Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 52
Svona kemst Ísland á EM
Leikir Íslands í
undankeppni EM
Ísland - Tyrkland 3-0
10. okt.́ 14 Lettland - Ísland
13. okt 1́4 Ísland - Holland
16. okt 1́4 Tékkland - Ísland
28. mars 1́5 Kasakstan - Ísland
12. júní 1́5 Ísland - Tékkland
3. sept 1́5 Holland - Ísland
6. sept 1́5 Ísland - Kasakstan
10. okt 1́5 Ísland - Lettland
13. okt 1́5 Tyrkland - Ísland
Mega ekki fá heimskuleg spjöld
Lykilmenn þurfa að vera meiðslafríir nær alla leikina. Þegar
ég tala um lykilmenn á ég við Gylfa Sigurðsson, Kolbein Sig-
þórsson og Aron Einar Gunnarsson. Einnig
er mikilvægt að ná eftir fremsta megni að
halda sömu varnarlínu í flestum leikjunum.
Leikmenn mega alls ekki ná sér í heimsku-
leg spjöld. Sérstaklega ekki lykilmenn eins
og Gylfi sem fékk gult spjald á móti Tyrkjum
fyrir að mótmæla aukaspyrnu úti á miðjum
velli.
Við verðum að gefa okkur 110% í alla leiki
hvað varðar baráttu. Ekki detta í þá gryfju að halda að við
séum svo góðir að við þurfum ekki að fórna okkur í alla bolta.
Sérstaklega ekki á móti andstæðingum sem við getum kallað
minni spámenn.
Ef þessir hlutir verða í lagi, ásamt hæfilegum skammti af lukku,
tel ég að við getum horft á íslenskt A-karlalandslið í lokakeppni
Evrópumóts.
Haraldur Gíslason
pollapönkari
Ari Freyr með Robben í vasanum
Tyrkland: Tyrkirnir sýndu það á þriðjudaginn að þeir eru ekki þess
verðugir að Tyrkjaránið sé ranglega kennt við þá. Þeir hefðu aldrei
getað rænt nokkrum manni. Alsírránið mun
ég kalla það framvegis. Útileikurinn verður þó
erfiður því þeir fá fáránlegan stuðning frá á
sínum heimavelli.
Holland: Ari Freyr verður með Robben í
vasanum í báðum leikjum og vonandi verður
Van Persie bara meiddur. Þá er eftirleikurinn
auðveldur.
Tékkland: Tékkland er ekki sama Tékkland og
það var á EM 96. Þrátt fyrir það er einn maður sem má ALDREI
vanmeta. Það er Luboslav Penev, þjálfari Tékka.
Kazakstan: Hvernig í ósköpunum á ég að geta komið með ráðlegg-
ingar varðandi Kasakkana? Eina sem ég veit er að Borat var frá
Kazakstan, en hann var ekki til í alvöru. Sergei Khizhnichenko er
samt maður sem þarf að varast í framlínunni. Örugglega.
Lettland: Í staðinn fyrir að mynda íslenska fánann með spjöldum í
stúkunni, þá myndum við andlitið á Jóni Baldvin. Þeir gefa leikinn
í kjölfarið.
Sólmundur Hólm
skemmtikraftur
Í slenska landsliðið í knattspyrnu byrjaði undankeppni EM af mikl-um krafti í vikunni. Öruggur 3-0
sigur á Tyrkjum á Laugardalsvelli á
þriðjudaginn gefur liðinu og stuðn-
ingsmönnum byr undir báða vængi
og mikil stemning er í kringum liðið.
Hvað þarf til þess að liðið tryggi sér
farseðilinn til Frakklands árið 2016?
Vissulega hjálpar það okkur að það er
búið að fjölga þátttökuþjóðunum sem
komast í lokakeppnina, en viljum við
lenda í umspili líkt og liðið þurfti að
gera fyrir lokakeppni HM? Lars Lag-
erback og Heimir Hallgrímsson hafa
talað um það að freista þess að lenda
í tveimur efstu sætunum sem gefa
beint sæti á EM. Við fengum spark-
spekinga til þess að rýna í leiki lands-
liðsins í undankeppninni.
Ljósmynd/Hari
Eftir fyrstu umferðina liggur ljóst fyrir
að Ísland keppir við Tékkland og Holland
um efstu tvö sætin. Tvö efstu sætin skila
farseðli á EM í Frakklandi 2016 en þriðja
sætið skilar liðinu að líkindum í umspil.
Það liggur því fyrir að Ísland má ekki
misstíga sig gegn minni spámönnum í
riðlinum, Lettlandi, Kasakstan og Tyrk-
landi. Ísland þarf helst sigur heima gegn
Hollandi og Tékklandi en erfitt gæti reynst
að sækja stig til þeirra á útivelli.
Niðurstaða : Ísland nær öðru sæti í riðl-
inum og keppir á EM í Frakklandi 2016.
52 fótbolti Helgin 12.-14. september 2014