Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 92
Þekkt er
að næring-
arskortur
móður á
meðgöngu
og barna á
fyrsta ald-
ursári geti
haft áhrif
á þroska
barna.
12. september 2014— 8 —
Nýlega komu á markað ný heyrnar-
tæki frá danska fyrirtækinu ReSound
sem hlotið hafa mikla athygli. Þau eru
bæði hágæða heyrnartæki og þráðlaus
heyrnartól fyrir snjalltæki og hægt
er að tengja þau við öll snjalltæki sem
eru með blátannartækni (Bluetooth).
Tækin eru svo fíngerð að þau sjást
varla þegar þau eru komin á bak við
eyrun. Heyrnartækin frá ReSound eru
fáanleg hjá Heyrn og þar eru einnig all-
ar gerðir af heyrnartækjum sem henta
mismunandi heyrnartapi og lífsstíl.
Ellisif Katrín Björnsdóttir er
löggiltur heyrnarfræðingur og
starfar hjá Heyrn sem er einkarekin
heyrnarþjónusta, stofnuð árið 2007. Að
hennar sögn minnkar heyrnarskerðing
lífsgæði og getu til að sinna vinnu og
námi. „Þegar möguleikinn á því að
eiga snurðulaus samskipti er skertur
getur það valdið félagslegri einangrun.
Algengt er að fólk hætti að vinna og að
taka þátt í öðru sem það hefur gaman
að þegar heyrnin tapast,“ segir hún.
Margir halda að allir aðrir séu farnir
að tala hratt og óskýrt, en í raun og
veru er það visst tíðnisvið sem tapast
úr heyrninni og því greinir fólk tal illa.
„Það getur gerst að fólk viti ekki af því
að það sé farið að tapa heyrn. Þegar
sagt er við okkur að við séum farin að
hvá, er rétt að bregðast við og fara í
heyrnargreiningu. Ekki þarf tilvísun
til að koma til okkar.“
Hljómgæði með hæstu einkunn
Dönsku heyrnartækin LiNX frá
ReSound tengjast þráðlaust
við iPhone, iPad og iPod. Í
óháðri rannsókn gaf hópur
heyrnartækjanotenda þeim
hæstu einkunn.
Þegar nýr Apple búnaður kemur á
markað stendur fólk í löngum röðum til
að tryggja sér eintak en þegar kemur
að því að kaupa heyrnartæki dregur
fólk það árum saman, jafnvel þó það
viti að slík tæki geti aukið lífsgæðin til
muna. „Rannsóknir sýna að fólk bíður í
um sjö ár að meðaltali frá því það grun-
ar að það sé farið að heyra illa þangað
til það gerir eitthvað í málunum og fær
sér heyrnartæki. Það er einhver feimni
ríkjandi gagnvart því að fá sér heyrnar-
tæki,“ segir Ellisif.
LiNX heyrnartækin er búin
Surround Sound by ReSound sem er
einstök kringnæm hljóðvinnsla sem
hermir eftir vinnslu mannseyrans.
Með ReSound heyrnartækjum verður
heyrnin notaleg og áreynslulaus og
öll hljóð eru mjög greinileg og eðlileg.
Þess vegna er talmál ætíð skýrt með
góðum styrk sem auðvelt er að skilja.
„Tilfinning fyrir umhverfinu breytist
þegar maður tekur betur eftir og
heyrir eðlilega á ný.“
Ef LiNX heyrnartæki týnist
er hægt að nota tenginguna við
iPhone til að finna það. Síminn
getur staðsett tækin með GPS
tækni. Ljós á símanum verður
skærara eftir því sem hann er nær
tækinu.
Hjá Heyrn getur fólk komið í grein-
ingu og fengið lánuð tæki til reynslu.
Nánari upplýsingar má nálgast á
síðunni www.heyrn.is og á Facebook-
síðunni Heyrn.
Heyrnartækin frá ReSound er svo fíngerð að þau sjást varla þegar þau eru komin á bak við eyrun. Tækin eru fáanleg hjá Heyrn sem er einkarekin heyrnarþjónusta.
UNNið Í SamviNNU við
Heyrn
Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir.
Vefur um næringu
mikilvægasta æviskeiðsins
Enginn næringarfræðingur er starfandi í mæðra- og ungbarnavernd á
Íslandi og því ákvað ingibjörg Gunnarsdóttir, doktor í næringarfræði, að
opna vefinn nmb.is þar sem verðandi mæður og foreldrar ungra barna
geta nálgast upplýsingar um næringu á gagnvirkan hátt.
