Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 10
ÞYKKSKORIÐ BEIKON Þykkt og bragðmikið fyrir þá sem vilja kröftugt beikon. Gæðavara úr völdu svínafille, matarmiklar og ljúffengar sneiðar. HEFUR ÞÚ STERKAR BEIKONTILFINNINGAR? Prófaðu þykkskorna beikonið frá SS. Þykkt og bragðmikið Gott á grillið eða pönnuna Sérvalið svínafille 100% íslenskt kjöt PI PA R\ TB W A – S ÍA É g ákvað bara að slá til og nú sitjum við, aðstoðarkonan mín, í bílskúrnum mínum í Hafnarfirði að vinna námsefni fyrir Arabíu- markað. Það er eiginlega svolítið óraunverulegt að segja frá þessu,“ segir dr. Rósa Gunnarsdóttir, sérfræðingur í nýsköpunarmennt. Hún hefur um árabil verið frumkvöðull á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar á Íslandi. Rósa er enn- fremur hönnuður námskeiðsins „Litli uppfinn- ingaskólinn“ sem haldið er í Nýsköpunarstofu Klifsins í Garðabæ, og vinnur nú að uppbyggingu nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar í Sádi-Ar- abíu en sú vinna byggir á þeirri aðferðafræði sem hún hefur þróað hér á landi. „Það býr enginn til unga uppfinningamenn. Við einfaldlega styðjum við þá skapandi virkni sem er í ungum huga,“ segir hún. „Börn koma með afskaplega hreinar og tærar skapandi lausnir sem við erum oft búin að loka á sem fullorðnir. Við verðum svo samdauna samfélaginu að við neitum ómeðvitað að gera hlutina á nýjan og betri hátt. Það er gríðarlega gefandi að vinna með ungum hugvitsmönnum og hvetja þá áfram í að breyta því manngerða umhverfi sem við búum í. Nýsköp- unarmennt gengur út á að leyfa fólki að trúa að maðurinn sé skapari síns veruleika en ekki bara þiggjandi. Það er mjög einfalt að leyfa krökkum að fljúga eins og þeir eru fiðraðir í staðinn fyrir að klippa af þeim flugfjaðrirnar,“ segir Rósa. Sagði upp góðu starfi „Litli uppfinningaskólinn“ á upphaf sitt að rekja ríflega tvo áratugi aftur í tímann þegar Gísli Þor- steinsson kennari og Bragi Einarsson hugvits- maður ráku Sumarskóla ungra hugvitsmanna í Ketilsstaðaskóla í Vík í Mýrdal. Rósa kom inn í það verkefni þegar hún lauk námi frá Kenn- araháskóla Íslands árið 1993. Hún starfaði einnig við Foldaskóla í Reykjavík og þróaði þar náms- efni og námsgreinina nýsköpunarmennt ásamt samstarfsfólki og var skólinn sama ár útnefndur „móðurskóli fyrir nýsköpun í Reykjavík.“ Í raun er „Litli uppfinningaskólinn“ endurvakning á stutt- um námskeiðum sem haldin voru í Foldaskóla og Ketilsskóla, og þau þróast áfram. Rósa er með doktorsgráðu í nýsköpunarmennt frá Háskólanum í Leeds í Englandi. „Þegar ég var þar að kynna verkefnið mitt voru þar menn frá Sádi-Arabíu að hlusta. Þeir voru svo hrifnir að þeir báðu mig um að halda stutt námskeið fyrir þá í Leeds til að sýna þeim þetta í verki. Árið 2011 fékk ég síðan tölvupóst frá þessum sömu Þróar nýsköpunarmenntun í Sádi-Arabíu úr bílskúr í Hafnarfirði Dr. Rósa Gunn- arsdóttir sagði á vordögum upp sem framkvæmda- stjóri hjá Háskóla Reykjavíkur til að helga sig þróun nýsköpunar- og frumkvöðla- menntunar, bæði á Íslandi og Sádi-Arabíu. Hún segir ómetanlegt að vinna með ungum hug- vitsmönnum sem eru með hreinar og skapandi lausnir sem þeir full- orðnu eru síður móttækilegir fyrir. Dr. Rósa þróaði nám- skeiðið „Litli uppfinn- ingaskólinn“ sem kennt er í Klifinu í Garðabæ en þar fá börn á aldrinum 9-12 ára tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. Ljósmyndir/Ágústa Guð- mundsdóttir LitLi uppfinningaskóLinn Námskeið sem dr. Rósa Gunnars- dóttir hannaði og stýrir í Klifinu í Garðabæ. Hún hélt 2 námskeið í sumar ásamt Þóru Óskarsdóttur. Það þriðja hefst síðar í þessum mán- uði. Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 9-12 ára þar sem leitað er að þörfum í samfélaginu og fundnar lausnir við þeim, búið til líkön og frumgerðir. Meðal annars heimsækja þau smiðjuna Fab Lab í Breiðholti sem rekin er af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. mönnum sem þá voru orðnir hátt settir innan menntakerfisins þar í landi og vantaði kenn- ara í nýsköpun- og frumkvöðlamennt. Þetta verkefni hefur undið sífellt meira upp á sig og á vordögum sagði ég upp sem framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík. Ég er grunnskólakennari í grunninn en hef kennt nýsköpunarmennt á öllum skólastigum hér á landi. Ég ákvað bara að slá til þegar mér bauðst þetta tækifæri,“ segir Rósa. Aðstoðarkona hennar í þessu verk- efni er Þóra Óskarsdóttir sem vann Nýsköpunarkeppni grunnskóla- nema tvö ár í röð. Hún hefur unnið til verðlauna í hönnunarkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og tekið þátt í Gullegginu. Auk þess eru í bílskúrnum hjá Rósu þrír forritarar og einn útlitshönnuður og starfa þau undir merkjum fyrirtækis Rósu – RG menntaráðgjöf. Ný leið til að rista brauð Hún segist ekki geta gefið upp hvers konar hugmyndir krakk- arnir hafa komið með á námskeið- unum hér á landi því hún sé bundin þagnareiði og sumar hugmynd- irnar einkaleyfishæfar. „Oft snýst þetta um að búa til einhvers konar róbot. Það er hluti af námskeiðinu að börnin vinna kynningu á verk- efninu sínu, við tökum það upp og krakkarnir fara með upptök- una til foreldra sinna,“ segir hún. Rósa segist þó geta tekið dæmi frá Bretlandi sem hún fékk leyfi til að segja frá en Rósa hefur haldið námskeið víða um heim. „Þar var mjög lesblind stúlka sem upplifði sig sem annars flokks námsmann. Hún fann upp vél sem skar brauð og ristaði eftir ákveðinni for- skrift. Hún var mjög hrifin af því að borða „toasted soldiers“ sem er ristað brauð sem síðan er skorið í ræmur og því oft dýft í linsoðið egg. Stúlkan hreinlega tók í sundur brauðristina heima hjá sér og kynnti sér hvern hlut. Hún aflaði sér upplýsinga um leiðni málma og var á endanum heiðruð fyrir tækni- legt innsæi. Hún var síðan hyllt í skólanum sem einstaklingur sem getur. Í dag er hún útskrifaður verkfræðingur. Það sem skiptir máli er að gefa sér tíma til að hlusta á barnið og vinna með því, ekki fyrir það eða yfir það. Fyrir mér er það sem gefur lífinu lit að vinna með þessu unga skapandi fólki, og líta á það sem jafningja.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Dr. Rósa Gunnarsdóttir Hún hefur um árabil verið frumkvöðull á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar á Íslandi. Hún vinnur nú að námsefni fyrir Arabíumarkað í bílskúrnum sínum, ásamt aðstoðarfólki. Ljósmnd/Hari 10 fréttaviðtal Helgin 12.-14. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.