Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 22
FRÆÐIGREINAR / HÁÞRÝSTINGUR Table II. Mean value ofblood lipids and glucose among hypertensive patients. Men Women N (number) Mean SD N (number) Mean SD Cholesterol (mmol/L) 322 5.9 1.1 401 6.1 0.9 HDL-chol (mmol/L) 293 1.3 0.4 362 1.6 0.5 LDL-chol (mmol/L)** 222 3.7 1 283 3.8 0.9 TG (mmol/L)*** 225 1.8 1.3 301 1.8 0.9 Blood glucose (mmol/L) 269 6.0 1.8 365 5.7 1.4 *High Density Lipoprotein **Low Density Lipoprotein ***Triglycerides blóðsykurgildi yfir 6,4 mmol/L þannig að telja má að um 14% sjúklinganna hafi sykursýki. Af þessum háþrýstingsjúklingum höfðu 133 (14%) þekktan kransæðasjúkdóm og þar af höfðu 23 (2%) bæði kransæðasjúkdóm og sykursýki. Alls reyndust 480 (49%) þessara háþrýstingssjúklinga hafa staðfesta sykursýki, staðfestan kransæðasjúk- dóm eða hækkun á kólesteróli yfir 6,0 mmol/L og auk þess voru 43 sjúklingar (4,3%) með greining- una offita, þar af 29 sem ekki höfðu neina af fyrri greiningum. Hjartalínurit (EKG) hafði verið skráð hjá 628 sjúklinganna (64%). Upplýsingar um reyk- ingar voru sjaldan skráðar og upplýsingar um líkamsþyngdarstuðul (LÞS) lágu fyrir hjá aðeins 12% sjúklinganna. Meðalgildi LÞS var 33 kg/m2. Aðeins 5% voru undir efri mörkum þess LÞS sem talinn er ákjósanlegastur, það er undir 25 kg/m2, en 32% voru á milli 25 og 30 kg/m2 og 63% í offituhóp með LÞS yfir 30 kg/m2. Þvagrannsókn hafði verið gerð hjá 53% sjúk- linganna og af þeim voru 15% með eggjahvítu í þvagi. Á árunum 2002 og 2003 fengu 734 sjúklingar (75%) lyfjameðferð vegna háþrýstings. Af þeim sem voru á lyfjameðferð voru 39% á einu lyfi, 36% tóku tvö lyf og 25% voru á þremur eða fleiri lyfjum. Á mynd 3 sést hlutfall mismunandi lyfjaflokka meðal þeirra sem voru á einu lyfi. Beta hemlar voru mest notaðir meðal þeirra sem voru á einu lyfi (39%) og næst komu þvagræsilyf (27%). Heildarlyfjanotkun er sýnd á mynd 4. Algengustu lyfjaflokkarnir voru þvagræsilyf, 434 sjúklingar, og betahemlar, 429 sjúklingar. Fjöldi sjúklinga sem tóku ACE (angiotensin converting enzyme) hemla, angiotensin viðtakahemla eða kalsíum- gangahemla var svipaður, eða um 185 sjúklingar. Umræða Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að aðeins 27% háþýstingssjúklinga sem meðhöndlaðir eru í heilsugæslu ná þeim meðferðarmarkmiðum sem flestar klínískar leiðbeiningar ráðleggja (6, 7, 18). Tiltölulega stór hluti þessara sjúklinga hefur hækk- aðan blóðsykur og að minnsta kosti 11% uppfylla skilyrði fyrir sykursýki. Hækkun á kólesteróli er einnig nokkuð algeng og hefur um helmingur sjúklinganna kólesterólgildi yfir 6,0 mmol/L. Sú staðreynd að aðeins 27% sjúklinganna ná þeirn meðferðarmarkmiðum sem klínískar leið- beiningar ráðleggja veldur auðvitað vonbrigðum. Þessi meðferðarmarkmið eru hins vegar ekki hafin yfir gagnrýni, sumir álíta þau algerlega óraunsæ og misræmi milli mismunandi leiðbeininga endur- speglar aðeins þann vanda sem staðið er frammi fyrir (19, 20). Fjöldi rannsókna hefur sýnt að háþrýstingsmeðferð er ábótavant um allan heim. Rannsókn sem gerð var í Englandi sýndi að algengi háþrýstings var 37% meðal fullorðinna og þar af voru 32% á meðferð og 9% náðu með- ferðarmarkmiðum (10). Á heilsugæslustöðvum í Svíþjóð mældust 15% meðhöndlaðra háþrýstings- sjúklinga með blóðþrýsting undir 140/90 mmHg (21). Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á slíka undirmeðhöndlun (9, 22-24). Jafnvel meðal sjúklinga í mikilli áhættu á hjarta- og æðasjúkdóm- um, sem taka þátt í stórum lyfjarannsóknum, er aðeins um 22% háþrýstingssjúklinga með góða blóðþrýstingsstjórnun (12, 25). Vandamálið við að ná settum markmiðum háþrýstingsmeðferðar er því víða til staðar. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að unnt er að ná meðferðarmarkmiðum í fleiri tilfellum með því að breyta og auka meðferð (9,10, 26-28). Meðferð með aðeins einu lyfi getur verið ein af skýringum þess hversu stór hluti háþrýstings- sjúklinga nær ekki meðferðarmarkmiðum (10). 1 okkar rannsókn var slík meðferð notuð í 39% tilvika. I stórri þversniðsrannsókn í Svíþjóð voru 62% sjúklinga meðhöndlaðir með einu lyfi (29) en í sænsku heilsugæslunni um 50% (21). Flestar klínískar leiðbeiningar hafa hin síðari ár mælt með því að nota fremur fjöllyfjameðferð til að ná meðferðarmarkmiðum en að hækka skammta upp í hámarksskammta (5-7). Árangurinn er betri og líkur á aukaverkunum minni (13). Háþrýstingur er langvinnt ástand og kallar á mikla og krefjandi meðferðarheldni sem skiptir sköpum um árangur meðferðar (30). í þeirri rannsókn sem hér er kynnt kemur fram að algengara er að þrýstingsgildi í slagbili liggi ofan meðferðarmarkmiða en þrýstingur í hlébili. Þessar niðurstöður eru í samræmi við aðrar rannsóknir (9, 31, 32). Hækkaður slagbilsþrýstingur er mjög algengur og meðferð dugir oft illa. Að fleiri konur en karlar nái meðferðarmarkmiðum hefur einnig komið fram í öðrum rannsóknum (32) Skýringar eru ekki óyggjandi en líklega vegur betri með- ferðarheldni kvenna en karla þungt. Fjöldi rannsókna hafa verið framkvæmdar 378 Læknablaðið 2006/92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.