Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 51
Besta veðráttan á Íslandi
Og hvernig tilfinning var að
ljúka markmiðinu?
„Hún var frábær,“ segir
Ingjaldur og hlær. „Ég var mjög
glaður og sérstaklega var gam-
an að enda í Sao Tome sem er
mjög skemmtilegt land og eina
landið af þessum sex síðustu
löndum sem ég gæti hugsað
mér að koma í aftur. Fólkið þar
er svo vingjarnlegt og maturinn
er mjög góður. Ég fékk þarna
mjög minnisstæðan hádegis-
verð úti á gamalli plantekru
sem hafði verið breytt í fínt
veitingahús. Mér fannst gott að
ljúka ferðinni þar.“
Ingjaldur á erfitt með að
benda á eitthvað sérstakt sem
heilli hann við ferðalög og það
sé ómögulegt að nefna eitt
uppáhaldsland, hver staður hafi
upp á sitt að bjóða. En hann er
þó ekki í neinum vafa um að
New York sé sú borg sem hafi
upp á hvað mest að bjóða. „Ég
átti mér einu sinni þann draum
að búa í New York og fékk tæki-
færi til að vera þar einu sinni
í fjóra mánuði. En ég komst
fljótt að því að mig langaði heim
aftur. Lætin trufluðu mig til
lengdar. Það myndi henta mér
að búa þar ef ég fengi pent-
house-íbúð við Central Park,
annars ekki.
Það er langbest að vera á Ís-
landi,“ segir Ingjaldur sem býr
við Lækjargötu þar sem honum
líður sérstaklega vel. „Ísland
hefur svo marga kosti, það er
öruggt og veðráttan er einstak-
lega þægileg. Það verður aldrei
það heitt að það verði erfitt að
stunda vinnu og heldur aldrei
það kalt að maður geti ekki
klætt það af sér.“
Og hvað tekur nú við? Tóm-
leikatilfinning?
„Nei alls ekki. Nú fer ég bara
til skemmtilegustu staðanna.
New York, Kaupmannahafnar,
Berlínar, Parísar, Austurríkis
eða Ítalíu.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Ingjaldur segir ekki hægt að benda á eitt
uppáhaldsland, allir staðir hafi sína styrkleika.
Borg: New York.
Dýralíf: Ljón, fílar og tígrisdýr í Kenýa, risaskjaldbökur
og iguana-eðlur á Galapagos, fjallagórillur í Rúanda.
Fossar: Niagrafossar á landamærum Kanada og
Bandaríkjanna, Iguazufossar á landamærum Brasilíu og
Argentínu og Viktoríufossar á landamærum Zimbabwe
og Zambíu.
Áhugaverðustu fornminjar: Egyptaland.
Besti maturinn: Ítalía og Frakkland, en líka mjög
góður víða í Asíu.
Menning: New York, Þýskaland, Austurríki, Ítalía og
Frakkland.
Mesta gestrisnin: Íran.
Ingjaldur
Hanni-
balsson
prófessor í
því lokaða
landi,
Norður-
Kóreu.
viðtal 51 Helgin 12.-14. september 2014