Á dögunum var vefurinn Nær-ing móður og barns, www.nmb.is, opnaður en þar geta barnshafandi konur svarað
spurningum um mataræði sitt og feng-
ið einstaklingsmiðaðar ábendingar um
hugsanlegan skort á næringarefnum og
um hvað megi betur fara í mataræðinu.
Foreldrar barna að átján mánaða aldri
geta sömuleiðis fengið ráðleggingar
um mataræði barna sinna. Vefurinn er
einnig hannaður til að halda utan um
upplýsingar um þyngdaraukningu á
meðgöngu og vöxt barna fram á full-
orðinsár. Meðal annars geta foreldrar
borið saman vaxtarkúrfur barna sinna á
myndrænan hátt, séu þau skráð í kerfið.
Að vefnum standa dr. Ingibjörg Gunn-
arsdóttir, prófessor í næringarfræði
við Háskóla Íslands og eiginmaður
hennar, Ólafur Heimir Guðmundsson
viðskiptafræðingur. Gangi vefurinn vel
hér á landi er aldrei að vita nema gerð-
ar verði nýjar útgáfur sem nota mætti í
öðrum löndum.
Að sögn Ingibjargar var kveikjan
að stofnun vefsins meðal annars sú að
engir næringarfræðingar starfa hjá
mæðra- og ungbarnavernd hér á landi.
„Stöðugt eru að koma fram nýjar upp-
götvanir tengdar næringarfræði. Ég
vildi því koma þekkingu vísindamanna
á lesanlegt og aðgengilegt form þann-
ig að barnshafandi konur og foreldrar
ungra barna gætu lesið um allt það nýj-
asta og fengið persónulegar ráðlegg-
ingar um bætt mataræði, sé þörf á því,“
segir Ingibjörg. Tengsl milli næringar og þroska
Ingibjörg hefur brennandi áhuga á næringu
á meðgöngu og á fyrstu æviárunum og hefur
komið að fjölda rannsókna á því sviði. „Ég er
sannfærð um að þetta sé eitt mikilvægasta tíma-
bil ævinnar með tilliti til næringar. Þekkt er að
næringarskortur móður á meðgöngu og barna
á fyrsta aldursári geti haft áhrif á þroska barna.
Þetta ætti að taka alvarlega og ætti ekki að ger-
ast hér á landi, að það fæðist börn sem ekki
hafa fengið að njóta þess að móðirin hafi borðað
hollan mat á meðgöngunni.“ Hún bendir á að
ekki séu nema 20 ár síðan því var haldið fram að
mataræði móður á meðgöngu skipti ekki máli,
barnið fengi alltaf sitt. „Slík sjónarmið standast
ekki skoðun í dag.“
Óháð auglýsingum
Vefurinn er lokaður og nauðsynlegt að kaupa
áskrift til að nýta þjónustuna þar sem lagt var
upp með að engar auglýsingar væru á vefnum.
„Ég hefði getað gert síðu þar sem allt væri
ókeypis og fjármagnað með auglýsingum en
ákvað að fara aðra leið. Efnið er því algjörlega
óháð styrktaraðilum og byggir aðeins á bestu
mögulegu þekkingu en ekki því hvaða fyrirtæki
styrkja síðuna.“
Sérhannað fyrir íslenska foreldra
Ráðleggingarnar á vefnum er sérstaklega hann-
aðar fyrir íslenska foreldra og segir Ingibjörg
mikilvægt að næringarráðgjöf sé unnin með
tilliti til fæðuúrvals á hverjum stað. „Eins og
staðan er í dag fá konur bækling um næringu
á meðgöngu en einstaklingsmiðaðar ráðlegg-
ingar eru ekki í boði. Algengt er því að þær leiti
frekari upplýsinga á erlendum vefsíðum og fá
upplýsingar sem í sumum tilfellum eiga ekki
við á Íslandi, til dæmis um hvaða fæðutegundir
eru bestu D-vítamín gjafarnir.“
Kveikjan að stofnun vefsins var meðal annars sú að engir næringarfræðingar starfa
hjá mæðra- og ungbarnavernd hér á landi. Konur fá bækling um næringu á með-
göngu en einstaklingsmiðaðar ráðleggingar eru ekki í boði.