Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 68
68 ferðalög Helgin 12.-14. september 2014
Skíðaferðir TöluverT úrval í veTur
Við verðum með veglegan sérkafla um vetrarferðir í blaðinu hjá okkur
19. september. Kaflinn verður hæfileg blanda af efni frá okkur auk kynninga
á ýmsum vetrarferðum sem í boði eru þetta haustið.
Við bjóðum upp á gæðaefni, ríflega 100.000 lesendur og gott snertiverð.
Auglýsing í Fréttatímanum skilar árangri.
Nánari upplýsingar veita Baldvin og Gígja í símum 531-3311 og
531-3312 eða með tölvupósti á baldvin@frettatiminn.is
og gigja@frettatiminn.is
Vetrarferðir
Basel
Í vor hóf easyJet að
fljúga tvisvar í viku
til borgarinnar Basel
sem er á landamærum
Sviss, Frakklands og
Þýskalands. Lega
borgarinnar er ekki eins
góð upp á skíðaferðir að
gera og til dæmis Genf
en þangað flýgur easyJet
einnig frá Keflavík.
Þeir sem taka stefnuna
frá Basel í suðaustur
koma eftir rúmlega
tveggja tíma akstur
upp í þekkt skíðasvæði
eins og Grindelwald og
Andermatt. Bílaleigurnar
við Basel flugvöll rukka
um 30 til 40 þúsund
krónur fyrir vikuleigu. Sá
sem tekur skíðabúnað
með sér í flugið hjá
breska félaginu borgar
aukalega um 12.500
krónur.
Denver
Borgin stendur við
rætur Klettafjalla og
þar eru mörg einstök
útivistarsvæði og
einhverjir bestu
skíðastaðir í heimi. Frá
flugvellinum í Denver
tekur rúma tvo tíma að
keyra að hinu þekkta
skíðasvæði við Vail en
aksturinn inn í Aspen
tekur um helmingi lengri
tíma. Icelandair flýgur oft
í viku til Denver og þegar
flogið er með félaginu til
Bandaríkjanna má taka
tvær töskur með sér. Það
er því óþarfi að borga
aukalega undir skíðin ef
ein taska dugar fyrir allan
annan farangur. Það er
hægt að leigja millistóran
bíl í Denver í viku fyrir um
25 þúsund krónur.
Edmonton
Það getur orðið kalt
í Alberta fylki og
vetraríþróttir eru
í hávegum hafðar
á þessum slóðum.
Icelandair flýgur
nokkrar ferðir í viku
til Edmonton og innan
borgarmarkanna má
finna lítið skíðasvæði
við Ski Valley. Þar er
líka aðstaða fyrir þá
sem vilja á skauta eða
gönguskíði. Þeir sem
ætla að dvelja á stórum
skíðasvæðum hafa úr
nægu að velja ef þeir
eru til í að keyra í þrjá til
sjö tíma. Ferðinni er þá
oftast heitið í suður í átt
til ólympíuborgarinnar
Calgary. Þar í grennd
eru nokkur svæði, til
dæmis Lake Louise
þar sem brettalandslið
Kanada hefur æft
og Kimberley Alpine
Resort þar sem finna
má lengstu upplýstu
skíðaleið í N-Ameríku.
Genf
EasyJet flýgur frá Keflavík
til Genfar á mánudögum
og föstudögum í allan
vetur. Lestarferðin
frá flugvellinum inn á
aðallestarstöðina í Genf
tekur aðeins nokkrar
mínútur og er ókeypis. Frá
Genf er hægt að komast
til fjölda svissneskra og
franskra skíðasvæða á
nokkrum tímum. Eins má
bóka lestir og skíðapassa
saman á Swisspasses.com
og þar eru stundum veittir
ágætis afslættir. Þeir sem
vilja heldur leigja bíla mega
reikna með að vikuleiga í
janúar kosti á bilinu 30 til
35 þúsund krónur.
München
Frá Bæjaralandi er ekki
ýkja langt í ljómandi
skíðasvæði. Icelandair
flýgur til München
nokkrum sinnum í
viku allt árið um kring
sem hentar vel þeim
sem vilja fara í stutta
skíðaferð. Hægt er að
komast á skíðin með
almenningssamgöngum
en vikuleiga á bíl kostar
tæplega þrjátíu þúsund
krónur og skíðagrind
kostar um 1800 krónur á
dag. Farþegar Icelandair
borga 7.800 krónur
fyrir að taka með sér
skíðabúnað.
Salzburg
Frá miðjum desember
og fram til loka febrúar
munu vélar WOW
air lenda á Mozart
flugvellinum í Salzburg
um kaffileytið á
laugardögum. Það tekur
um fimmtán mínútur að
komast frá flugstöðinni
niður á aðallestarstöð
Salzburg og þaðan
ganga svo lestir í allar
áttir. Fjöldi skíðasvæða
er í eins til þriggja tíma
fjarlægð frá Salsburg. Til
skíðasvæðisins í Zell Am
See tekur lestarferðin til
að mynda um tvo tíma og
kostar um þrjú þúsund
krónur. Þeir sem leigja
minnstu tegund af bíl
borga rúmar 30 þúsund
krónur fyrir en skíðagrind
kostar aukalega um
2.600 krónur á dag.
Auk þessara flugleiða þá
mun ferðaskrifstofan Vita
vera með vikulegar ferðir
til Verona í norðurhluta
Ítalíu í vetur og hægt
er að bóka aðeins
flugsæti. Á heimasíðum
margra ferðaskrifstofa
er svo að finna úrval af
pakkaferðum á skíðastaði
út í heimi og þeir sem
kaupa þess háttar þurfa
sjaldnast að huga að
ferðum til og frá flugvelli.
Á Túristi.is geta þeir sem
vilja út á eigin vegum
gert verðsamanburð
á bílaleigubílum og
gistingu.
Í vetur verður í fyrsta skipti
flogið beint frá Keflavík til
Edmonton í Kanada og sviss-
nesku borganna Basel og
Genf. Þar með fjölgar þeim
möguleikum sem skíða-
áhugafólk hefur á beinu flugi
til borga í nágrenni við góð
skíðasvæði.
Þ að er töluvert úrval af skíðaferðum út í heim á vegum ferðaskrifstofanna
í vetur, líkt og áður. Mest er
framboðið af ferðum í austur-
rísku Alpanna og eins í ítalska
hlutann. Skíðaferðir til Colorado
í Bandaríkjunum eru einnig á
boðstólum. Þeir sem ætla á eigin
vegum geta valið úr beinu flugi
til nokkurra borga sem eiga það
sameiginlegt að vera í nágrenni
við góð skíðasvæði.
Hér má sjá hvaða flugfélög
fljúga til þessara flugvalla, hvað
þarf að borga aukalega fyrir að
taka skíðabúnaðinn með sér í
flugið og hvernig hægt er að
komast upp til fjalla.
Kristján Sigurjónsson
kristjan@turisti.is
Leiðin frá Keflavík í svissnesku Alpana hefur styst með beinu flugi easyJet til
Basel og Genf. Ljósmynd/Switzerland Tourism/Christian Perret
Það tekur um korter að keyra úr miðborg Edmonton að Snow valley skíða-
svæðinu. Það er tekur hins vegar mun lengri tíma að komast á stóru skíðasvæðin í
Alberta fylki. Ljósmynd/Explore Edmonton
Flogið í skíða-
brekkurnar