Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 50
Þ egar ég var fjórtán ára fór ég í fyrsta sinn með móður minni til útlanda,“ segir Ingjaldur
Hannibalsson prófessor. „Við fórum
með Heklu, skipi Skipaútgerðar ríkis-
ins. Fyrst fórum við til Færeyja og svo
til Bergen, þar sem við áttum mjög fal-
legan dag. Ferðin endaði í Kaupmanna-
höfn þaðan sem við tókum svo Gullfoss
aftur heim með viðkomu í Edinborg.
Mér þótti þetta auðvitað mjög spenn-
andi, að koma til alvöru borgar sem ég
hafði aldrei kynnst áður. Í Kaupmanna-
höfn naut ég þess að fara með spor-
vögnunum um borgina og læra á hana
og síðan þá hefur mér eiginlega fundist
Kaupmannahöfn nokkurskonar annar
heimabær.“
Ferðaáhuginn kviknaði í Suður-
Ameríku
Þó þetta fyrsta ferðalag Ingjalds sitji
fast í minni hans, hafði hann þó engar
Hefur komið til allra landa Sameinuðu þjóðanna
Árið 2004 setti
Ingjaldur Hannibalsson
sér það markmið að
heimsækja öll 193 lönd
Sameinuðu þjóðanna
en þá þegar hafði hann
heimsótt yfir hundrað
þeirra. Í lok ágúst, þó
nokkrum flug-, báts-,
lestar-, og bílferðum
síðar, náði hann
takmarkinu. Honum
finnst fylgja því góð
tilfinning að þekkja til í
öllum löndum heimsins
og tilfinninguna við að
ljúka markmiðinu segir
hann vera frábæra.
væntingar um að síðar ætti
hann eftir að ferðast mikið um
heiminn, hvað þá að hann ætti
eftir að setja sér það markmið
að heimsækja öll lönd Sam-
einuðu þjóðanna. Það var eftir
að hann fékk sumarvinnu á
menntaskólaárunum í farskrár-
deild Loftleiða að áhuginn á
ferðalögum jókst. „Svo fór ég
til náms í Bandaríkjunum og þá
var ég búinn að heimsækja ein-
hver tíu Evrópulönd. Í náminu
hafði ég tækifæri til að ferðast
um Bandaríkin, Mexíkó og
Kanada. Í skólanum kynntist ég
líka fólki alls staðar að úr heim-
inum og fór að taka upp á því að
heimsækja það. En það var ekki
fyrr en árið 1981 að ég fer í mína
fyrstu löngu ferð, og það var til
Suður-Ameríku.“
Skipuleggur sig vel
Þessi fyrsta langa ferð varð til
þess að Ingjaldur fékk brenn-
andi áhuga á ferðalögum til
fjarlægra og framandi landa.
Hann byrjaði strax að skipu-
leggja næstu löngu ferð, í þetta
skiptið til Asíu. Hann segist vera
sérstaklega hrifinn af Kína en
þangað hefur hann nú komið
26 sinnum. „Í nokkra áratugi
hef ég notað ferðabækur Lonely
Planet og svo bý ég að því að
hafa unnið í farskrárdeildinni,“
segir Ingjaldur sem notar öll sín
frí í að ferðast og skipuleggur
þau vel. „Ég kann vel inn á far-
gjaldafrumskóginn og á auðvelt
með að skipuleggja ferðirnar.
Á mínum fyrri árum var ég
kannski ekki jafn skipulagður,
en í dag er ég alltaf búinn að
ganga frá hótelpöntunum áður
en ég fer.“
En afhverju settir þú þér það
markmið að heimsækja öll 193
lönd Sameinuðu þjóðanna?
„Það var nú þannig að árið
2004 var ég búinn að heimsækja
þó nokkuð yfir hundrað lönd og
þá sá ég að þetta væri gerlegt.
Ég fór yfir það hvaða lönd væru
eftir og setti þau upp í Excel
og raðaði svo löndunum saman
eftir legu þeirra með það í huga
til hvaða landa ég gæti farið í
hverri ferð. Ég skipulagði einar
fimmtán ferðir til að klára þetta.
