Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2006, Side 22

Læknablaðið - 15.05.2006, Side 22
FRÆÐIGREINAR / HÁÞRÝSTINGUR Table II. Mean value ofblood lipids and glucose among hypertensive patients. Men Women N (number) Mean SD N (number) Mean SD Cholesterol (mmol/L) 322 5.9 1.1 401 6.1 0.9 HDL-chol (mmol/L) 293 1.3 0.4 362 1.6 0.5 LDL-chol (mmol/L)** 222 3.7 1 283 3.8 0.9 TG (mmol/L)*** 225 1.8 1.3 301 1.8 0.9 Blood glucose (mmol/L) 269 6.0 1.8 365 5.7 1.4 *High Density Lipoprotein **Low Density Lipoprotein ***Triglycerides blóðsykurgildi yfir 6,4 mmol/L þannig að telja má að um 14% sjúklinganna hafi sykursýki. Af þessum háþrýstingsjúklingum höfðu 133 (14%) þekktan kransæðasjúkdóm og þar af höfðu 23 (2%) bæði kransæðasjúkdóm og sykursýki. Alls reyndust 480 (49%) þessara háþrýstingssjúklinga hafa staðfesta sykursýki, staðfestan kransæðasjúk- dóm eða hækkun á kólesteróli yfir 6,0 mmol/L og auk þess voru 43 sjúklingar (4,3%) með greining- una offita, þar af 29 sem ekki höfðu neina af fyrri greiningum. Hjartalínurit (EKG) hafði verið skráð hjá 628 sjúklinganna (64%). Upplýsingar um reyk- ingar voru sjaldan skráðar og upplýsingar um líkamsþyngdarstuðul (LÞS) lágu fyrir hjá aðeins 12% sjúklinganna. Meðalgildi LÞS var 33 kg/m2. Aðeins 5% voru undir efri mörkum þess LÞS sem talinn er ákjósanlegastur, það er undir 25 kg/m2, en 32% voru á milli 25 og 30 kg/m2 og 63% í offituhóp með LÞS yfir 30 kg/m2. Þvagrannsókn hafði verið gerð hjá 53% sjúk- linganna og af þeim voru 15% með eggjahvítu í þvagi. Á árunum 2002 og 2003 fengu 734 sjúklingar (75%) lyfjameðferð vegna háþrýstings. Af þeim sem voru á lyfjameðferð voru 39% á einu lyfi, 36% tóku tvö lyf og 25% voru á þremur eða fleiri lyfjum. Á mynd 3 sést hlutfall mismunandi lyfjaflokka meðal þeirra sem voru á einu lyfi. Beta hemlar voru mest notaðir meðal þeirra sem voru á einu lyfi (39%) og næst komu þvagræsilyf (27%). Heildarlyfjanotkun er sýnd á mynd 4. Algengustu lyfjaflokkarnir voru þvagræsilyf, 434 sjúklingar, og betahemlar, 429 sjúklingar. Fjöldi sjúklinga sem tóku ACE (angiotensin converting enzyme) hemla, angiotensin viðtakahemla eða kalsíum- gangahemla var svipaður, eða um 185 sjúklingar. Umræða Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að aðeins 27% háþýstingssjúklinga sem meðhöndlaðir eru í heilsugæslu ná þeim meðferðarmarkmiðum sem flestar klínískar leiðbeiningar ráðleggja (6, 7, 18). Tiltölulega stór hluti þessara sjúklinga hefur hækk- aðan blóðsykur og að minnsta kosti 11% uppfylla skilyrði fyrir sykursýki. Hækkun á kólesteróli er einnig nokkuð algeng og hefur um helmingur sjúklinganna kólesterólgildi yfir 6,0 mmol/L. Sú staðreynd að aðeins 27% sjúklinganna ná þeirn meðferðarmarkmiðum sem klínískar leið- beiningar ráðleggja veldur auðvitað vonbrigðum. Þessi meðferðarmarkmið eru hins vegar ekki hafin yfir gagnrýni, sumir álíta þau algerlega óraunsæ og misræmi milli mismunandi leiðbeininga endur- speglar aðeins þann vanda sem staðið er frammi fyrir (19, 20). Fjöldi rannsókna hefur sýnt að háþrýstingsmeðferð er ábótavant um allan heim. Rannsókn sem gerð var í Englandi sýndi að algengi háþrýstings var 37% meðal fullorðinna og þar af voru 32% á meðferð og 9% náðu með- ferðarmarkmiðum (10). Á heilsugæslustöðvum í Svíþjóð mældust 15% meðhöndlaðra háþrýstings- sjúklinga með blóðþrýsting undir 140/90 mmHg (21). Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á slíka undirmeðhöndlun (9, 22-24). Jafnvel meðal sjúklinga í mikilli áhættu á hjarta- og æðasjúkdóm- um, sem taka þátt í stórum lyfjarannsóknum, er aðeins um 22% háþrýstingssjúklinga með góða blóðþrýstingsstjórnun (12, 25). Vandamálið við að ná settum markmiðum háþrýstingsmeðferðar er því víða til staðar. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að unnt er að ná meðferðarmarkmiðum í fleiri tilfellum með því að breyta og auka meðferð (9,10, 26-28). Meðferð með aðeins einu lyfi getur verið ein af skýringum þess hversu stór hluti háþrýstings- sjúklinga nær ekki meðferðarmarkmiðum (10). 1 okkar rannsókn var slík meðferð notuð í 39% tilvika. I stórri þversniðsrannsókn í Svíþjóð voru 62% sjúklinga meðhöndlaðir með einu lyfi (29) en í sænsku heilsugæslunni um 50% (21). Flestar klínískar leiðbeiningar hafa hin síðari ár mælt með því að nota fremur fjöllyfjameðferð til að ná meðferðarmarkmiðum en að hækka skammta upp í hámarksskammta (5-7). Árangurinn er betri og líkur á aukaverkunum minni (13). Háþrýstingur er langvinnt ástand og kallar á mikla og krefjandi meðferðarheldni sem skiptir sköpum um árangur meðferðar (30). í þeirri rannsókn sem hér er kynnt kemur fram að algengara er að þrýstingsgildi í slagbili liggi ofan meðferðarmarkmiða en þrýstingur í hlébili. Þessar niðurstöður eru í samræmi við aðrar rannsóknir (9, 31, 32). Hækkaður slagbilsþrýstingur er mjög algengur og meðferð dugir oft illa. Að fleiri konur en karlar nái meðferðarmarkmiðum hefur einnig komið fram í öðrum rannsóknum (32) Skýringar eru ekki óyggjandi en líklega vegur betri með- ferðarheldni kvenna en karla þungt. Fjöldi rannsókna hafa verið framkvæmdar 378 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.