Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 40
eingöngu vinir: „Við kynntumst við Þjóðarball- ettinn í Osló þar sem við döns- uðum saman Þyrnirósarballettinn í nútíma útgáfu eftir Mats Ek, sem er mikils virtur á sínu sviði. Í stað þess að veðja á reyndari og virtari sólóista, veðjaði hann á okkur unga fólkið. Það var mikil áhætta fólgin í því en það traust sem hann sýndi okkur, ungu dönsurum, var mikið. Kári var prinsinn en mér datt nú ekki í hug þegar hann beygði sig niður að kyssa mig að þarna væri alvöru prinsinn minn mættur,“ segir Christina glaðlega. „Við urðum góðir vinir strax frá fyrstu kynnum. Kári hefur inn- byggðan tímaskynjara á sviði og að sama skapi þegar hann er að leika, en hann er mjög góður leikari auk þess að vera svona frábær dansari! segir Christine. „Hann er því yfirleitt valinn þegar sett eru upp verk þar sem kímni er ríkjandi og hann dansaði til dæmis eina af stjúpsystrum Öskubusku með eftirminnilegum hætti,“ segir hún og þau fá hláturskast yfir endurminningunni. Sjö hundruð manns við vinnu í Norsku óperunni Þessir góðu vinir dönsuðu saman í mörgum uppfærslum og örlaga- dísirnar voru algjörlega komnar í vandræði með að láta þau upp- götva ástina þegar það tókst loks- ins eftir tíu ár. Hvernig og hvar það gerðist vilja þau halda fyrir sig, en þau hafa verið saman í sex ár, þar af gift í þrjú ár. „Mér finnst það mikil heppni að við skulum vera bestu vinir,“ segir Christine. „Við höfum gam- an af að gera hlutina saman. Það er líka svolítið sniðugt að þegar við förum út að borða, fáum matseðla í hendur og pöntum ná- kvæmlega sama matinn án þess að hafa talað um það eða skipst á upplýsingum með augunum. Líf- ið hjá okkur er því mjög einfalt,“ segir Christine og skellihlær. Ég spyr um ballettinn og um- hverfið sem þau starfa í: „Við Óperuna í Noregi starfa 650 starfsmenn og 59 dansarar við Þjóðarballettinn,“ segja þau. „Áhorfendasalur stóra sviðsins rúmar 1400 manns og í minni sal eru 500 sæti. Við vinnum 37 og hálfan tíma á viku, eingöngu við æfingar, en við það bætast margar klukkustundir við að horfa á myndbönd, fara til sjúkra- þjálfara, teygja, hita upp, förðun og annað á sýningardögum. Það getur því verið mjög mikil vinna, því þá daga sem sýningar eru æfum við til klukkan tvö, fáum tveggja og hálfs tíma frí og erum að dansa til klukkan tíu. Yfirleitt mætum við í vinnu klukkan átta á morgnana, förum í upphitun, síðan í tíma og svo æfum við til klukkan fimm að undanskildum 40 mínútna matartíma. Þetta gerum við fimm daga vikunnar og þá daga sem eru sýningar æfum við til tvö, svo fáum við frí til klukkan hálf fimm þegar við förum í smink og sýningar hefj- ast klukkan sjö. Oft eru sýningar líka um helgar. Þetta er ekki bara vinna, heldur lífsstíll.“ Ræktin og sund á hverjum morgni – líka í sumarfríi Þegar viðtalið var tekið voru þau á Íslandi í tveggja vikna fríi – eða „svokölluðu fríi“. Christine er að koma úr barneignarleyfi og Kári var í hvíldarleyfi vegna uppskurð- ar. Fram undan eru stór verk- efni þannig að hvern einasta dag frísins þurftu þau að fara í ræktina eða sund eða hvoru tveggja. „Það er í rauninni aldrei frí við þurfum alltaf að halda okkur við og megum ekki missa úr marga daga á ári,“ segja þau. „Við fáum sjö vikna sumarfrí, sem eru ekki beint frí því við þurfum stöðugt að vera að æfa. Yfirleitt reynum við þó að taka tvær vikur í hvíld. Við komum alltaf til Íslands á sumrin og yfirleitt um jól eða áramót.