Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR / HEILSUEFLING
Tafla 1. Lfðfræðilegar og starfstengdar breytur út frá niðurstöðum spurningalista frá leikskólunum 16. Unnið út frá flokkunum sem mynda vinnumatseinkunn árin 2002 (n=267) og 2000.
Flokkar leikskóla Tölfræöiprófun
Starfsfólk A= Vinnuumhverfi mjög gott B= Vinnuumhverfi gott C= Vinnuumhverfi nokkuð gott D= Vinnuumhverfi sæmilegt Samanburöur milli 2000 og 2002 p= .001 x2cnt24,3
Fjöldi starfsmanna, hlutföll í sviga
2002 43 (16%) 95 (35%) 74 (28%) 55 (20%) X2 = 21
2000 33 (14%) 75 (31%) 91 (38%) 42 (17%)
Meöalaldur starfsmanna, ár ± SD
2002 34 ± 12,5 38 ± 13 42 ± 12 38 ± 11
2000 33 ± 11 35 ± 12,5 37 ± 12 40 ± 12
Starfsaldur-ár ± SD
2002 6 ±7,5 7 ± 8 9 ± 8 6,5 ±6,5
2000 6 ±6,5 6 ± 9 6 ± 7 7 ± 7
Fjöldi ófaglærðra, hlutföll í sviga
2002 27 (63%) 53(56%) 41 (55%) 23 (43%) o CN II CN X
2000 18 (58%) 43 (59%) 50(55%) 13 (31%)
Skipt um starf á stðustu 5 árum. Fjöldi og hlutföll í sviga
2002 27(66%) 48 (60%) 31(49%) 26 (55%) 00 CN II
2000 13 (43%) 45 (64%) 52 (63%) 19 (47%)
Starfsmenn sem segjast vinna aukavinnu. Fjöldi og hlutföll í sviga
2002* 26 (60%) 52 (55%) 37(50%) 18 (33%) X2 = 148
2000* 13 (39%) 17 (23%) 17 (19%) 6 (14%)
± SD = staðalfrávik; *p<0,05 = marktækt, milli flokka innan árs
Meðalaldur starfsmanna hefur breyst nokkuð
milli ára. Flokkur A hefur lægstan meðalaldur
starfsmanna eins og áður. í flokki C hefur með-
alaldur hækkað árið 2002 um fimm ár í 42 ár, en
um þrjú ár hjá B í 38 ár. Meðalaldur hefur hins
vegar lækkað um tvö ár í D.
Fjöldi ófaglærðra hefur aukist í A og D milli
ára. Fllutfallsfjöldinn í hinum flokkunum stendur í
stað eða lækkar aðeins.
Starfsaldur breytist milli ára í flokki C. Þar
hækkar meðalstarfsaldur úr sex árum í níu ár á
meðan hinir flokkarnir eru á bilinu 6-7 ár.
Þegar spurt er um hvort starfsmenn hafi skipt
um starf á síðustu fimm árum kemur í ljós að í
hverjum flokki svara 50-65% starfsmanna því ját-
andi árið 2002. Fleiri hafa skipt um starf í A og D
miðað við árið 2000 en færri í C (%2(df=7, n =231)=
28, p<0,001).
Mun fleiri stunda aukavinnu í öllum flokkum
árið 2002 en 2000 (x2(df=7, n=267)=148, p<0,001).
Tafla II fjallar um aðstöðu starfsmanna og
fræðslu í líkamsbeitingu. Marktæk breyting verður
á dreifingu svara er lúta að aðstöðu og fræðslu
milli ára, þegar metin eru áhrif íhlutunar á þessa
þætti. Þegar starfsmenn eru spurðir um hvort að-
staðan sé þannig að hægt sé að vinna í þægilegum
vinnustellingum, svara 86-95% allra starfsmanna í
flokkunum fjórum að svo sé (%2(df=7, n=255)= 83,
p<0,001).
Dreifing er enn meiri á svörum starfsmanna
varðandi þrengsli árið 2002 heldur en 2000
(X2(df=7, n =243)= 38, p<0,001). Tæplega 50%
munur er milli leikskólaflokkanna varðandi mat á
þrengslum árið 2002 (p<0,001).
Arið 2002 svara 36 starfsmenn að þeir hafi ekki
fengið kennslu í líkamsbeitingu, eða um 7-33%
starfsmanna í hverjum flokki, en samsvarandi tala
var 108 árið 2000 (x2(df=7, n =259)= 128, p<0,001).
Einnig eru breytingar milli árá varðandi gagnsemi
fræðslunnar. Arið 2002 eru 226 starfsmenn sem
segja að fræðslan hafi gagnast sér, en árið 2000 um
130 starfsmenn (x2(df=7, n =226)= 85, p<0,001).
Tafla III fjallar um vinnustellingar. Mun færri
eru oft eða mjög oft í krjúpandi stöðu árið 2002 en
2000 (x2(df=7, n =231)= 54, p<0,001). Dreifingin
milli flokka árið 2002 er marktæk (p<0,05).
Það dró einnig úr því að starfsmenn þyrftu að
vinna mjög álútir, en algengi þess lækkaði um 20-
25% í hverjum flokki milli ára (x2(df=7, n =221)=
85, p<0,001). Sama má segja um að vinna á hækj-
um sér en algengi þess lækkar um 25% í A, B og
C en stendur í stað í D milli ára (x2(df=7, n =232)=
80, p<0,001).
Algengi þess að vinna snúinn stendur í stað í C
192 Læknablaðið 2007/93