Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 25
Vegna flutninganna verða skrifstofur og vefkerfi lokuð frá kl. 14
föstudaginn 12. september en stofnunin opnar aftur í nýjum
húsakynnum kl. 9 að morgni þriðjudagsins 16. september.
Afgreiðslutími alla virka daga 9–16
UNDIR EINU ÞAKI
Samgöngustofa flytur starfsemi sína í Ármúla 2
Samgöngustofa - Ármúla 2 - 108 Reykjavík - Sími 480 6000 - samgongustofa.is
Mánudaginn 15. september mun öll starfsemi Samgöngustofu
á höfuðborgarsvæðinu flytjast í eitt húsnæði í Ármúla 2,
á horni Háaleitisbrautar og Ármúla. Breytingunni fylgir aukið
hagræði, samræmdur afgreiðslutími og bætt þjónusta við
viðskiptavini stofnunarinnar.
Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála og varð
til við samruna Umferðarstofu, Flugmálastjórnar og stjórnsýsluhluta
Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
4
-1
9
3
5
áskorun og kostað fórnir og hefði
ekki verið hægt nema vegna þess
að mannauður leikhússins er ein-
stakur og hér eru allir alltaf tilbúnir
til að gera betur en vel og það þó
aðstæður séu erfiðar. Ég held að
okkur hafi tekist að höndla þetta
með ágætum og mér er til efs að
leikhúsgestir hafi fundið nokk-
urn mun á framboði eða metnaði í
starfi. Aðsókn í leikhúsið hefur líka
verið að aukast jafnt og þétt og þar
með hefur aukið sjálfsaflafé vegið
að nokkru upp á móti niðurskurð-
inum, en þær tekjur eru stopular og
það má ekki mikið út af bregða til að
það fari að halla á.“
Hvað með listrænar áskoranir?
„Þjóðleikhúsið hefur ákveðnum
skyldum að gegna gagnvart inn-
lendri leikritun og nýsköpun fyrir
svið. Það er beinlínis áskilið í leik-
listarlögum og orðað með þeim
hætti að leikhúsinu beri að „kosta
kapps“ um að efla innlenda leik-
ritun. Þessi áhersla hefur verið
undirliggjandi alveg frá upphafi.
Vægi innlendrar leikritunar hefur
þó lengst af verið lítið miðað við er-
lend verk,“ segir Tinna.
„Ég mótaði þá stefnu þegar ég
tók við að helmingur sýndra verka á
hverju leikári skyldi vera innlendur
og það hefur gengið eftir. Á þessu
ári tökum við þetta enn lengra og
bjóðum upp á íslenskan vetur í Þjóð-
leikhúsinu þar sem allar nýjar frum-
sýningar eru á íslenskum verkum.
Með því erum við ekki aðeins að
sinna ríkri menningarskyldu heldur
líka að efna til spennandi samtals
við þjóðina. Við eigum ríkulega bók-
menntahefð, það er þar sem fjársjóð-
urinn liggur, þar er okkar klassík,
en við höfum vissulega líka eignast
nokkra höfunda sem hafa helgað sig
skrifum fyrir leikhús. Hvorutveggja
ber að efla og rækta eftir bestu getu
og það er það sem liggur verkefna-
vali leikársins til grundvallar.“
Hlutur kvenna mikilvægur
Tinna hefur lagt mikla áherslu á að
efla hlut kvenna í leikhúsinu, bæði
sem leikskáld og leikstjórar. Í vetur
eru 8 konur listrænir stjórnendur
leikverka í Þjóðleikhúsinu.
„Ég hef lagt mig fram um að efla
hlut kvenna, en það verður ekki gert
nema við veðjum á konur í auknum
mæli. Ef við lítum yfir þetta leikár,
þá er hlutur kvenna ríflegur í þessu
tilliti.
„Síðast en ekki síst hef ég lagt
ríka áherslu á að efla barnastarf
í leikhúsinu. Á mínum starfstíma
höfum við opnað tvö leiksvið sér-
staklega ætluð börnum og barna-
starfi. Annarsvegar Kúluna sem
er á neðri hæðinni í gamla íþrótta-
húsinu við Lindargötu 7, en á efri
hæðinni er Kassinn. Þar sýnum við
styttri sýningar sem eru tilvaldar
sem fyrsta leikhúsreynslan. Síðasta
vetur opnaði svo Brúðuloftið í sam-
starfi við Bernd Ogrodnik brúðu-
meistara, uppi í rjáfri í aðalbygging-
unni sjálfri. Á árinu bjóðum við í allt
upp á samtals 10 sýningar sérstak-
lega ætlaðar börnum. Í því felst rík
viðleitni til að efla og glæða áhuga
barna á leikhúsi og í raun opna
þennan heim fyrir þeim. Ef börn
kynnst leikhúsi snemma og njóta
þess sem þau sjá, eru miklar líkur
á að þau vilji koma aftur og verði
handgengin leikhúsinu til framtíðar
og það færir þeim heim auðlegð og
nærir hugmyndaheiminn.“
Hvernig sérðu fyrir þér fram-
tíð Þjóðleikhússins?
„Þjóðleikhúsið er merkilegt hús.
Það var fyrsta og stærsta húsið
sem þjóðin reisti til að hýsa lif-
andi listastarfsemi. Baráttan fyr-
ir byggingu þess varð á sinn hátt
táknmynd fyrir baráttuna fyrir
menningarlegu sjálfstæði í upp-
hafi síðustu aldar. Með opnun þess
hófst nýr kafli í menningarsögunni
og síðan hefur Þjóðleikhúsið gegnt
lykilhlutverki í menningu okkar.
Það starf sem hér hefur verið unnið
í gegnum tíðina er okkar sameigin-
lega auðlegð, engu síður en húsið
sjálft. Ég vona innilega að við sem
þjóð berum gæfu til þess að standa
vörð um Þjóðleikhúsið til framtíð-
ar,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir
þjóðleikhússtjóri.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Ég gat samt hugsað
mér að gera ýmis-
legt annað í lífinu.
Ég vildi gera gagn,
jafnvel verða læknir
og var komin í líf-
fræðinám.
„Ég hef lagt mig fram um að efla hlut
kvenna, en það verður ekki gert nema
við veðjum á konur í auknum mæli. Ef
við lítum yfir þetta leikár, þá er hlutur
kvenna ríflegur í þessu tilliti. Ljósmynd/
Hari
viðtal 25 Helgin 12.-14. september 2014