Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 26
É g hef tekið tvær mikilvægar ákvarðanir á síðustu árum. Önnur var sú að drífa mig í að eignast fleiri börn. Það var ákvörðun og ég er afskaplega ánægð með hana. Síðan er það ákvörðunin að fara aftur í nám,“ segir Katrín Júlíusdóttir, vara- formaður Samfylkingarinnar, sem sest er aftur á skólabekk í MBA-námi við Háskólann í Reykjavík. „Það er svo auðvelt að láta lífið fljóta áfram í ein- hverju fari sem hættir svo kannski á endanum að veita þér ánægju, stækka þig eða breikka þig. Þessar ákvarð- anir eru þær bestu sem ég hef tekið,“ segir hún. Katrín er með skrifstofu í húsa- kynnum Alþingis við Austurstræti. Það stendur einfaldlega „Samfylk- ingin“ á bjöllunni fyrir aðra hæð og Katrín svarar skjótt. Ég hef nokkrum sinnum tekið fréttaviðtöl við hana í gegnum árin og það fyrsta sem ég hugsa þegar hún tekur á móti mér í þetta skiptið er hversu gríðarlega hún geislar og virðist líða einstaklega vel. Skýringuna fæ ég skömmu seinna. Við förum inn á skrifstofuna hennar þar sem hún setur fæturna, íklædda háhæluðum leðurstígvélum, upp á borð og spyr: „Er þér ekki sama?“ Ég sagði að mér fyndist ekkert sjálfsagð- ara. Með netta „mid life crisis“ Katrín hefur setið á þingi síðan árið 2003 og var iðnaðarráðherra í tíð síðustu ríkisstjórnar. Hún gekk í það heilaga árið 2011 með Bjarna Bjarnasyni rithöfundi og eignaðist með honum tvíburana Pétur Loga og Kristófer Áka ári síðar. Þegar hún sneri aftur úr fæðingarorlofi settist hún í stól fjármála- og efnahagsráð- herra, embætti sem hún gegndi þar til núverandi ríkisstjórn tók við. Katr- ín hefur því afrekað ýmislegt þrátt fyrir að vera aðeins 39 ára gömul en hún er nú þingmaður í stjórnarand- stöðu með tvo litla drengi og vílar ekki fyrir sér að fara í krefjandi nám meðfram því. „Mér finnst gaman í skóla. Ég er námfús og finnst gaman að læra nýja hluti. Þegar ég var stelpa ætlaði ég mér alltaf að vera langskólagengin.“ Katrín nam mannfræði við Há- skóla Íslands 1995-1997, tók einn kúrs tveimur árum síðan en sama ár eignaðist hún frumburðinn Júlíus. „Ég datt síðan bara út úr námi, fór að vinna og festist þar. Ég fór af þeim farvegi sem ég ætlaði mér að vera á. Ég er að verða fertug í nóvember og held að ég þjáist af nettri „mid life crisis,“ segir hún og hlær. „Ég er búin að vera að taka margt í gegn hjá mér. Í byrjun þessa árs tók ég ákvörðun um að gefa sjálfri mér það í fertugs afmælisgjöf að koma mér í dúndur form, koma mér á þann stað sem ég vil vera á og er auðvelt að viðhalda. Ég var orðin ofboðs- lega þung, með verki í baki og verki í hné. Ég tók mig algjörlega í gegn, hef verið dugleg að hreyfa mig, fer í ræktina og borða gríðarlega vel. Ég er búin að taka af mér 10 kíló síðan í janúar og hef farið niður um 10 pró- sentustig í fituprósentu. Ég er ekki í neinum öfgum og vil bara viðhalda þessum lífsstíl. Samhliða þessu huga ég einnig betur að sálarlífinu og nota hvert tækifæri til að tengja mig betur. Allt hangir þetta saman og mér hefur sjaldan liðið jafn vel. Ég er líka komin með það markmið að á hverjum einasta degi legg ég mig fram um að vera besta mögulega útgáfan af sjálfri mér. Þannig held ég að maður geti gefið meira af sér. Í svo mörg ár hef ég keyrt skarpt áfram án þess að huga að þessum hlutum. Allt geri ég þetta fyrir sjálfa mig. Til að vera góð mamma, góð í sínu starfi og vera góð eiginkona þá þarf maður að hugsa um sjálfa sig. Þetta er svona eins og með súrefnisgrímurnar í flugvélunum. Ég finn að þetta virkar, þetta virkar mjög vel fyrir mig.