Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 29
FRÆÐIGREINAR / T R E FJ AV EFSLUNGNABÓLGA Trefjavefslungnabólga tengd notkun lyfsins amíódarón Ólafur Á. Sveinsson’ NÁMSLÆKNIR Helgi J. ísaksson2 SÉRFRÆÐINGUR í LÍFFÆRAMEINAFRÆÐI Gunnar Guðmundsson1,3 SÉRFRÆÐINGUR í LYF-, LUNGNA- OG GJÖRGÆSLULÆKNINGUM 1 Lungnadeild Landspítala Fossvogi, 2 rannsóknastofu í meina- fræði, Landspítala Hringbraut, 3 rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Gunnar Guðmundsson, lungnadeild E-7 Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími 543-6876, fax 543-6568 ggudmund@landspitali. is Lykilorð: liingu, trefja- vefslungnabólga, auka- verkanir lyfja, amíódarón. Sjúkratilfelli og yfirlit Ágrip Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa sjúkratilfellum trefjavefslungnabólgu sem tengd- ust notkun lyfsins amíódarón á Islandi. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn þar sem upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám árin 1984-2003. Sjúkraskrár voru yfirfarnar og kannaðar myndgreiningarniðurstöður, vefjafræðilegar nið- urstöður og meðferð sjúklinga. Niðurstöður: Lýst er þremur tilfellunr trefjavefs- lungnabólgu hjá tveimur körlum og einni konu og greiningu og meðferð þeirra. Gefið er yfirlit yfir stöðu þekkingar. Alyktanir: Nauðsynlegt er fyrir lækna að vera meðvitaðir um að amíódarón getur valdið lungna- breytingum og að mikilvægt er að fylgjast vel með sjúklingum sem taka lyfið. Inngangur Trefjavefslungnabólga (organising pneumonia) er sjúkdómsástand í lungum sem skilgreint er með klínískum einkennum, myndgreiningarrannsókn- um og vefjafræðilegum breytingum í sameiningu (1). Klínísk einkenni eru oft hósti, mæði, hækk- aður líkamshiti og almennur slappleiki. Algengt er að einkennin hafi verið til staðar í nokkrar vikur (1,2). Oftast heyrist brak við lungnahlustun. I blóðrannsóknum koma fram merki um bólgu með mikilli hækkun á CRP og sökki. Einnig er aigengt að sjá lækkun á súrefnisþrýstingi í slag- æðablóðgasamælingum. Lungnarannsóknir sýna herpu og skerðingu á loftdreifiprófi með kolmón- oxíði. Myndgreiningarrannsóknir geta sýnt fjöl- breytt mynstur, til dæmis dreifðar millivefsíferðir, afmarkaðar lungnablöðruíferðir eða staka hnúða (2, 3). Vefjafræðileg skilgreining er eftirfarandi: í fjarlægum (distal) loftvegum eru til staðar sprotar af græðsluvef sem spannar frá fíbrín seytri til laus- gerðs bandvefs án kollagens með trefjakímfrum- um. Oftast eru breytingarnar í lungnablöðrum en geta einnig verið til staðar í holi berkjunga og kall- ast það berkjungastífla (4). Petta vefjafræðilega mynstur er ekki dæmigert fyrir ákveðinn sjúkdóm eða orsök heldur endurspeglar það ákveðna gerð af bólgusvari eftir lungnaskaða. Þessi mynd getur einnig sést sem hluti af vefjasvari í bráðu andnauð- ar heilkenni (acute respiratory distress syndrome) og í bólgusjúkdómum eins og æðabólgum (4). Hægt að flokka trefjavefslungnabólgu eftir ENGLISH SUMMARY Sveinsson ÓÁ, ísaksson HJ, Guðmundsson G Organising pneumonia in connection with Amíodarone treatment. Case reports and review Læknablaðið 2006; 92: 385-8 Objective: The objective of the study was to describe case reports of organising pneumonia in lceland induced by the drug amiodarone. Material and methods: Retrospective study where information was obtained from clinical charts from 1984-2003. Medical records, imaging studies and histopathology were re-evaluated. Results: Described are three case reports of organising pneumonia associated with amiodarone use in two males and one female. Diagnostic methods and treatment are described and current literature is discussed. Conclusions: It is important for physicians to be aware of lung changes that amiodarone can cause and the importance of monitoring these patients. Keywords: lungs, organising pneumonia, drug side effects, amiodarone. Correspondance: Gunnar Guðmundsson, ggudmund@landspitali.is því hvort orsökin er þekkt eða óþekkt eins og sýnt er í töflu I. Trefjavefslungnabólga hefur einnig verið kölluð berkjungastífla með trefjavefs- lungnabólgu (bronchiolitis obliterans organising pneumonia, BOOP) en nýlega hefur verið mælt með því að nota frekar trefjavefslungnabólga og skipta henni í óþekktar (cryptogenic organising pneumonia) og þekktar orsakir (secondary org- anising pneumonia) (5). Ein af þekktum orsökum er lyfið amíódarón sem hefur verið mikið notað við hjartsláttartruflunum. Tilgangur rannsókn- arinnar var að lýsa klínískum einkennum, meðferð og afdrifum sjúklinga á íslandi sem fengið hafa trefjavefslungnabólgu tengda notkun amíódarón á tímabilinu 1984-2003. Efniviður og aðferðir Um er að ræða aftursæja rannsókn sem náði yfir tímabilið 1984-2003. Fengin voru sjúkdómsgrein- ingarnúmer frá sjúkrahúsum, vefjafræðigreiningar frá rannsóknastofu í meinafræði og upplýsingar Læknablaðið 2006/92 385
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.