Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 31
FRÆÐIGREINAR / T R E FJ AV EFSLUNGNABÓLGA sýnt er á mynd 3. Það var því talið að hér væri um amíódarón eitrun að ræða. Hafin var sterameðferð með 60 mg af prednisólón á dag og sýklalyfjagjöf hætl. Hann varð fljótt hitalaus en það tók nokkrar vikur fyrir öndunarbilun að ganga yfir. Maðurinn var meðhöndlaður með sterum í samtals 10 mán- uði og engin endurkoma varð af sjúkdómnum. Sjúkratilfelli II Um er að ræða áttræðan karlmann með mánaðar- sögu um einkenni frá öndunarfærum. Einkenni voru tak fyrir brjósti vinstra mcgin, þyngsli við öndun og þurr hósti á nóttunni. Einnig hækkaður líkamshiti. Lungnahlustun leiddi í ljós brak beggja vegna í lungum. Maðurinn hafði fengið sýklalyf í tvígang sem hann hafði ekki svarað. I heilsufars- sögu kom fram að hann hafði sögu um krans- æðasjúkdóm, ósæðarlokusjúkdóm, hjartabilun og háþrýsting. Hann hafði verið á amíódarón vegna gáttatifs. Myndgreiningarrannsóknir sýndu dreifð- ar íferðir í báðum lungum. Gerð var berkjuspegl- un og tekin sýni sem sýndu dæmigerðar trefjavefs- lungnabólgu breytingar og merki um amíódarón áhrif. Inntaka lyfsins var stöðvuð og í kjölfarið var hafin meðferð með 40 mg prednisólón á dag. Varð hann fljótlega einkennalaus frá lungum og fékk hann stera í alls sex mánuði án endurkomu sjúkdóms. Sjúkratilfelli III Um er að ræða 74 ára gamla konu með sögu um gáttatif. Fyrir komu hafði sjúklingur verið með þrálátan hósta og gulgrænan uppgang og fundið fyrir vaxandi mæði við áreynslu. Myndgreiningarrannsóknir sýndu dreifðar íferðir í báðum lungum. Talin vera með lungabólgu og var sett á sýklalyf. Við það skánaði líðan hennar. Var með gáttatif og var því meðhöndluð með amíódarón. Ástand batnaði í tvær vikur en þá komu öndunarfæraeinkenni með öndunarbilun. Auknar íferðir sáust í lungum og með berkju- speglun greindist trefjavefslungnabólga og merki um amíódarón eitrun. Lyfjagjöf var hætt og stera- meðferð hafin. Sjúklingur lést úr hjartasjúkdómi og lungnabólgu fjórum mánuðum síðar. Umræða Farið var að nota amíódarón við hjartsláttartrufl- unum á árunum uppúr 1980. Það var notað við sleglahraðtakti, sleglatifi og gáttatifi (6). í fyrstu var lyfið notað í háum skömmtum, eða allt að 1600 mg á dag. í framhaldinu var lýst fjöldamörgum sjúkra- tilfellum með ýmiskonar fylgikvillum frá lungum og læknum urðu Ijósari hættur við notkun lyfsins. Þá var farið að nota lyfið í lægri skömmtum (100- 400 mg). Við langtímanotkun safnast amíódarón Mynd 2. Vefjasýni frá lungum með trefjavefslungnabólgu. Örvar benda á lausgerðan bandvef. og niðurbrotsefni þess, desmethylamíódarón, upp í Mynd 3. Vefjasýni með ýmsum vefjum, þar á meðal lungum. Tvö mólikúl af froðuátfrumum (örvar) í joði eru fyrir hvert mólikúl af lyfinu eða niðurbrots- lungnablöðrum. efninu og hefur það áhrif á niðurbrot fosfólípíða í lungum sem leiðir til uppsöfnunar þeirra þar. Amíódarón og niðurbrotsefni þess eru lengi að hverfa úr lungum eftir að meðferð er hætt (6). Læknablaðið 2006/92 387
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.