“ Leikskóli tvíburanna er æskuheimili Katrínar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, er sest á skólabekk og er í MBA-námi við Háskólann í Reykjavík. Hún segist gríðarlega ánægð með þær tvær stóru ákvarðanir sem hún tók á síðustu árum, að fara aftur í nám og eignast fleiri börn. Tvíburarnir hennar eru á þriðja aldursári og svo skemmtilega vill til að leikskóladeildin þeirra í Álfatúni í Kópavogi var áður herbergi Katrínar á æskuheimilinu. Katrín verður fertug síðar á þessu ári og gaf hún sér í fertugsafmælisgjöf að komast í gott form. Pínulítið rúðustrikuð MBA-nám er krefjandi stjórnendanám. Námið í Háskólanum í Reykjavík er sér- staklega skipulagt sem nám með vinnu og tekur það tvö ár. „Ég ákvað bara að slá til og kýla á þetta. Eftir að hafa verið í skóla lífsins í 17 ár þá fannst mér kominn tími til að ég þiggi ráð úr menntakerf- inu. Þar eru fagmennirnir. Þetta MBA- nám hentar mér afskaplega vel. Það er bókstaflega sniðið í kringum fólk eins og mig. Við nemendurnir erum allir í fullri vinnu, með börn og maka sem líka er upptekinn. Það greinilega fagfólk sem setur þetta nám saman. Námið er skemmtilega samansett sálfræðilega. Það byggist upp af lotum þannig að þú sérð alltaf fyrir endann á lotunni þó þú sért á bólakafi,“ segir Katrín. Hún bendir á að það sé mjög ólíkt að vera ráðherra eða í stjórnarandstöðu á Alþingi. „Í ráðuneytinu ert þú stöð- ugt með verkefni sem hafa upphaf og endi, það þarf að klára verkefni og taka ákvarðanir. Í stjórnarandstöðu eru upp- haf og endir á verkefnum mun óljósari. Ég er pínulítið rúðustrikuð að því leyti að mér finnst gott að hafa slíkt skipulag með og í náminu fæ ég þær þarfir mínar uppfylltar. Að fara í þetta nám hefur kveikt nýjan eld undir mér og ég mæli með því að allir geri það reglulega að fara út úr sínu boxi. Þó það þýði að þú þurfir að leggja meira á þig þá er það bara tímabundið og þú færð svo mikið meira út úr lífinu, verður glaðari og betri í því sem þú ert að gera.“ Leikskólinn var áður æskuheimilið Katrínu fannst sannarlega vera kominn tími til að fara út úr þægindarammanum og ögra sér á nýjan hátt. „Ég er, innan gæsalappa, búin að vera í sama starf- inu í 11 ár. Ég er búin að sitja á þingi síðan 2003. Ég hef vissulega gert þar ólíka hluti, alla mjög lærdómsríka, en það breytir ekki því að stundum þarf að fara út fyrir boxið þitt og opna ný hólf í Hver er Katrín Júlíusdóttir? Fædd 23. nóvember 1974 í Reykjavík. Stúdent frá Mennta- skólanum í Kópavogi og nam síðar mann- fræði við Háskóla Íslands. Ritari Alþýðubanda- lagsins í Kópavogi 1994-1998. Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1998-1999. Alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi síðan 2003. Iðnaðarráðherra 2009-2012 og fjár- mála- og efnahags- ráðherra 2012-2013 Gift Bjarna Bjarnasyni rithöfundi og móðir þriggja drengja; Júlíusar, Péturs Loga og Kristófers Áka. Ég hef sett mér það markmið að á hverjum einasta degi legg ég mig fram um að vera besta mögulega útgáfan af sjálfri mér. Katrín Júlíusdóttir með tvíburunum Pétri Loga og Kristófer Loga á leikskólanum Álfatúni í Kópavogi en sjálf bjó Katrín í húsinu þegar hún var barn. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu 26 viðtal Helgin 12.-14. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.