Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 4
CLAUDIA Hettuúlpa kr. 29.990
www.icewear.is
FREISTANDI
AUKAHLUTA-
PAKKAR
FYRIR AURIS
MEÐAN
TILBOÐIÐ
VARIR
Aukahluta-
pakkar á tilboði
LIVE
PAKKI
259.000 kr.
Filmur í rúður
Krómlisti á skott
Krómstútur á púst
Þokuljósasett
Krómlistar á hliðar
16” álfelgur (Orion)
Fullt verð 426.829 kr.
Tilboðsverð
SPORT
PAKKI
105.000 kr.
Filmur í rúður
Toppgrindarbogar
Skíðafestingar
fyrir 4 skíði
Gúmmímotta í skott
Hlíf á afturstuðara
(póleruð)
Fullt verð 173.568 kr.
Tilboðsverð
HLÍFÐAR
PAKKI
168.000 kr.
Toyota ProTect
5 ára lakkvörn
Filmur í rúður
Gluggavindhlífar 4 stk.
Hliðarlistar (svartir)
Hlíf á afturstuðara
(póleruð)
Stuðaravörn (svört)
Gúmmímotta í skott
Filmur á handföng
að framan
Fullt verð 246.581 kr.
Tilboðsverð
*Live pakkinn er ætlaður fyrir
grunnútgáfu Auris og Auris TS.
Óskir um Live pakka fyrir aðrar
útgáfur bílanna kalla á sérsniðna
aðlögun í samráði við söluráðgjafa.
Bílar EndurgrEiða þarf afsláttinn Ef BílalEiguBílar Eru sEldir innan 15 mánaða
Bílaleigur fá ekki afslátt af vöru-
gjöldum umhverfisvænstu bílanna
Enginn afsláttur er veittur af vörugjöldum bílaleigubíla sem menga minna en 140 grömm af koldíoxíði á ekinn kílómetra en
framkvæmdastjóri Brimborgar telur að um helmingur allra bílaleigubíla falli undir þessi mengunarmörk. Flestir seldir bíla-
leigubílar frá ársbyrjun 2013 hafa verið 8 mánuði í leigu en nú eru aftur í gildi þær reglur að endurgreiða þarf afslátt af vöru-
gjöldum bifreiða sem seldar eru fyrir 15 mánuði í leigu.
B ílaleigur fá engan afslátt af vörugjöldum umhverf-isvænstu fólksbílanna. Af-
sláttur af vörugjöldum tekur aðeins
til bílaleigubíla sem gefa frá sér yfir
140 grömm af koldíoxíði á hvern
ekinn kílómetra. Sem dæmi fellur
mengun nýrrar Toyotu Corolla og
Ford Fiesta undir þessi mörk. „Þess-
ir minni bílar sem menga minna eru
vinsælustu bílaleigubílarnir,“ segir
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Brimborgar, sem bæði selur nýja,
notaða og bílaleigubíla. Hann telur
að þeir bílar sem falla undir þessi
mengunarmörk séu um helmingur
bílaleigubíla á Íslandi.
Frá janúar 2013 hafa langflestir
seldir bílaleigubílar á Íslandi verið
8 mánuði í leigu. Almenna reglan er
að bílaleigubílar þurfa að hafa verið
í leigu í 15 mánuði áður en þeir eru
seldir á almennum markaði, annars
þurfa bílaleigurnar að greiða viðbót-
arvörugjöld sem nema afslættinum
sem þær fengu. Í ársbyrjun 2011
samþykkti Alþingi undanþágu þess
efnis að bílaleigur mættu selja hluta
af bílaflota sínum eftir 6 mánaða
notkun. Ástæðan var sú að endur-
nýjun bílaleigubíla var lítil á þessum
tíma og var ætlunin að örva hana.
Þessi undanþága féll úr gildi síðustu
áramót.
Samkvæmt upplýsingum frá Sam-
göngustofu hafa 216 bílaleigubílar
verið seldir frá ársbyrjun 2013 eftir
8 mánuði í leigu. Um 100 bílar voru
seldir eftir 10, 12, 14 eða 16 mánuði á
þessu tímabili, alls tæplega 400 bílar.
Gögn frá Samgöngustofu taka ekki
tillit til aldurs bílsins en flestir bíla-
leigubílar eru þó skráðir sem slíkir
skömmu eftir nýskráningu.
Þær reglur sem eru nú í gildi miða
við 15 mánuði í leigu til að þurfa ekki
að greiða viðbótarvörugjöld en þó
ber að hafa í huga að það er alls ekki
afsláttur af vörugjöldum allra bíla
heldur aðeins þeirrar sem menga
minnst. Almenn vörugjöld eru flokk-
uð frá A - J þar sem þeir bílar sem
menga minnst eru í flokki A og þeir
sem menga mest í flokki J. Byrjað
er að gefa afslátt af bílaleigubílum
í flokki E, bíla sem gefa frá sér 141-
160 gr/km CO2. Almenn vörugjöld
eru þar 25% en vörugjöld bílaleigu-
bíla 5%.
