Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2006, Síða 21

Læknablaðið - 15.05.2006, Síða 21
FRÆÐIGREINAR / HÁÞRÝSTINGUR arnar voru notaðar við úrvinnslu en fjöldi mælinga árið 2003 var notaður sem mælikvarði á hversu oft mælingar fóru fram. Til að kanna aðra sjúkdóma var leitað í tölvuskráðum sjúkraskýrslum stöðv- arinnar (Medicus) og leitað sérstaklega að grein- ingum um kransæðasjúkdóm, sykursýki eða offitu. LDL-kólesteról var reiknað með því að nota Friedewald reikniaðferð. Rannsóknin var samþykkt af Persónuvernd og Vísindasiðanefnd. Tölfræðileg úrvinnsla var gerð með SPSS (útgáfa 12.01) og tölfræðileg marktækni miðuð við p-gildi minna en 0.05 við tvíhliða próf- un. Niðurstöður Alls voru 982 sjúklingar ineð greininguna háþrýstingur. Af þeim voru 437 (45%) karlar og 545 (55%) konur. Þeir voru á aldrinum 23 til 87 ára, meðalaldur 61,3 ár (13 SD). Algengi greinds háþrýstings miðað við þennan fjölda og þann íbúafjölda sem er á svæðinu er 8,5% í aldurshópn- um 35 til 74 ára. Dreifing blóðþrýstingsgilda er sýnd á myndum 1 og 2. Slagbilsþrýstingur var að meðaltali 145 mmHg (16SD) og hlébilsþrýstingur 86 mmHg (9SD). Meðal karla voru slag- og hlébilsþrýstingur að meðaltali 144 mmHg (15SD) og 87 mmHg (9 SD) og sambærilegar tölur fyrir konur voru 144 mmHg (17SD) og 84 mmHg (9 SD). Aðeins 27% þessara háþrýstingssjúklinga höfðu blóðþrýstings- gildi undir þeim viðmiðunarmörkum sem al- mennt er mælt með í meðferðarleiðbeiningum, það er undir 140/90 mmHg, 70% höfðu hærri blóðþrýsting og hjá 3% sjúklinga fundust engar upplýsingar um blóðþrýstingsgildi. Af þeirn sem náðu meðferðarmarkmiðum voru 63% konur. Fleiri konur en karlar höfðu bæði hlébils- og slag- bilsþrýsting undir meðferðarmarkmiðum, 35% á móti 28% hvað varðar slagbilsþrýsting (p=0,04) og 66% á móti 50% hvað varðar hlébilsþrýsting (p<0,001). Fleiri sjúklingar náðu ekki meðferðar- markmiðum slagbilsþrýstings en hlébilsþrýstings eða 465 (47%) á móti 195 (20%). Eins og sýnt er í töflu I þá hafði blóðþrýstingur verið mældur hjá 608 (62%) sjúklinganna á heilsugæslustöðinni árið 2003 en 40% karla og 36% kvenna höfðu enga blóðþrýstingsmælingu það árið. Auk þess hafði blóðþrýstingur hjá um fjórðungi sjúklinganna verið mældur aðeins einu sinni. Blóðprufur höfðu verið teknar hjá 78% sjúk- linganna og voru í langflestum tilvikum mældar blóðfitur og blóðsykur. Meðalgildi kólesteróls var 6,0 mmol/L (1.0 SD), HDL-kólesteról var að meðaltali 1,4 mmol/L (0,5 SD), þríglýseríðar 1,7 mmol/L (0,9 SD) og blóðsykur var að meðal- tali 5,8 mmol/L (1,6 SD). Af þeim sjúklingum ACE Inhibitors Antiotonsion II Receptor Antiotension Receptor ACE Inhibitors+Thiazids 4% Figure 3. Proportion (percentage) ofdifferent drugs used as a single drug treatment or combination preparations for hypertension. sem höfðu farið í blóðprufur voru 338 (47%) með Figure 4. The number of kólesterólgildi yfir 6,0 mmol/L og 604 (84%) með patients on different drugs gildi yfir 5,0 mmol/L. Af þeim 526 sjúklingum forhypertension. sem höfðu farið í mælingu á þríglýseríðum voru 214 (41%) með gildi yfir 1,7 mmol/L. Blóðsykur hafði verið mældur hjá 634 sjúklingum og voru 71 (11%) með gildi yfir 7,0 mmol/L og 104 (16%) með gildi yfir 6,4 mmol/L. Alls voru 86 sjúklingar með sjúkdómsgreininguna sykursýki samkvæmt sjúkraskýrslum og auk þess höfðu 54 sjúklingar Table 1. Number of blood pressure measurements 2003. Men Women N % N % No measurement 176 40 198 36 One measurement 107 25 131 24 Two measurements 73 17 95 18 Three measurements 38 9 54 10 Four measurements 17 4 24 4 Five measurements 11 2 24 4 Six measurements 9 2 7 1 More than six measurements 5 1 10 3 Læknablaðið 2006/92 377

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.