Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 94

Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 94
— 10 — 12. september 2014 Þ U R R A U G U Náttúruleg vörn Nýjung gegn þur rki í augum Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Án rotvarnarefna Þægilegar umbúðir auðvelda skömmtun 2ja mánaða skammtar Má nota með linsum Fæst í flestum lyfjaverslunum Meðferð við þurrki í augum Talið er að 5 til 30 prósent fólks 50 ára og eldra hafi augnþurrk. Á undanförnum árum hefur mikil þróun átt sér stað á sviði meðferðar við augnþurrki. Mikil tölvunotkun getur aukið einkennin. sérstaka ástæðu að finna fyrir augn- þurrkinum.“ Greining á augnþurrki Þegar augnþurrkur er greindur er nákvæm saga lykilatriði. „Staðlaðir spurningalistar, hefðbundnar próf- anir og tæknilega þróaðar rann- sóknir eru gundnvöllur greiningar, í samræmi við alþjóðlegar leiðbein- ingar TFOS (Tear Film and Ocular Surface Society). Táralind notast við nýtt tæki, svo kallaðan „OCULUS Keratograph“, sem gerir okkur kleift að skoða tárafilmuna og fitukirtlana í augnlokunum á mun nákvæmari hátt en áður hefur verið mögulegt.“ Síðan eru augun skoðuð með smásjá, tára- framleiðslan og fituinnhald í tárum eru metin auk þess sem sérstök litar- efni eru notuð til að meta ástand yfir- borðs þeirra. Meðferð við augnþurrki Undanfarin ár hafa miklar breytingar orðið í meðferð augnþurrks. Gunn- ar segir að áður fyrr hafi verið talið að þurrk í augum mætti oftast rekja til minnkaðrar táraframleiðslu en í dag sé augnþurrkur meðhöndlaður sem margþættur sjúkdómur sem einnig megi rekja til minnkunar, eða minni gæða, olíu í tárafilmu augans. Augnþurrkur er meðhöndlaður eftir því hversu alvarlegur hann er sam- kvæmt alþjóðlegum viðmiðunar- reglum (Tear Film and Ocular Sur- face Society). Gervitár eru grundvöllur með- ferðarinnar ásamt bólgueyðandi lyfjum eftir því sem við á. „Það hefur orðið mikil þróun á þessu sviði á und- anförnum árum og ýmsar nýjungar á sjóndeildarhringnum. Tappar í tára- göngin sjá síðan til þess að þau tár sem eru til staðar gagnist sem allra lengst,” segir hann. „Hvarmarnir gegna eins og áður kom fram lykilhlutverki fyrir yfir- borð augans og tárafilmuna. Þá er nauðsynlegt að hita, nudda og hreinsa. Þetta er gert til að koma eðlilegri starfsemi kirtla í augnlok- unum af stað, þannig að nóg verði til af fituefnum. Hitameðferð bætir starfsemi fitukirtlanna og þar með gæði tárafilmunnar. Þetta má til dæmis gera með heitum bökstrum og nuddi á augnlokin til að dreifa fituefnunum sem hafa bráðnað við upphitun“ segir Gunnar Már. Að auki getur svokölluð Blephasteam- meðferð komið að góðum notum. Þá eru sérstök hita- og rakagefandi gleraugu notuð í 10 mínútur í senn allt að tvisvar sinnum á dag í þrjár vikur. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum www.taralind.is Unnið í samvinnU við Táralind Almenn ráð við Augn- þurrki Tölvunotkun Mikil tölvunotkun er líklega ein algengasta orsök þurra augna. Við blikkum augunum mun sjaldnar þegar við horf- um á tölvuskjá og veldur það aukinni uppgufun tára. Hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að breyta uppstillingu skjásins, skrifborðsins og stólsins. Skjárinn ætti að vera í 50-70 cm fjarlægð frá augum, hann ætti að halla 15-20 gráður aftur og miðja hans ætti að vera 15-30 gráðum undir beinni sjónlínu. Einnig er gott ráð að minnka birtustig skjásins og gera reglulega hlé á vinnu. mataræði Rannsóknir hafa sýnt að ómega-3 fitusýrur, sem fást meðal annars úr lýsi, geta dregið úr einkennum augnþurrks. lyf Mörg lyf geta valdið augnþurrki. Meðal þeirra lyfja eru blóð- þrýstingslyf, ofnæmis- lyf, þunglyndislyf og lyf við bólum. Ef þú greinist með augnþurrk og notar eitthvað af þessum lyfjum mælum við með því að þú hafir samband við heimilislækninn þinn og athugir hvort þú getir hætt að taka lyfið, minnkað skammtinn eða skipt lyfinu út. þurrt loft Orsök augnþurrks má ekki sjaldan rekja til þess að loftið innanhúss er of þurrt. Vinnueftir- litið hefur birt leiðbein- ingar um inniloft á vinnustöðum, meðal annars um hvernig má stilla raka og bæta inniloftið á vinnustað. þ egar tárafilma augans nær ekki að viðhalda nauðsynlegri vörn á yfirborði augans myndast augnþurrkur. Að sögn Gunn- ars Más Zoëga, augnlæknis hjá Táralind, er augnþurrkur afar algengt vandamál sem valdið getur allt frá vægum óþæg- indum til verulegra vandamála. „Er- lendar rannsóknir hafa áætlað að 5 til 30 prósent þeirra sem eru eldri en 50 ára hafi augnþurrk. Helstu einkenni eru augnþreyta, ljós- fælni, sviða- og kláðatilfinning, breyti- leg sjónskerpa og síðan getur aukið tárarennsli verið einkenni augnþurrks,“ segir hann. Ástæður augnþurrks Orsakir augnþurrks eru fjölþættar og afleiðingar hans sjást í tárafilmunni og á yfirborði augans. Minnkuð tárafram- leiðsla er algeng orsök augnþurrks. Gunnar segir fitukirtla augnlokanna nauðsynlega fyrir heilbrigða tárafilmu. Hvarmabólga geti truflað framleiðslu þessara fitukirtla og leitt til augnþurrks. Ástæður augnþurrks geti einnig verið tengdar lyfjum sem einstaklingurinn þarf að taka af öðrum orsökum. Augnþurrkur er algengt vandamál sem rétt er að bregðast við. Mikil þróun hefur orðið á sviði meðferðar við augnþurrki undanfarin ár. Augnþurrkur er einnig tengdur ýmsum gigtarsjúkdómum og sjálfs- ofnæmissjúkdómum. „Umhverfi okkar hefur einnig veruleg áhrif á einkennin, þannig getur þurrt og kalt loft verið til vandræða auk þess sem mikil tölvunotkun getur aukið einkennin. Oft er hins vegar enga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.