“ Þegar rætt er við tvo ballett- dansara sem eru eftirsóttir í jafn stórum ballett og Þjóðarballett Noregs finnur spyrjandi hversu illa hann er að sér um ballett. Ákveð því bara að spyrja heldur en sleppa því úr. Eruð þið jafnvíg á klassískan ballett og nútímadans? „Orðið ballett hefur víðtæka merkingu,“ segir Christine. ,,Ég lærði klassískan ballett, djass- ballett, steppdans og þjóðdansa en mesta áherslan var lögð á klassískan ballett í skólanum í Kristiansund, því hann er svo sterkur grunnur undir nám í öðrum dönsum. Við dönsum til jafns klassískan ballett og nútíma- legan og fyrir það þarf fólk að hafa sterka líkamsbyggingu. Hávaxnir og sterkbyggðir karlmenn eru sem „allir“ strákar gera. Ég held að pressan sé ennþá meiri á strák- um. Stelpur mega spila fótbolta... En ég meina það, af hverju fara ekki fleiri karlmenn í ballett? Í hvaða annarri starfsstétt hafa þeir margar fallegar stelpur sem dansa á tánum í kringum þá?“ segir hún brosandi. „Ég vissi alltaf að það var bara ballett sem ég vildi læra,“ svarar Kári og Christine tekur í sama streng. „Ég man eftir því þegar ég var lítill og mamma spurði mig hvort mér þætti ekki leiðinlegt að gera sömu æfingarnar dag eftir dag, að ég hafði svarað því þannig að þetta væri aldrei eins. Þannig finnst mér þetta ennþá, þótt ég geri sömu æfingarnar í tvo klukkutíma á hverjum morgni alla daga vikunnar, eru þær aldrei eins.“ Fór þrettán ára í ballettnám í London Christine var svo ákveðin að verða ballettdansmær að hún hélt til Bretlands fyrst þegar hún var þrettán ára og fór á heimavistar- skóla. „Ég hafði farið í prufu í London þegar ég var tíu ára, en foreldrum mínum fannst ég of ung til að taka ákvörðun um lífsstarfið. Þegar ég var þrettán ára fór ég í heima- vistarskóla rétt fyrir utan London og lærði þá ballett, en mér leið svo illa þar að ég sá að ef ég ætlaði að vera þar áfram, myndi ég fara að hata það sem ég elskaði mest: ball- ettinn. Ég held að þetta sé þrosk- aðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni,“ segir hún hlæjandi. „Ég fór svo aftur til London þegar ég var fimmtán ára og fór í nám við The Royal Ballet School. Mér fannst ég svo fullorðin og þroskuð þá – að standa á eigin fótum í London. Við vorum í afmæli hjá frænku hans Kára í gær. Hún varð fimmtán ára og ég hugsaði með mér: „Almáttugur, fimmtán ára eru bara börn!“ „Ég flutti 17 ára til Stokkhólms og stundaði nám við Konunglega sænska ballettskólann í þrjú ár. Svo lá leiðin til London að vinna með litlum flokki, European Ballet, sem er ferðaballett,“ segir Kári Freyr. „Við sýndum fjörutíu sýningar á þremur mánuðum og aldrei fleiri en tvær sýningar á sama stað. Við ferðuðumst um allt Bretland. Þetta var auðvitað þrælavinna fyrir lítil laun, enda nýtti félagið sér það að þarna voru ungir dansarar sem vildu bara fá að dansa. Við hjálpuðum til við að setja upp sviðið, koma upp ljósa- búnaði, sýndum og svo vorum við bara keyrð inn í London um miðja nótt og þurftum að koma okkur sjálf heim. Líf ungra dansara gengur út á það að komast í prufur og sýna hvað í þeim býr. Eftir námið í Stokkhólmi fór ég í prufur víðsvegar í Evrópu þar til ég fékk starfið við ballettinn í Osló. Það er eðlilegt fyrir unga dansara að fá mörg nei áður en þeir fá rétta já-ið. Vissulega er það niðurdrep- andi þegar manni er synjað aftur og aftur en það er hluti af þessu starfi.“ Þyrnirósarballett og fyrsti kossinn Örlagadísirnar hafa greinilega ætlað að láta þau Christine og Kára Frey hittast, en það tók hins vegar nokkurn tíma – aðallega að uppgötva að þau væru ekki Kári Freyr Björnsson í hlutverki sínu í The Doctor. Christian Spook´s Woyzeck Christine Thomassen í hlutverki sínu í Shoot the Moon. Ljósmynd/Paul Lightfoot/Sol Leon Framhald á næstu opnu Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Vönduð vinna Stofnað 1952 Mikið úrval af fylgihlutum Steinsmiðjan Mosaik Legsteinar – fyrst og fre mst ódýr! Hámark 4 pakkará mann meðan birgðir endast! 389 kr.pk. Verð áður 489 kr. p k. Kókómjólk 6 stk. x 250 ml 20%afsláttur 40 viðtal Helgin 12.-14. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.