Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 8
3 m/s - raforkuframleiðsla hefst 15 m/s 28 m/s 34 m/s - raforkuframleiðsla stöðvastKjöraðstæður til raforkuvinnslu Takk fyrir komuna! Það blés hressilega á gesti Landsvirkjunar við vindmyllurnar á Hafinu í sumar þegar þúsundir kynntu sér orkuvinnslu úr nýjum orkugjafa. Í sumar, líkt og fyrri ár, opnaði Landsvirkjun aflstöðvar sínar fyrir gestum sem vildu kynna sér starfsemi fyrirtækisins og raforkuvinnslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Yfir 15 þúsund manns sóttu fyrirtækið heim, í Kröflu, Búrfellsstöð, að vindmyllunum á Hafinu og Kárahnjúkastíflu. Yfir helmingur gestanna voru erlendir ferðamenn sem sýndu orkuvinnslu úr vatni, jarðvarma og vindi mikinn áhuga, enda Ísland eitt af fáum löndum í heiminum sem vinna nánast allt sitt rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Við þökkum öllum þeim sem lögðu leið sína til okkar kærlega fyrir komuna. S mábókasafnið er byggt sam-kvæmt hugmyndafræði Little Free Library. Þetta er annað safnið sem rís hér á landi en það eina sem stendur núna,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir bókmennta- fræðingur sem lét reisa smábókasafn við garðinn hjá sér á Sogavegi en ein- kunnarorð hugmyndafræðinnar eru „Taktu bók – gefðu bók!“ Bókasafnið ber heitið Skakkasafn „því staurinn sem heldur því uppi er örlítið skakk- ur,“ segir hún. Fyrsta smábókasafnið sem reis á Ís- landi var Litla bókhlaðan sem Larissa Kyzer, bandarískur bókmenntafræð- ingur búsettur hér á landi, setti upp í Hljómskálagarðinum í Reykjavík á síðasta ári í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO en það var tekið niður nýverið vegna skemmda á hurð. Larissa fékk hugmyndina frá Bandaríkjunum en fyrsta smábóka- safnið af þessum toga setti maður í Wisconsin upp í garðinum sínum árið 2009 til minningar um móður sína, grunnskólakennara sem hafði mikla ást á bókum. Síðan hafa um 15 þúsund smábókasöfn í anda „Little Free Library“ risið víða um heim og á vefsíðunni Littlefreelibrary.com er bæði hægt að nálgast teikningar til að byggja sitt eigið smábókasafn og hreinlega panta efnivið. Brynhildur hreifst mjög af fram- taki Larissu og ákvað að reisa nýtt smábókasafn. „Hugmyndin á bak við þetta er að auka aðgengi að lestri með því að dreifa bókum, en líka að auka á hverfisanda og leyfa fólki að sjá hvað nágrannar þeirra eru að lesa,“ segir Brynhildur. „Þetta snýst líka um endurnýtingu þannig að fólk sé ekki að henda bókum og það er sérstaklega hvatt til þess að notaður sé endurunn- inn efniviður í húsin,“ segir hún. Skakkasafn á Sogavegi er byggt úr endurunnum pallettum og krossviði, og hurðin unnin úr gömlum IKEA- ramma. „Ég hef ekki eytt meira en um 15 þúsund krónum í þetta. Það eina sem ég þurfti að kaupa var staurinn sem safnið stendur á og einangrunar- plastið. Ég kann ekki sjálf að smíða og sneri því upp á höndina á systur minni og handlögnum nágrönnum sem byggðu þetta á meðan ég horfði á,“ segir hún. Brynhildur setti sig í samband við Larissu áður en þau hófust handa og gaf Larissa eftirstöðvar úr sínu safni til Skakkasafns. „Ég reyndar þurfti aðeins að vinsa úr. Þarna var mikið af túristabókum og ítalskar þýðingar af Arnaldi Indriðasyni sem ég býst ekki við að íbúar í póstnúmeri 108 hafi mikinn áhuga á,“ segir hún og bindur vonir við að safnið nái að standa af sér vetrarhörkurnar. „Skakkasafn er annars bara komið upp og opið allan sólarhringinn.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  Bækur BókaSafnið er Byggt eftir hugmyndfræði „LittLe free LiBrary“ Smábókasafn risið á Sogavegi Smábókasafnið Skakkasafn er risið á Sogaveg- inum. Bókasafns- fræðingurinn Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir á veg og vanda af byggingu safnsins sem í raun er eins konar skipti- bókamarkaður sem er opinn allan sólarhring- inn. Safnið er ætlað fyrir íbúa í hverfinu og eru einkunnarorðin „Taktu bók – gefðu bók.“ Skakkasafn stendur á mótum Sogavegar 109 og 111. Það líkist helst gömlum torfkofa og er gervigras á þakinu. Ljósmynd/Face­ book/108 Reykjavík 8 fréttir Helgin 12.-14. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.