Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2006, Page 6

Læknablaðið - 15.05.2006, Page 6
RITSTJÓRNARGREINAR Faraldsfræðilegar rannsóknir á krabbameinum. Gildi lýðgrundaðra rannsókna Jón Gunnlaugur Jónasson jongj@landspitali. is Epidcmiological rcscarch on canccr. Thc importancc of population-bascd studics Dr. Jónasson is Consultant Histopathologist at Landspitali-University Hospital, Medical Director of The Icelandic Cancer Registry and Associate Professor of Pathology, Faculty of Mcdicine, University of Iceland. Höfundur er meinafræðingur, yfirlæknir Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags íslands og dósent við læknadcild Háskóla íslands. Sagt hefur verið að faraldsfræðingar séu þjóðfélag- inu það sem læknir er sjúklingi og að faraldsfræði sé þannig grundvöllur lýðheilsu. Faraldsfræði lýsir og mælir sjúkdóma í samfélaginu svo spyrja megi spurninga einsog: Hvað orsakar tiltekna sjúkdóma? Hvers vegna eru ákveðnir hópar í meiri hættu en aðrir? Hvað hefur áhrif á horfur sjúk- linga? Faraldsfræði aðstoðar við að velja heilbrigð- isaðgerðir sem líklegastar eru til að fyrirbyggja sjúkdóma og metur árangur slíkra aðgerða. I faraldsfræði er grunneining viðfangs hópur fólks en ekki hver og einn einstaklingur. Að þessu leyti er faraldsfræði frábrugðin klínískri læknisfræði. Faraldsfræðingar beina ekki eingöngu athygli að þeim sem fá tiltekna sjúkdóma heldur einnig að þeim sem ekki veikjast og því hvað aðgreini þessa hópa. Klínískur læknir hefur hins vegar fyrst og fremst áhuga á þeim sjúklingum sem hann hefur til meðhöndlunar og hvernig leysa megi vanda þeirra. Hugtök faraldsfræði geta því verið fram- andi fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem einkum er í klínísku starfi. Allflestir læknar þekkja þó vel til gagnsemi faraldsfræðirannsókna krabbameina allt frá því er Sir Percival Potl birti árið 1775 í Chirurgical Observations rannsóknir á krabbameini í sóturum. Frá miðri 20. öld hefur nútímafaraldsfræði þróast í sterkt tæki til að meta sjúkdómsbyrði og áhættuþætti sjúkdóma. Vel unnar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið afar þýðingarmiklar við að auka þekkingu okkar á krabbameinum, bæði útbreiðslu og áhættuþáttum, og nægir þar að nefna tengsl reykinga og lungna- krabbameins. Þótt gagnsemi vel unninna faraldsfræðilegra rannsókna sé flestum ljós þá verður að fara varlega í túlkun á niðurstöðum og vera á varðbergi um þá þætti sem líklegir eru til að trufla (confound) rétta niðurstöðu og einnig þá þætti sem bjagað (bias) gela niðurstöður. Ekki kæmi neinum á óvart að með faraldsfræðilegum rannsóknum væri unnt að sýna fram á tengsl milli lungnakrabbameins og þess að ganga með eldspýtur eða kveikjara á sér. Hins vegar segir það ekkert til um orsakasamband. Hér bætist við truflandi þátturinn reykingar sem veldur því að tengsl koma fram á milli þessara atriða án þess að endilega sé þar orsakasamband. Bjögun, sem til dæmis getur komið fram vegna skekkts úrtaks, þarf að hafa í huga við allar faralds- fræðilegar rannsóknir. Mjög mikilvægt er að reyna að koma í veg fyrir bjögun þegar rannsóknaráætl- un er sett fram, þótt erfitt geti reynst að útiloka hana með öllu. Við faraldsfræðilegar rannsóknir á krabba- meinum, líkt og þeirri um anal krabbamein sem birtist í þessu tölublaði Læknablaðsins, nýtast krabbameinsskrár vel. Með krabbameinsskrá er átl við kerfisbundna söfnun upplýsinga um krabbamein, varðveislu þessara upplýsinga, grein- ingu þeirra, túlkun og birtingu á niðurstöðum og upplýsandi tölum. Krabbameinsskrár eru tvenns konar. Annars vegar er um að ræða svonefndar sjúkrahústengdar skrár og hins vegar lýðgrundaðar (population-based) skrár. Sjúkrahústengdu skrárn- ar eru byggðar á sjúklingum sem greinast á tilteknu sjúkrahúsi, og megintilgangurinn er að stuðla að bættri þjónustu með aðgengilegum upplýsingum um hvert krabbamein, meðferð og árangur hennar. Upplýsingarnar nýtast vel við stjórnun og athugun á árangri spílalans En þær nýtast að mjög takmörk- uðu leyti til faraldsfræðilegra rannsókna. Nýgengi (incidence) er sjaldnast unnt að reikna þar sem upptökusvæðið er í flestum tilvikum óljóst og þar með hópurinn (nefnarinn) sem liggur að baki þeim sjúkdómstilfellum sem greinast á sjúkrahúsinu. Jafnvel þótt það lægi fyrir má búast við bjöguðum niðurstöðum því að hópurinn sem leitar til þessa tiltekna sjúkrahúss er líklegur til að hafa einhver sérkenni sem greinir hann frá öðrum þegnum þjóð- félagsins. Lýðgrundaðar skrár geyma hins vegar upplýs- ingar um öll krabbamein sem greinast í skilgreindu þýði á tilteknu landsvæði. Pær gefa áreiðanlegar upplýsingar um nýgengi krabbameina og þar með um álag af völdum krabbameina í þjóðfélaginu. Jafnframt skapast umgjörð sem byggja má á þegar reynt er að bregðast við illkynja sjúkdómum. Taka má saman mikilvægi lýðgrundaðra krabba- meinsskráa á eftirfarandi hátt: 1) Þær segja til um útbreiðslu og eðli krabbameina í samfélaginu og aðstoða við að forgangsraða í heilbrigðismálum. 2) Þær má nota til rannsókna á tilurð og áhættu- þáttum krabbameina. 3) Þær aðstoða við að meta árangur af skimun og öðrum aðgerðum sem áhrif geta haft á út- breiðslu krabbameina. 362 Læknabladid 2006/92

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.