Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 21
FRÆÐIGREINAR / HÁÞRÝSTINGUR arnar voru notaðar við úrvinnslu en fjöldi mælinga árið 2003 var notaður sem mælikvarði á hversu oft mælingar fóru fram. Til að kanna aðra sjúkdóma var leitað í tölvuskráðum sjúkraskýrslum stöðv- arinnar (Medicus) og leitað sérstaklega að grein- ingum um kransæðasjúkdóm, sykursýki eða offitu. LDL-kólesteról var reiknað með því að nota Friedewald reikniaðferð. Rannsóknin var samþykkt af Persónuvernd og Vísindasiðanefnd. Tölfræðileg úrvinnsla var gerð með SPSS (útgáfa 12.01) og tölfræðileg marktækni miðuð við p-gildi minna en 0.05 við tvíhliða próf- un. Niðurstöður Alls voru 982 sjúklingar ineð greininguna háþrýstingur. Af þeim voru 437 (45%) karlar og 545 (55%) konur. Þeir voru á aldrinum 23 til 87 ára, meðalaldur 61,3 ár (13 SD). Algengi greinds háþrýstings miðað við þennan fjölda og þann íbúafjölda sem er á svæðinu er 8,5% í aldurshópn- um 35 til 74 ára. Dreifing blóðþrýstingsgilda er sýnd á myndum 1 og 2. Slagbilsþrýstingur var að meðaltali 145 mmHg (16SD) og hlébilsþrýstingur 86 mmHg (9SD). Meðal karla voru slag- og hlébilsþrýstingur að meðaltali 144 mmHg (15SD) og 87 mmHg (9 SD) og sambærilegar tölur fyrir konur voru 144 mmHg (17SD) og 84 mmHg (9 SD). Aðeins 27% þessara háþrýstingssjúklinga höfðu blóðþrýstings- gildi undir þeim viðmiðunarmörkum sem al- mennt er mælt með í meðferðarleiðbeiningum, það er undir 140/90 mmHg, 70% höfðu hærri blóðþrýsting og hjá 3% sjúklinga fundust engar upplýsingar um blóðþrýstingsgildi. Af þeirn sem náðu meðferðarmarkmiðum voru 63% konur. Fleiri konur en karlar höfðu bæði hlébils- og slag- bilsþrýsting undir meðferðarmarkmiðum, 35% á móti 28% hvað varðar slagbilsþrýsting (p=0,04) og 66% á móti 50% hvað varðar hlébilsþrýsting (p<0,001). Fleiri sjúklingar náðu ekki meðferðar- markmiðum slagbilsþrýstings en hlébilsþrýstings eða 465 (47%) á móti 195 (20%). Eins og sýnt er í töflu I þá hafði blóðþrýstingur verið mældur hjá 608 (62%) sjúklinganna á heilsugæslustöðinni árið 2003 en 40% karla og 36% kvenna höfðu enga blóðþrýstingsmælingu það árið. Auk þess hafði blóðþrýstingur hjá um fjórðungi sjúklinganna verið mældur aðeins einu sinni. Blóðprufur höfðu verið teknar hjá 78% sjúk- linganna og voru í langflestum tilvikum mældar blóðfitur og blóðsykur. Meðalgildi kólesteróls var 6,0 mmol/L (1.0 SD), HDL-kólesteról var að meðaltali 1,4 mmol/L (0,5 SD), þríglýseríðar 1,7 mmol/L (0,9 SD) og blóðsykur var að meðal- tali 5,8 mmol/L (1,6 SD). Af þeim sjúklingum ACE Inhibitors Antiotonsion II Receptor Antiotension Receptor ACE Inhibitors+Thiazids 4% Figure 3. Proportion (percentage) ofdifferent drugs used as a single drug treatment or combination preparations for hypertension. sem höfðu farið í blóðprufur voru 338 (47%) með Figure 4. The number of kólesterólgildi yfir 6,0 mmol/L og 604 (84%) með patients on different drugs gildi yfir 5,0 mmol/L. Af þeim 526 sjúklingum forhypertension. sem höfðu farið í mælingu á þríglýseríðum voru 214 (41%) með gildi yfir 1,7 mmol/L. Blóðsykur hafði verið mældur hjá 634 sjúklingum og voru 71 (11%) með gildi yfir 7,0 mmol/L og 104 (16%) með gildi yfir 6,4 mmol/L. Alls voru 86 sjúklingar með sjúkdómsgreininguna sykursýki samkvæmt sjúkraskýrslum og auk þess höfðu 54 sjúklingar Table 1. Number of blood pressure measurements 2003. Men Women N % N % No measurement 176 40 198 36 One measurement 107 25 131 24 Two measurements 73 17 95 18 Three measurements 38 9 54 10 Four measurements 17 4 24 4 Five measurements 11 2 24 4 Six measurements 9 2 7 1 More than six measurements 5 1 10 3 Læknablaðið 2006/92 377
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.