Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Page 12

Fréttatíminn - 12.09.2014, Page 12
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Í Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir hallalausum fjárlögum annað árið í röð. Það er vísbending um að við séum smátt og smátt að vinna okkur út úr vand- anum, að hagur ríkisins sé heldur að vænkast. Batnandi horfur sjást í hagtölum, meðal annars 3,4% hagvexti, 2,4% kaup- máttaraukningu og 3,5% atvinnuleysi. Enn eru skuldir ríkisins þó of miklar og vaxta- greiðslur verulega íþyngjandi. Reiknað er með því að skuldahlutfall ríksins á næsta ári verði 74% en það var 90% árið 2011. Að óbreyttu tekur of langan tíma að lækka þetta hlutfall. Því er eðlilegt að hugað sé að sölu 30% hlutar í Landsbankanum hf. en það sem fæst fyrir þann hlut á að nota til greiðslu skulda, greiða niður lán sem tekin voru til að endurfjár- magna fjármálastofnanir í kjölfar hrunsins. Þessi fyrir- ætlun er vitaskuld háð því að ásættanlegt verð fáist fyrir hlutinn. Reiknað er með því að tekjur ríkisins á næsta ári muni nema 644,5 milljörðum króna en gjöld 640,5 milljörðum. Því er áætlað að afgangur verði 4 milljarður króna. Helstu tíðindin í fjárlagafrumvarpinu eru breytingar á virðisaukaskattskerfinu en með þeim dregur saman milli skattþrepanna. Hið lægra hækkar úr 7% í 12% en hið efra lækkar úr 25,5% í 24%. Tilgangur breytinganna er að auka skilvirkni virðisaukaskattskerfisins og jafnræði milli atvinnugreina. Jafnframt verða almenn vörugjöld afnumin en þau leggjast í dag á sykruð matvæli og drykkjarvörur, byggingarvörur, varahluti í bíla, stærri heim- ilistæki, auk annarra raftækja. Samhliða breytingunum verða barnabætur hækkaðar. Úrelt neyslustýring fylgdi vörugjöldunum og því er tímabært að fella þau niður. Tollar og vörugjöld hafa verið hærri hér en í ná- grannalöndunum. Þá hefur almenna þrepið í virðisaukaskattinum, 25,5%, verið of hátt. Viðskiptaráð hefur til dæmis bent á að með afnámi tolla og vörugjalda og afnámi undan- þága frá virðisaukaskatti væri hægt að lækka almenna hlutfallið í 20% án þess að skerða tekjur ríkissjóðs. Það kom hins vegar fram hjá Bjarna Benediktssyni efnahags- og fjár- málaráðherra, við framlagningu fjárlaga- frumvarpsins, að slíkt stökk væri of stórt. Með breytingum á virðisaukaskattskerfinu nú er stefnt að aukinni skilvirkni og er full þörf á því en fram hefur komið að Ísland sé 15% undir meðaltali OECD ríkjanna þegar kemur að skilvirkni virðisaukaskatts. Reiknað er með að ráðstöfunartekjur auk- ist um 0,5% með breytingum á virðisauka- skattskerfinu, afnámi vörugjalda og hækk- un barnabóta. Vel þarf að standa að málum til þess að svo verði. Áhyggjur stjórnarand- stöðu og launþegasamtaka snúast meðal annars að því. Oddný G. Harðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, hefði til dæmis viljað sjá meiri mótvægisaðgerðir til að vega á móti hækkun neðra þreps í virðisaukaskattskerf- inu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusam- bands Íslands, hefur lýst efasemdum um breytingarnar sem komi einkum illa við tekjulág heimili og barnafólk og telur ólík- legt að þær muni ekki hafa áhrif á verðlag. ASÍ bendir á að hækkun á virðisaukaskatti á matvæli í neðra þrepinu skili sér hratt út í verðlag en niðurfelling vörugjalda og lækk- un á efra þrepi virðisaukaskattsins kunni að skila sér síður. Þarna reynir á alla og verðskyn í verð- bólgusamfélagi er því miður brenglað – þótt nú um stundir hafi náðst tök þau tök á verð- bólgunni að hún sé innan viðmiðunarmarka Seðlabanka Íslands. Stjórnvöldum ber skylda til að fylgjast einarðlega með þróuninni í krafti stofnana sinna. Verslunin verður að sjá til þess að verðlækkun vegna niðurfell- ingar vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskattskerfisins nái til neytenda. Alþýðusambandið og fleiri fylgjast grannt með verðlagi í verslunum. Herða verður það aðhald. Neytendasamtökin verða að halda vöku sinni en fyrst og fremst er það neyt- endanna sjálfra, alls almennings, að sjá til þess að nauðsynlegar mótvægisaðgerðir vegna breytinga á virðisaukaskattskerfinu skili sér. Breytingar á virðisaukaskattskerfi og niðurfelling vörugjalda Mótvægisaðgerðir skili sér Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORÍUM LóA hjáLMTýsdóTTiR MMikilvægt Magnesíum plús með B12, B6 og fólinsýru er slakandi og styrkjandi fyrir líkama og sál. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? 12 viðhorf Helgin 12.-14. september 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.