Þetta tengist bara einhverri
persónulegri þrá að sjá heiminn
og að fá yfirsýn yfir hann. Nú
get ég horft á heimskortið og ég
þekki til í öllum löndunum. Það
finnst mér vera mikilvægt.“
Aldrei orðið var við kyn-
þáttafordóma
Ingjaldur segist aðeins eiga góð-
ar minningar af ferðalögum sín-
um. „Almennt finnst mér flest
fólk sem ég hef kynnst á mínum
ferðalögum hafa verið mjög
hjálplegt og alúðlegt. Margir
eru smeykir við að ferðast til
Afríku en ég hef aldrei upplifað
neitt slæmt í minn garð í neinu
þeirra fjölda Afríkuríkja sem
ég hef heimsótt. Ég hef aldrei
orðið var við kynþáttafordóma
gagnvart hvítingjum þrátt fyrir
að hafa oft verið eini hvítinginn
á svæðinu. Eftir nokkra daga þá
er mér oftast bara farið að finn-
ast eins og ég sé bara svartur
eins og allir hinir.“
Margir hverjir eru hræddir
við framandi lönd og leggja þess
vegna ekki í að heimsækja þau.
Ingjaldur segir það sama hafa
átt við um sjálfan sig að ein-
hverju leyti. „Það voru auðvitað
lönd í heiminum sem hræddu
mig og það voru mörg lönd á
þessum lista sem ég ætlaði
mér aldrei að heimsækja fyrr
en ég setti mér þetta markmið.
En eftir það þá varð ég bara að
gjöra svo vel og heimsækja þau,
hvort sem ég hafði áhuga á því
eða ekki,“ segir Ingjaldur en
síðastliðið haust voru aðeins sex
lönd eftir á listanum, lönd sem
Ingjaldur segist hafa látið sitja á
hakanum því þau voru afskekkt,
hættuleg eða þá vegna erfið-
leika við að fá vegabréfsáritun.
Hann lauk við að heimsækja þau
nú í lok ágúst.
Síðustu sex löndin
„Nouro er pínulítið eyríki í
Indlandshafi og fámennasta
þjóðríkið í Sameinuðu Þjóðun-
um. Það tekur fjóra klukkutíma
að fljúga þangað frá Ástralíu.
Þar búa 9500 manns og hring-
vegurinn er 18 kílómetrar. Þetta
var eitt ríkasta land í heimi á
áttunda og níunda áratugnum
því þar voru svo miklar fosfat
námur en nú eru þær uppurnar
og landið eitt það fátækasta í
heimi,“ segir Ingjaldur en eftir
að hafa verið í þrjá daga á þess-
ari afskekktu eyju tók næsta
land við, Afganistan. „Daginn
áður en ég lenti í Kabúl hafði
verið gerð sprengjuárás á flug-
völlinn og svo tveimur dögum
eftir að ég fór þaðan var gerð
önnur sprengjuárás á flugvöll-
inn. Þetta er auðvitað átaka-
svæði og ég vissi það fullvel.“
Næst var það Sádi-Arabía en
ég hafði frestað því mjög lengi
að fara þangað því það er svo
erfitt að fá vegabréfsáritun. Ég
var þarna á Ramadam tímanum
og það var sérstakt að upplifa
það. Það var ekkert líf á göt-
unum fyrr en á kvöldin, eftir að
fólk var búið að borða heima hjá
sér. Það var mikið líf í verslun-
unum og mér fannst sláandi að
sjá konurnar í búrkunum skoða
þar tískufatnað.“
Eftir Sádi-Arabíu var förinni
heitið til Írak. „Ég ákvað ég að
fara til borgarinnar Erbil í Kúr-
distan því það er svo öruggt,“
segir Ingjaldur en nokkrum
dögum eftir að hann yfirgaf
borgina voru uppreisnarmenn-
irnir komnir í 20 kílómetra
fjarlægð frá henni. Næstsíðasta
landið var svo Miðbaugs-Gínea
en það er þekkt fyrir það að
vera eitt lokaðasta land í heimi.
„Það eru mjög stífar reglur til
að komast í landið og það tók
mig marga mánuði að senda
hin ýmsu skjöl, gögn og vott-
orð. Þegar ég loksins komst inn
gerði ég svo eins og ég geri svo
oft í mínum ferðalögum, fékk
mér leigubíl og leigði hann til að
keyra um borgina og nágrenni
hennar. Ekki langt frá Mið-
baugs-Gíneu er Sao Tome en
það var síðasta landið á listan-
um.“
Ingjaldur Hannibalsson, prófessor í rekstrar-
stjórnun og alþjóðaviðskiptum við HÍ, hefur
ferðast til allra 193 landa Sameinuðu þjóðanna.
Honum líður þó best þar sem hann býr, í miðbæ
Reykjavíkur. Ljósmynd/Hari.
50 viðtal Helgin 12.-14. september 2014
Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t
Grillaður kjúklingur – heill
Franskar kartöflur – 500 g
Kjúklingasósa – heit, 150 g
Coke – 2 lítrar*
*Coca-Cola, Coke Light
eða Coke Zero 2198,-
Verð aðeins
+ 1 flaska af
2 L