Þegar byrjað var að veita afslátt
af vörugjöldum á bílaleigubílum
var ekkert þak og gátu bílaleigur
þá fengið allt að 3 milljónir í afslátt
en nú er einnar milljóna króna þak
og aldrei meiri afsláttur en sem því
nemur.
Egill Jóhannsson segir að fyrir
sölu bílaleigubíla sé notað ákveðið
reiknilíkan og þegar eknir kílómetr-
ar fara yfir ákveðið viðmið lækki
ásett verð sem því nemur. „Afsláttur
af vörugjöldum skiptir miklu til að
hægt sé að reka bílaleigur. Þegar bíl-
arnir eru mikið eknir eru þeir fljótir
að falla í verði og það er því ekki eins
og afslátturinn dugi til að búa til ofsa-
gróða,“ segir hann.
Á síðasta ári var sérstakt leyfis-
gjald í fyrsta sinn lagt á bílaleigur
og fékk ríkið 65 milljónir króna
vegna þessa gjaldaliðs á fyrstu 10
mánuðum síðasta árs. Um 150 bíla-
leigur voru starfandi á síðasta ári og
greiddu þær alls ríflega milljarð til
ríkisins í gegnum virðisaukaskatt,
tekjuskatt, tryggingagjald og vöru-
gjöld, auk leyfisgjalds.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Dæmi
3 milljóna króna
sportjeppi (Innflutningsverð)
Gjaldflokkur F: 161-180 gr/km CO2
Almennt vörugjald: 35%
Vörugjöld á bílaleigubíl: 10%
Vörugjöld á fólksbifreið: 1,05 milljón
Vörugjöld á bílaleigubíl: 300 þúsund
Afsláttur fyrir bílaleigubíl: 750 þúsund
* 1 milljóna króna þak er á afslættinum
Dæmi
3 milljóna króna
sportjeppi (Innflutningsverð)
1,5 milljóna króna
smábíll (Innflutningsverð)
Gjaldflokkur C: 101-120 gr/km CO2
Almennt vörugjald: 15%
Vörugjöld á bílaleigubíl: 15%
Vörugjöld á fólksbifreið: 225 þúsund
Vörugjöld á bílaleigubíl: 225 þúsund
Afsláttur fyrir bílaleigubíl: 0 krónur
Dæmi
Gjaldflokkar A-E: 0-160 gr/km CO2
Enginn afsláttur af vörugjöldum fyrir
bílaleigubíla
Ölgerðin fær reikning upp á
milljarð
„Þetta er fúlt mál en ég trúi því að
þessu verði snúið við,“ segir Andri Þór
Guðmundsson, forstjóri Ölgerðar Egils
Skallagrímssonar, en endurálagning
ríkisskattstjóra vegna öfugs samruna
fyrirtækisins frá árinu 2008 til loka árs
2013 nemur rúmum einum milljarði
króna. Ölgerðin kom af þessum sökum
út í tapi á síðasta rekstrarári.
Bréf í Icelandair féllu um 2,22%
Gengi hlutabréfa Icelandair Group féll
um 2,22% í Kauphöllinni í gær. Eins
og aðra daga var talsverð velta með
hlutabréfin en hún nam 254 milljónum
króna í gær. Á sama tíma lækkaði gengi
bréfa fasteignafélagsins Regins um
1,29%. Þá lækkaði gengi bréfa VÍS um
0,97%, N1 um 0,54%, Sjóvár um 0,49%
og TM um 0,20%. Á móti hækkaði gengi
bréfa Haga um 0,89%, Marel um 0,41%
og HB Granda um 0,17%.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,55% og
endaði hún í 1.144 stigum. Heildarvelta
með hlutabréf í Kauphöllinni nam 362,7
milljónum króna.
Lyktin berst til Noregs
Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá
því að vart hafi orðið við brennisteins-
fnyk yfir norðurströnd Noregs þessa
dagana og rekur óþefinn til eldgossins í
Holuhrauni. Rætt er við Vibeke Thyness
hjá norsku veðurstofunni. Hún segir að
sennilega stafi gaslyktin af brennisteins-
díoxíði frá eldstöðinni. Norðmönnum
stafi ekki hætta af gasinu sem hafi farið
langan veg og sé útþynnt. Leiða má líkur
að því að lyktin sem Norðmenn eru að
finna sé það sem Íslendingar kannast við
sem hveralykt. Thyness segir jafnframt
að minni líkur séu á öskuskýi eins og
fylgdi eldgosinu í Eyjafjallajökli fyrir
fjórum árum.
Varamenn fái að taka sæti
Átta þingmenn Samfylkingar, Pírata
og Bjartrar framtíðar hafa lagt fram
frumvarp á Alþingi um þingsetu
ráðherra. Samkvæmt því er ráðherra
sem jafnframt er kjörinn alþingismaður
gert kleift, ef hann telur ástæðu til, að
ákveða að varamaður hans taki sæti á
Alþingi á meðan hann gegnir ráðherra-
embætti.
Vikan sEm Var
4 fréttir Helgin 12.-14. september 2014