún sé innan viðmiðunarmarka Seðlabanka Íslands. Stjórnvöldum ber skylda til að fylgjast einarðlega með þróuninni í krafti stofnana sinna. Verslunin verður að sjá til þess að verðlækkun vegna niðurfell- ingar vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskattskerfisins nái til neytenda. Alþýðusambandið og fleiri fylgjast grannt með verðlagi í verslunum. Herða verður það aðhald. Neytendasamtökin verða að halda vöku sinni en fyrst og fremst er það neyt- endanna sjálfra, alls almennings, að sjá til þess að nauðsynlegar mótvægisaðgerðir vegna breytinga á virðisaukaskattskerfinu skili sér. Breytingar á virðisaukaskattskerfi og niðurfelling vörugjalda Mótvægisaðgerðir skili sér Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORÍUM LóA hjáLMTýsdóTTiR MMikilvægt Magnesíum plús með B12, B6 og fólinsýru er slakandi og styrkjandi fyrir líkama og sál. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? 12 viðhorf Helgin 12.-14. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.